Thursday, October 30, 2008

en lyktin og minningin er gód engu ad sídur

Eg lifi i thögn, med gula eyrnatappa í eyrunum, sitjandi vid gamalt trebord, med graenan leslampa. Set mig inn í mismunandi adstaedur heilsu og reyni ad sjá frá mismunandi heilsuhagfraedilegum sjonarhornum. Inn á milli nýt ég eflingu annarra skynfaera á kostnad heyrnarinnar. Ég er búin ad stúdera óteljandi ljót málverk af gömlum og virdulegum körlum sem hanga í kringum mig og trufla mig reglulega. Flest verkanna eru taeknilega gód en tóm ad ödru leyti svo malid í körlunum naer ekki til mín. Ég er búin ad stúdera áhrif graennar birtu á andlit fólksins sem situr í kringum mig og thykist vera ad lesa eins og ég. Langar ad taka upp pensil eins og venjulega thegar ég tharf ad eyda öllum mínum tíma í langlokulestur. Annars er uppáhaldsidjan mín ad fara nidur í kjallara bókasafnsins, á kaffihúsid. Thegar ég geng nidur thröngan stigann, thá finn ég lykt sem minnir mig svo á Kristneshaelid eda haelid eins og thad var kallad thegar eg var lítil. Lyktin er hlý, gód og felur í ser öryggi, kaffi, kökur, mat og mannverur. Ég var oft á haelinu thegar eg var ad alast upp en afi minn var laeknir thar. Eg kynntist fullt af fólki, sumu gömlu, ödru skrytnu og spennandi allavega í barnshuga en fjölbreytileikinn var mikill og vissulega ekki thversnid af hinum almenna Íslendingi. En allavega lyktin, hún faerir mig tilbaka til Kristness, til ömmu og afa thar sem ég sit med theim og drekk te med sykri, minning segir mér ad haelismötuneytid hafi verid nidri i kjallara en ég er ekki viss, allvega er samt stigi inn í myndinni og einhverja hluta vegna líka madur sem er ad skemmta med búktali, merkileg minning sem líklega á ekki vid rök ad stydjast nema ad litlu leyti, en lyktin og minningin er gód engu ad sídur.

Sunday, October 26, 2008

sár mun gróa á höfði

Leikurinn er svo skemmtilegur og stundum gleymist að fara varlega. Það er gott að fá að príla á herðar bróður síns, labbandi milli húsa. En það er ekki gott að detta, það er vont og allir verða hræddir þegar stór bróðir birtist og er hræddur og dapur og lætur vita um slysið. Það er enn verra að finna ekki barnið strax vitandi að það fékk höfuðhögg. Mamman og pabbinn, komu leitandi meðan við snæddum pizzulús, stukkum til og spretturinn um hverfið var hraður og hugsanirnar voru skynseminni yfirsterkari, myndir birtust í haus og einkenndust af histeríu. Barnið fannst með gat, aldrei hefur barnsgrátur hljómað jafn fallega, Áverkar minni en haldið var í fyrstu, sár mun gróa á höfði og hjartsláttur allra komast í eðlilegt horf. Elsku litla Helga mín mikið rosalega varstu dugleg og mikið ósköp elskum við þig mikið

Friday, October 24, 2008

þetta hlýjar mér í prófalestri, vona að þetta hlýji ykkur líka
http://www.youtube.com/watch?v=-Hs9ck1aal8

takk fyrir innlitið

Músin mín litla lasin, með eyrnaverk, kallinn á ráðstefnu og frumburðurinn minn í skólanum, það er 9 stiga hiti og grámi í lofti. Ég er í röndóttum kjól með gloss, gengur alltaf betur að læra hrein og fín. Ég sit við borðstofuborðið mitt, ilmvatn dagsins er "for you" Jean Paul Gaultier. Ég er búin að kveikja á kertunum í kristalstjaka sem keyptur var í Tékklandi, ég er búin að fara út í garð og klippa ferskt lavender sem liggur núna á borðinu og ég tek öðru hvoru upp og þefa innilega af. Ég les frasa eins og:

value of the Cost-effectiveness threshold is a political or strategic defined value of the maximal costs of gaining a QALY or LYG. The height of the threshold value stipulates if the outcome of the CEA is cost-effective i.e. if the cost-effectiveness ratio is under this threshold. The threshold value is also referred to as the willingness-to-pay per QALY or LYG. The value of the treshold varies per country. For example the threshold value is set at €20,000 per LYG in the Netherlands........

Ég þarf oft að taka pásu, sinna músinni, hita mér te, kíkja í tölvuna og athuga hvort einhver hafi kommentað á mig, kíkja á moggann og athuga hvort eitthvað sé að gerast. Kíkja á blogg hjá hinum og þessum.

Knús á ykkur, ég vil fá kommentaknús til baka frá öllum sem lesa bloggið mitt í dag því ég þarf á því að halda og takk fyrir innlitið.

Tuesday, October 21, 2008

a lundarhaskolabokasafninu

Eg er nuna stadsett a fallegasta bokasafni i heimi, lundarhaskolabokasafninu, gomul bygging, gamlar baekur, gomul lykt, folk ad laera a sig eins og eg, notaleg stemming thratt fyrir namsleida.
Her eru 2 myndir af uppahaldsstelpunum minum, klikkid a krossana og viljidi kommenta a mig af thvi eg tharf andvara fra vinum i profatidinni.

elskurnar svo fallegar i rumeniukjolunum sinum

Sunday, October 19, 2008

7 ára elsku Dagrún stelpan okkar

Ánægðar og ábyrgðafullar við afmælisundirbúning
Duglegar stelpur að baka
þessi stelpa er 7 ára og eins dags gömul eins og tönnin sem hún missti
með gat

Falleg kaka en mætti misskiljamarengstoppana
Brjóstgóða kakan komin á borð
Sætustu stelpurnar í hverfinu
Það var perlað og perlað
Svo var auðvitað pizzuveisla, amminamminamm, takið eftir hinum sérstaka pizzusvip

Thursday, October 16, 2008

og vera fín

Ef ég ætti 400 dollara myndi ég kaupa mér þennan kjól og vera fín

Sunday, October 12, 2008

það er alltaf gott að vera hjá vinum.

