Nautnin, gleðin, hamingjan, vináttan, þetta voru frábær kleinachten og þið fáið ykkar skerf í myndum svona framan af kvöldi, sprellið og grínið var auðvitað með í för en er ekki myndbært hér, þið sem hafið verið með okkur undanfarin ár á kleinachten vitið hvað ég á við "blikkblikk". Ég er svo óendanlega þakklát fyrir allt þetta góða fólk sem var hjá okkur í gær, fyrir framlag allra að gera þetta kvöld bara svo einfaldlega dásamlegt.
Eldað af lyst og list
Súpan, stútfull af vítamíni og kærleika
Skál
Elskulega fólk
Kósý litlujól
Fallegt fólk
Gott að slafra sorbet
Andri ljúfurinn gaf okkur þumalinn
Valur og Rósa njóta matarins
Íslenska lambið klikkar ekki
Það rann ljúft ofan í maga
Tekist á við eftirréttinn
Stoltur veislustjóri
Pakkarnir vöktu þvílíka lukku
Og svo var dansað fram í rauða nóttina
Sunday, December 14, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
12 comments:
flottar myndir af flottu fólki! thú ert alltaf svo saet, gedveikt a ther harid ;)
kaerar thakkir fyrir bleika símann
Vá en flott hjá þér Brynja!! Ég hefði ekkert haft á móti því að vera þarna!! Kær kveðja, Ásta
Gaman að vera með ykkur úr fjarska. Það er nú heldur jólalegra hjá ykkur en okkur þessa dagana, þó svo ég þykist sjá Betlehemstjörnuna yfir okkur á hverju kvöldi ;)
Æðislegar myndir skvísa. Gulrótarsúpan ekkert smá girnó og þú alltaf jafn stórglæsileg.
ofangreindar íslenskar valkyrjur geta talað um hvað þetta var æðislegt á myndum og hver var sætust (eins og vanalega) en ég VAR þarna, og himininn, við Sveinbi sammála um að þetta var náttúrlega ein skemmtilegasta veisla sem við höfum farið í, og Brynja var kannski sætust en ég var náttúrlega most definetely skemmtilegust!!!
Takk fyrir mig, og mína löv Tobba.
Vantaði bara FROSTA!!!
Á næsta ári vona ég að þú haldir þetta á Akureyri og að ég komist til þín elsku vinkona það verður siður sem verður gott að endurverkja aftur hér á landi. Síðasta prófið á morgun og svo laus!!!
Vá en yndislegt hefði sko verið gaman að vera með :) Það er ekki að spyrja að myndarskapnum þegar kemur að því að halda veislu..það klikkar sko ekkert þar !
Tobba mér finnst þú svakalega sæt...sko alveg rosa rosa sæt !
Mér finnst samt Valli alltaf flottastur :)
Knús
Edda litla
Ú hvað ég hefði viljað vera með :) bráðfallegt og eflaust bráðgáfað fólk þarna upp til hópa, ekki slæmur félagsskapur það!
Luvs.
Greinilegt að það eru Íslendingar þarna að skemmta sér.. Skál. KV INGA
hihihi takk fyrir hrósin og ég er algjörlega sammála Tobbu hún var auðvitað langskemmtilegust og ég langsætust hahaha, annars já Íslendingar að kenna útlendingum að skemmta sér en þarna var líka, sænskt, rúmenskt, breskt, ástralskt og austurískt (má segja þetta?) fólk. Það gekk bara mjög vel að kenna því íslenska skemmtitakta, hlakka strax til næsta partýs
Brynja þú ert bæði sæt og skemmtileg, mér sýnist Tobba (sem ég þekki því miður ekki)líka vera hið fegursta fljóð. Hlakka til næstu litlu jóla hjá ykkur sem verða auðvitað á AKUREYRI! kv. Jóhanna sem er allt í senn góð,gáfuð,sæt og skemmtileg. :)
Greinilegt að gleðin hefur verið þarna við völd. Maturinn og fólkið afar fallegt. Hefði svo sannarlega viljað vera með.
Kærar kveðjur, Lóla
Post a Comment