Ég varð svo ósköp syfjuð í dag. Velti fyrir mér að leggja mig en vissi sem var að ég þurfti ekki svefn heldur súrefni. Reif mig upp á rassinum og gekk um hverfið og tókst að koma auga á margt fallegt sem umlykur okkur í hversdagsleikanum. Ég las margar sögur í dag og hlustaði á skemmtileg samtöl í línunum, sumar blöðruðu glaðbeittar svo ekki var hægt að greina orð en rómurinn gaf hamingju til kynna, aðrar hummuðu lög og sumar blunduðu og rétt litu á mig en náðu að snurfusa sig aðeins fyrir myndatökuna. Ein línan var fallegri en önnur, ein var skemmtilegri en önnur, ein var stærri en önnur. Allar áttu þær þó sameiginlegt að vera á ferðalagi til vorsins.
Í línunum leynast ævintýri.
Stefna
Hraðferð
Sól í sól
Skuggi
Skrifað
Skip
Ská
Samtal
Farin
Niðurfall
Krummi
Aleinn
Kaldur
Steinar
Ferðalag
För
Dillibossar
Augu
Innblástur
Á leiðinni
Friday, February 20, 2009
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
13 comments:
Þú ert listakona af guðs náð kæra frænka. Ferð út með draslvélina mína og kemur heim með listaverk! Geri aðrir betur.
kúl myndir!
Kúlaðar myndir ... Þúe rt mikil listakona í þér sé ég...
Det här är konst som jag gillar!
Puss o kram B
Flottar myndir meiri snjór hjá þér en hjá mér. Tel niður í að þú komir.
Mjög listrænar myndir hjá þér Brynbryn - knús.
Flottar myndir Brynja, finnst 'Niðurfall'dramatísk og skemmtilega bleu.
flottar myndir hjá þér vina mín, og pælingarnar, gaman að skoða munstrin í náttúrunni og hvað það er sem skapa munstrin, eitt munstur í dag, er það eins á morgun eða kannski horfið, kemur þá annað í þess stað?
flottar myndir hjá þér vina mín, og pælingarnar, gaman að skoða munstrin í náttúrunni og hvað það er sem skapa munstrin, eitt munstur í dag, er það eins á morgun eða kannski horfið, kemur þá annað í þess stað?
Frábærar myndir! Eitthvað svo skemmtilegar ;-)
Kveðja,
Vala
eg thekki svo margar Völur, hver af theim ert thu?
Annars takk fyrir ad hrosa myndunum, minar uppahalds eru ferdalag og aleinn
Rosa töff myndir vinkona. Gott auga sem að þú hefur.
Þetta eru rosalega flottar myndir Brynja! Þú ert listakona fram í fingurgóma. Hvenær kemurðu annars til Akureyrar, væri nú gaman að sjá þig í smá stund...
Post a Comment