Við erum komin heim í heiðardalinn eftir indæla ferð til Gautaborgar þar sem við hittum vinina okkar Andra og Rósu og börn þeirra þrjú. Valur og Andri settu bát í var meðan við húsfrýrnar unnum í eldhúsinu og nutum þess að spjalla um heima og geima og allt í kring. Við borðuðum gamaldagsa smurtertu með hangikjetssalati og kanelsnúða við smábátabryggjuna, sænskt og íslenskt í senn. Við hittum gott fólk, Íslendinga og spjölluðum ástandið auðvitað og engin varð niðurstaðan. Við borðuðum íslenskt berjalegið léttreykt lambalæri og héldum áfram að ræða ástandið en náðum samt líka að njóta hvors annars og ræða persónulegri mál. Þetta var góð heimsókn á fallegu heimili, það er alltaf gott að vera hjá vinum.

Nú hefst mikil törn í lærdómi, miðannapróf framundan og stór verkefnaskil. Viðbrögð síðustu færslu færðu mér gleði, enda auðvitað stórar pælingar í gangi. Þær eru þarna ennþá, pælingarnar en líklegast best að salta þær í tunnu, halda þeim mátulega ferskum en samt ekki láta þær ráða för í bili. Ef landið nær floti á ný, ef góð vinnutilboð bíða handan við hornið, ef lækkun á fasteignamarkaði og verðbólgu er fyrisjáanleg, ef hjartað og skynsemin haldast í hendur þá fyrst verður tímabært að skola saltpækli af.

Nú er það hakk og spakk hjá vinum okkar Tobbu og Sveinbirni, mikið ljómandi gott er að þurfa ekki að elda á sunnudagskvöldi.

Knús á ykkur öll

Sunday, October 05, 2008

Af draumórum og lúmskum hugsunum

Hugsanir eru skrýtnar og koma stundum aftan að manni. Þær lauma sér inn í skúmaskot heilabúsins og láta svo á sér kræla þegar forsendur gætu vissulega verið hagstæðari. Alveg ágætis forsendur í heilabúinu þannig, sem er enn nokkuð ferskt og snyrtilegt en staðan á fróni ætti að halda draumórum og lúmskum hugsunum um gildi þess að flytja aftur á klakann fjarri. En svei mér þá staðan ullar bara á okkur og við erum farin að velta fyrir okkur kostum og göllum þess að snúa aftur heim. Mjög tvíbentar tilfinningar vægast sagt og ekki auðvelt að taka afstöðu enda svo sem enn ekki komið að því. Kannski getið þið hjálpað mér að gera kosta og galla lista. Verið umfram allt heiðarleg, veit alveg að sum ykkar myndu gera allt til að fá okkur aftur heim en já eru einhverjir kostir við það að flytja heim?

Kosta og galla listi, vinsamlegast bætið við!

Að vera nálægt fjölskyldunni
Ala Íslandið upp í börnunum,stutt í afþreyingar fyrir þau
Að vera nálægt vinunum, sem eru margir á Akureyri
Að geta farið í sundlaug, rækt, matvörubúð, jafnvel vinnuna (vitið þið um vinnu handa mér) í göngufæri
Hægt að fara á gönguskíði


Landið er á hausnum
Það er kalt
Mikið vinnuálag
Engin eplatré

Nú þarf ég að fara í göngutúr, kannski viðrar rokið af mér þessar pælingar og ég held áfram í ástarsambandi mínu við Svíþjóð, þessu þægilega sambandi sem auðvelt er að festast í vegna þæginda og fyrirsjáanleika, tja nú þarf að leggja hausinn í bleyti.

Thursday, October 02, 2008

ekkert er stundum gott

lúsin mín litla er öll að braggast. Hún vildi núðlur með súrsætri sósu í dag, sem er gott batamerki. Hálsinn er enn aumur en verst finnst henni bólgna tungan, en eitthvað ráku þeir sig í hana þegar hálskirtlarnir voru teknir. Dagrún er bæði svo lítil og stór, þarf að knúsa mig og halda í hendina mína en ber sig vel og veltir fyrir sér mögulegum afmæliskræsingum. Við ætlum að búa til piparkökuíssamlokur þegar piparkökuárstíðin byrjar, sem betur fer er stutt í hana.

Hörður Breki hjólaði til Lundar í gær, lenti í mígandi rigningu en bar sig vel, enda með nýja warhammer karla í vasanum. Sjálfstæðari með hverjum deginum með lykil um hálsinn. Hann gerði lexíurnar sínar áðan á stofugólfinu, æfði enskan orðaforða og reiknaði en gaf sér tíma til að horfa á Simpsons, hann er komin með "häng" á buxurnar og ennþá finnst mér það bara krúttlegt.

Ég sit í sófanum, ekkert í sjónvarpinu, hangi í tölvunni, með samviskubit yfir tímaeyðslu í ekkert. En ekkert er stundum gott. Á morgun eina ferðina enn föstudagur, ætla að læra á mig svo um munar og baka svo eplaköku á laugardaginn, tillögur um uppskrift?