Sunday, February 08, 2009
Helgin
Dansandi með gleðina eina í farteskinu, hlæjandi áhyggjulausar í nafla alheimsins. Syngjandi í eldhúsáhöld og gleyma stað og stund. Skríkjandi læti og mátuleg óhollusta, bíó og seint að sofa. Náttfatapartý dótturinnar gekk vel og strákunum fannst ekki leiðilegt að stríða genginu og fá að stýra fiskidamminu, setja gamla sokka í stað sælgætis á öngulinn og gera lukku.
Matarboð fullorðna fólksins til Helsingborgar, njótandi og "bara vara" með vinum sínum. Frúin með gloss og síða eyrnalokka og herrann í blárri skyrtu, samt ekki lögguskyrtu.
Skroppið til útlanda á sunnudeginum, Holbæk og Louisiana, Manga sýning og Max Ernst litin augum, svakalega gaman og fallegt úti sem inni, fróðlegt að fá innsýn inn í sögu Mangaheimsins og fara inn í draumkenndan dadaismann, gleyma sér um stund í formum, litum og undarlega óskiljanlegum pælingum. Lékum okkur lengi í barnaálmunni og gerðum klippimyndir. Allir glaðir og farið með ferju heim til að æfa sig fyrir stóru ferjuna í sumar. Núðlur í matinn og svo var horft á Spirited away leikstýrð af Miyzaki, frábær mynd sem ég set ykkur fyrir.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
6 comments:
Það hefur aldeilis verið stuð á bænum blíða um helgina - tjútt og taumlaus gleði. Hér var líka blásin upp risaflatsæng og Björn + 2 tóku yfir stofuna á föstudagskvöldinu og Petrea + 2 tóku yfir stofuna á laugardagskvöldinu. Við Simminn bara í útlegð inni í okkar herbergi og reyndum að vera stillt á meðan gengin áttu pleisið um helgina. Kannski við getum gist saman þegar þú kemur haha ha.
Ok, þú mátt túlka síðustu setninguna eins og þú vilt ;-)
Víví brjálað stuð :) frábært !
Ekkert smá æðislegar myndir af dásamlega fallegum og hamingjusömum börnum.
Yndislegt að heyra hvað helgin var frábær hjá ykkur.
gaman saman !!!!!!!!!!
æðislegt hef nú ekki gengið enn svo langt að hafa overnightpartý en þau hafa verið nokkur föstudagsbíóin sem þeim finnst æði, þið eruð snillingar.
Hér á kalkanum er ég húsbóndi og húsmóðir nú og atvinnurekandi :) kallinn í danaveldi að sölsa undir sig n.magasin og fleiru sem VIÐ Íslendingar eigum í dag hehe knús til allra Ragnan
Post a Comment