Saturday, December 06, 2008

brúntertur, ritz og majó

Ég var að gera sorbet, svo sem ekki í frásögur færandi en hmmm, ég gerði bæði óáfengt og áfengt, var sem sé með 2 skálar. Þegar ég í natni minni og vandvirkni var svo að setja herlegheitin í frysti tókst mér að hella öllu úr annarri skálinni ofan í frystinn, það jákvæða var að þá þurfti ég að þrífa skúffuna sem var einhverra hluta vegna öll í pytt i panna bitum og gömlum grænum baunum. Á morgun verðu annar í sorbet og í nótt klukkan 4 mun ég rísa úr rekkju til að hræra vel í því sem lenti mjúklega í frystinum, það finnst mér gaman og vera hluti af sorbetgerð. Dettur ekki í hug að gera sorbet snemma dags svo ég geti hrært í því seinna um daginn, nei um nótt skal vera hrært, það verður minn sunnudagsnæturgjörningur.


KLassískt jólaball í dag, við náðum í skottið á síðasta sálminum í messunni, svo var dansað í kringum jólatré og loks snæddar brúntertur, ritz og majó. Hér koma nokkrar myndir


Jólaball, trall

Nágrannastelpurnar, Dagrún, Helga og Sylvía

Elsku stelpurnar
Kanntu að flétta var spurning sem lá á hjarta dóttur minnar, Jólasveinninn ku ekki kunna það og Dagrún bauðst til að flétta á honum skeggið

Sóley var pínu hissa á þessu umstangi, jólahvað?

Á meðan sungið er heims um ból, er best að fara í skæri, blað, steinn

ja eða sjómann

5 comments:

imyndum said...

Hæ, hvernig gerir maður Sorbet? Reyndi einusinni og það varð bara að klakaklumpi.

Anonymous said...

Rósa mín þú hefur sennielga ekki hrært um miðja nótt hehhee..

Annars ætlum við að gera einsog aðrar akureyskar fjölskyldur á eftir og hitta jólasveinana á Glerártorgi... erum venjulega glötuð í svona sko... fórum td aldrei í fyrra að skoða jólasveina... kveiktum ekki á jólatrénu.. sáum ekki söngvaborg á glerártorgi heheh og svo mætti lengi telja áfram sko...
Erum bara heima að púsla og úti á róló og svona um helgar og í gær vorum við að mála...
En jólasveinarnir eru það í dag og ég veit að Kolfinna spyr um leið og hún vaknar eftir því... sko aldrei hægt að koma sér undan neinu þar sem búið er að nefna :)
Knús til ykkar
E A K Á

inga Heiddal said...

Sætar myndir af sætum jólabörnum. Kremja. INGA

Anonymous said...

Oh vá! Þú ert ekkert smá góð í að gera sorbet Brynja! Flottar myndir af krökkunum, hefði nú frekar viljað vera þarna en að hlusta á gömlu Stepfordkellinguna vera snargeðveik í piparkökuhúsagerð.

imyndum said...

Takk fyrir uppskriftina ;) jarðaberja sorbet kossar