Sunday, March 22, 2009
dirrindí tvítvítví
Ekki var nú merkilegur sunnudagskvöldverðurinn, hafragrautur og bláberjasúrmjólk en notaleg blanda við beljandi rigninguna. Vorið býr núna í lítillri páskalilju sem var keypt á föstudaginn og við nánast sjáum hana vaxa. Grámyglan heldur í forna frægð og er núna með yfirhöndina, slitrótt og máttleysisleg barátta hennar er fyrirfram töpuð meðan vorið dregur djúpt andann og skrifar með rósemi lög í náttúruna, dirrindí tvítvítví. Ástarsamband mitt við lavenderið og rósirnar mínar er ljúfsárt. Við sláum taktinn saman meðvitaðar um að endurfæðinguna upplifum við ekki saman aftur. Ég teiga að mér sænska vorið, rek út nefið og blikka það og tæli, ég safna því í lífssarpinn og raða fallega í skápinn með uppáhaldsminningunum mínum. Skápurinn er hvítur, skráin er gamaldags, vel pússuð og glansandi,lykillinn hangir í silkibandi við hliðina, skápurinn er opnaður reglulega og lavenderilmurinn teigaður.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
4 comments:
Þú ert falleg. Mig grunar að þessi hvíti skápur sé sneisafullur af ilmandi lavender og góðum minningum.
..þetta var ég :)
soltið væmið fyrir minn smekk, aukþess sem ég mun grafa upp lavenderinn þinn og planta hjá mér um leið og þið flytjið og ekki segja neinum!
hahhaa Valli las þetta upp fyrir mig í morgun, fannst þetta einmitt eiga vel heima í rauðri ástarsögu og þú lætur lavenderið mitt vera góða mín
Post a Comment