Monday, December 01, 2008

meira á hús en í munn

Annar í piparkökum var tekin á fyrsta í aðventu. Sykurhúðaður sunnudagurinn var indæll, lítið var hugsað um tannheilsu en sálartetrið var hinsvegar nært með samveru, iðjusemi, listrænum tilbrigðum og sykri að sjálfssögðu. Reynt var að gæta hófs með því að setja meira á hús en í munn, ofskreytingin því þema dagsins og útkoman fullnægjandi. Vil vekja athygli á að stærra húsið er eftirlíking af húsinu okkar en Valur og Nanna voru langt fram á laugardagskvöld að hanna herlegheitin, frúin sá um verkstjórn á skreytingum hinsvegar.


Sætabrauðsdrengirnir
Góð æfing fyrir tvíhöfðann
Þetta er farið að taka á sig mynd
Iðjusemi í eldhúsinu

Bros á sunnudegi

Vandað sig, miklar pælingar með form og litasamsetningar
Slottið og kofinn
Fallega ofskreytt
Bætt aðeins við fyrri framleiðslu
Boðskapur lýðheilsufræðingsins, piparkökur með spínati
Þeir svitnuðu ekki en góð hugarleikfimi

17 comments:

Anonymous said...

Þetta er æði ! Hefði sko viljað vera með í þessu :)
Frábært að gera eigið hús í piparkökulíki...er hægt að panta ?
;)

Við söknum ykkar...

Knús hér úr 6st frosti, snjókomu, jólaljósum og Páll Óskar í spilaranum... agalega kósý :)

Edda

Anonymous said...

Æðisleg piparkökuhús! Ég dáist að framtaki ykkar og framleiðslu, listrænum hæfileikum og fegurð :)
Ohh nú langar mig til að baka og skreyta piparkökuhús...
Kær aðventukveðja frá Ingveldi sem er með frosnar tær í blautum hælastígvélum (er ekki eitthvað sem kallast að klæða sig eftir veðri, eða ??)

Þorgerður Sigurðardóttir said...

Já já síðustu jólin ykkar hér og manni ekki einu sinni boðið með að gera piparkökuhús!!!, Mig hefur alltaf dreymt um ofskreytt piparkökuhús, en núna er maður búin að missa af öllu.
Flott hjá ykkur samt,
Tobba

brynjalilla said...

Viss um að þið getið gert piparkökuhús alveg sjálf elskan. Viss um að þitt verði það ofskreyttasta og flottasta

inga Heiddal said...

Vááá.... Þvílíkir listamenn þarna á ferð Gleðilega aðventu... Kremja INGA

brynjalilla said...

hahhaha Helga litla kom til mín áðan og viðurkenndi skömmustuleg að hún hefði "óvart" sleikt piparkökuhúsið

imyndum said...

Glæsileg framleiðsla. Þið eruð svo dugleg, alltaf að gera eitthvað.

Skil alveg að það skildi henda einhvern að sleikja "óvart" ;) hrikalega sætt

Unknown said...

Hæ Brynja.
Ég heiti Tinna og er vinkona Affíar (systur Þórdísar). Ég var að spá í hvort ég mætti hafa samband við þig og fá hjá þér upplýsingar varðandi Lund. Er nefnilega að spá í nám í Lundi 2009. Endilega sendu mér smá tölvupóst á tinnaingvarsdottir@gmail.com ef þú ert til í það.
Kær kveðja frá Fróninu.
T.

Fnatur said...

Hæ sæta.
Þvílík jólastemming hjá ykkur. Svona myndir koma manni í rétta jólaskapið.

Thordisa said...

Sæt á þessum myndum skvísa lítur vel út eins og alltaf.

Anonymous said...

þetta er svo sannarlega það sem maður á að gera með fjölskyldunni nú á aðventunni. Gaman að sjá listaverkin ykkar.
Kram Lóla

Goa said...

Frábært!
Ekkert smá flott hús...*impad* og allar piparkökurnar...mmmm!
Þvílík listaverk!

Og svo ert þú svo sæt..;)

Kram...

Þorgerður Sigurðardóttir said...

Nei elskan er á labbinu og fer svo á fund á klinikinni til klukkan 18, þá kemur Sveinbi að sækja mig og Alexey, svo ætlar Sveinbi að elda hrefnukjöt, veit ekki alveg hvernig mér líst á það, en kjötið er allavega búið að liggja í mjólk í sólarhring til að losna við lýsisbragðið!!!, gott að borða kjöt með lýsisbragði, ég ætla ekki að koma nálægt matseldinni, heldur einblína á föndrið mitt, er samt ekki týpisk föndurkerling eins og Sveinbi minn sagði við mig í gær.
knús Tobba, sonur minn plokkaði og át líka "óvart" allt nammið af piparkökuhúsi föðursystur sinnar í Sviss þegar hann var 3ja ára.

brynjalilla said...

æi takk öll fyrir falleg hrós, húsið stendur enn og vonandi er ég ennþá sæt hehe, en undarlegt nokk þá hafa nokkur smartís horfið af piparkökuhúsþakinu, held að jólasveinninn sé kominn á kreik

Berglind Rós Magnúsdóttir said...

Húsin og þið eruð ofur glæsileg. Veitir okkur hinum innblástur.

Anonymous said...

Infatuation casinos? coincide teeming of this advanced [url=http://www.realcazinoz.com]casino[/url] canal take french leave and opt for up online casino games like slots, blackjack, roulette, baccarat and more at www.realcazinoz.com .
you can also into our chic [url=http://freecasinogames2010.webs.com]casino[/url] be up against at http://freecasinogames2010.webs.com and occupy prominent folding bread !
another contemporaneous [url=http://www.ttittancasino.com]casino spiele[/url] series of events is www.ttittancasino.com , because german gamblers, lengths manumitted online casino bonus.

Anonymous said...

Someone deleted several links from mirrorcreator and uploading ...

From now, we will use www.tinyurlalternative.com as our default [url=http://www.tinyurlalternative.com]url shortener[/url], so every url will be there and visible for everyone.

You can pick out from many great [url=http://kfc.ms]short url[/url] address like:

kfc.ms easysharelink.info jumpme.info megauploadlink.info megavideolink.info mygamelink.info myrapidsharelink.info mytorrentlink.info myurlshortener.com mywarezlink.info urlredirect.info urlshrinker.info weblinkshortener.com youtubelink.info and many others.

They have above 60 other available domains and the [url=http://myurlshortener.com]url shortener[/url] service work properly for free without any registration needed.

So we assume it is good idea and propose you to use [url=http://urlredirect.info]url redirect[/url] service too!

Thank you.