Wednesday, February 04, 2009

harðdugleg og fjölhæf,)

Húsið okkar, blendnar tilfinningar en spennandi að það sé komið á sölu. Ef þið klikkið á linkinn þá sjáið þið myndir af því og þá er bara að vona að svíum eða öðrum hugnist það, ef þið þekkið einhvern í húsakaupahugleiðingum sér Magntorn och Lindwall um söluna.

Við Valur eru tvístígandi með húsnæðisframhaldið á Akureyri, íhugum jafnvel að leigja fyrstu árin meðan allt er að lenda vonandi þokkalega mjúklega á Íslandinu. Gætum þá líka tekið okkur góðan tíma í að einbeita okkur að því að aðlagast aftur landinu okkar fagra og vona bara að það verði ekki allt of stórt kúltúrsjokk. En svo á hinn bóginn hugsum við um gildi þess að eignast framtíðarheimili sem gæti auðveldað okkur nýja rótfestu. Dæs og andvarp, svo sem ekki stórmál en stórar ákvarðanir samt sem áður fyrir okkur enda að mörgu að hyggja, lánum, verðbólgu og öðrum óþægindum. En nú er bara að halda að sér höndum og vona að Jóhanna og annað gott fólk eigi eftir að snúa framvindunni uppávið og leggja hönd á plóginn þar sem hægt er, skrýtið að segja það en ég hef sjáldan verið eins viljug að borga íslenskan skatt, vil að hann sé notaður til uppbyggingar og treysti Jóhönnu og bið heitt og innilega að kosningar í vor verði frjóar og grænar en ekki bláar og kaldar. Já og talandi um skatt þá vantar mig vinnu á Akureyri haustið 2009. Ég er næstum með 5 háskólagráður eins og sumir sem einnig lærðu í Svíþjóð (getraun), ég er harðdugleg, metnaðargjörn og fjölhæf. Allar ábendingar eru vel þegnar;)

12 comments:

Anonymous said...

Elsku Brynja, ég ætla vona að þú og þessi í getrauninni eigði fátt annað sameiginlegt en þessar 5 háskólagráður. Lái mér hver sem vill.
Óskaplega var annars gaman að koma í heimsókn til þín í Lundi (sko - skoða myndirnar af fallega heimilinu ykkar) þú verður ekki lengi að selja þessa dýrð.
Er ekki bara málið að finna sér framtíðarhverfi (sunnan Glerár) þó húsnæðið sjálft geti verið bráðabirgða í þessu volæðisástandi.
Koma tímar, koma ráð.
Gangi ykkur vel.
Systa sæta

Thordisa said...

flottar myndir af húsinu ykkar hlakka til að sjá þig sem fyrst.

Anonymous said...

Flottar myndir. Þetta getur ekki annað en gengið vel...

inga Heiddal said...

Jamm takk... er loksins að vakna til lífsins og til í að blogga á ný... Skrýtið hvað maður fær gjörsamlega upp í kok af þessu. Hef reyndar aldrei lent í því áður en þekki nokkra sem hafa gert það... Vá hvað er fínt húsið ykkar ... Væri til í að eiga það með öllu sem inni í því er...En á mann sem sér ekkert annað en Eyjuna fögru í suðri svo ég þarf sjálfsagt að skilja við hann ef ég vill flytja og ég held hreinlega að ég ráði ekki við það. Hann skaffar það vel...hehehe...
Hann var nú í þessum töluðu orðum að lesa það sem ég er að skrifa og þar með það sem þú skrifaðir í færsluna. Hann sagði: þó ég þekki þetta fólk ekki neitt segðu þeim þá frá mér að þau séu fífl að láta sér detta það í hug að flytja heim þar sem allt fór til andskotans og er enn á niðurleið.... Hann er ekki svartsýnisgaur en.....:=) Kveðja INGA og gangi ykkur vel með allt.

brynjalilla said...

takk, það tók bara viku að laga til og troða öllu "ljótu" inn í skáp, ég fann saltkvörnina áðan inn í fataskáp. Ég hélt ég hefði verið búin að strípa húsið nóg en ljósmyndarinn lét mig færa og taka í burt hluti, merkilegt að það er bannað að nokkuð persónulegt sjáist en góð taktík því þannig er auðveldar fyrir hugsanlega kaupendur að "máta" húsið í huganum.

Já, það er auðvelt að taka það sjónarhornið að það sé feilspor að flytja heim í þessar ástæður, kannski er þjóðerniskenndin of blómleg í okkur en við viljum hreinlega frekar greiða til íslensks ríkis en sænsks akkúrat núna. En fyrst og fremst langar okkur helt enkelt heim til fjölskyldunnar, hugsa um fólkið sitt og hafa vöfflukaffi á sunnudögum fyrir afa og ömmur og njóta þess að vera ekki útlendingur lengur né þurfa að lesa á forsíðum hvern dag um morð, nauðganir og annan mannlegan ósóma, skárra þá að lesa um gjaldþrot svei mér þá. Get haldið endalaust áfram en þessi teningur hefur bara svo margar hliðar. Til að hafa kallinn góðann Inga þá lofa ég vöfflukaffi ef þið kíkið til Akureyrar;)

Anonymous said...

Heimilið þitt er alltaf fallegt Brynja mín, hvort sem það er á Akureyri eða í Lund. Það er þetta "Brynjulega tötsj" sem gerir útslagið, veri það blokk, raðhús eða einbýlishús með potti og syngjandi þjónum.
Hlakka bara til að fá ykkur heim og hvar þið hengið hattinn kemur bara í ljós.
Það fór að snjóa í dag og eftir kvöldmatinn lak einhvern veginn úr okkur hjónum allt damp. Ég hangi í tölvunni og Sigmundur hálfdottar yfir British next to model - hvað gerðist eiginlega!?!

Anonymous said...

En hvað húsið ykkar er fallegt, þið verðið ekki í vandræðum að selja það. Hlakka til að fá ykkur hingað.

Unknown said...

Verst að það er ekkert kjötborð í Kaupangi núna.

inga Heiddal said...

Að sjálfsögðu skil ég þjóðeriskenndina og að manni langi vöfflur hjá ömmu sinni og allt það ég meira að segja sakna þess stundum að komast ekki þegar ég vil á Seyðisfjörð í vöfflur á sunnudögum til mömmu minnar og bý ég nú bara í Vestmannaeyjum... Maðurinn minn er búin að vera með útþrá lengi og vann lengi hér á arðum áður bæði í Þýskalandi og Bretlandi. Segist myndi fara ef hann fengi gott atvinnutilboð.... Og sérstaklega á þessum tímum.

EN ég tek þig á orðinu þegar ég á leið fram hjá einhverntímann. Vertu bara velkomin á klakann og njóttu fallegs umhverfis sem Akureyri hefur upp á að bjóða. Dásamlegur bær!!! kv INGA

inga Heiddal said...

þetta átti að sjálfsögðu að vera "á árum áður"...:=)

Anonymous said...

Nú er dagur við ský, heyr hinn dynjandi gný, nú þarf dáðrakka menn -ekki blundandi þý. Það þarf vakandi önd, það þarf vinnandi hönd til að velta í rústir og byggja á ný.

Hlakka til að fá ykkur heim til að kósílegast með og til að byggja upp nýtt Ísland! Læt þig vita þegar ég sé flotta vinnu fyrir þig gella. kv. Jóhanna

Anonymous said...

hey ég er sko til að kaupa þetta hús hahahah!