Þetta samband mætti kalla ástarhatursamband, hingað til. Samskipti mín við hana síðustu önn voru yfirleitt þrungin spennu, pirringi en sjaldnast gleði og jafnvægi. Yfirleitt var ég í fýlu þegar ég fór að hitta hana og þegar égl loks lét mig hafa það þá einhvernveginn tókst okkur ekki að ná takti saman. Ég horfði oft á hana skilningsljó í leit að svörum eða hún horfði á mig með fyrirlitningu og gaf skít í viðleitni mína að reyna að kynnast henni almennilega og komast innundir þennan frekar fráhrindandi skráp. Ég gaf henni heilmikið, tíma, þrautseigju og blíðu þegar vel lá á mér. Allt kom fyrir ekki, henni tókst samt að blekkja mig og ég hélt um tíma að ég þekkti hana vel, skyldi hana og gæti jafnvel stutt mig við hana í framtíðinni þegar ég þyrfti á henni að halda.
Hún liggur núna á borðinu mínu, opin, björt og gefandi. Hún brosir til mín daðrandi, lofandi og við vitum báðar að nú mun þetta breytast. Hugarfarsbreytingin er algjör, ég les hana, hún les mig. Við erum orðnar alvöru vinkonur og erum báðar þakklátar fyrir að fá annað tækifæri. Ég strýk henni blíðlega og hún er búin að lofa mér að opna mér nýja heima, hún mun eiga tíma minn, sál mína og líkama í dag. Við heilsumst á ný glaðar í bragði, ég og heilsuhagfræðin.
Friday, December 05, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
6 comments:
Ég vona að þið náið að halda góðu sambandi fram yfir áramót og ef einhver fýla er í uppsiglingu þá mæli ég með rauðvínsmeðferð :) works every time!
Baráttukveðjur xxx
já og súkkulaði :)
knús til ykkar
Edda
Flott skrifad!
Kram...
Iss þú rúllar þessu upp hagfræði er bara stuð uppáhaldsfagið mitt í HR ;-)
Hahah en rómantískt! Ég sendi ástarkvedju frá Jonsson fjölskyldunni sem er daud eftir erfidan dag med tengdaömmu sem ad er ofvirk, ég sver thad, alveg snargedveik er hún!
Post a Comment