Komin heim að heiman. það var gott að anda að sér sænsku lofti og lenda í sínum veruleika eftir ákveðna rússibanareið, 9 dagar í burtu og vorið sveimar í loftinu. Það var gott að finna að sumt er ekkert breytt á Íslandinu góða, fjöllin brostu við mér og norðanstórhríðin bauð mér í sunnudagskaffi. Það var gaman að keyra um í snjó allavega þegar ísingin á rúðuþurrkunum var ekki til trafala. Ég skoðaði íbúðir, ég fór í óformleg atvinnuviðtöl, ég stússaðist í rannsókninni minni, ég hitti yndislegt fólk, fjölskyldu og vini og tók gyðjutakta með mínum dásamlega vinkonuhópi. Ég er svolítið ringluð en kannski líka vegna þess að ég er enn ekki búin að hitta börnin og kallinn. "Should I stay or should I go" syngur í hjarta og huga, endurstokkun lífsgilda og valkreppan eru enn í ákveðinni ringulreið en vonandi munu þau bráðum lenda mjúklega í mínum íðilfagra haus og hin praktísku mál leysast létt og löðurmannlega. það er svo margt sem segir mér að flytja til Íslands, sérstaklega út frá sjónarhorni barnanna minna, en bragurinn var þungur hjá mörgum, ákveðið vonleysi í íslenskri þjóðarsál sem andaði víða að. Hinsvegar komu augnablik, hlýhugur og samtöl þar sem fólk stjórnaðist af framtíðarsýn og bjartsýni sem vógu á móti. Dæs, andvarp þetta fer allt á besta veg hvernig sem þetta fer. Nú ætla ég að knúsa börnin mín og gefa þeim óbrotin páskaegg sem eiga samt að bíða þar til lögleg eru til átu.
ps: Ég sakna strax fólksins míns og það er einhvernveginn gott að hér er slydda sem slær vorinu við
Thursday, March 12, 2009
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
5 comments:
Velkomin aftur til Svíþjóðar.
Það er alltaf snúið að vera í svona pælingum, sérstaklega þegar fleira en eitt er í boði.
Vona samt að öll þessi flutningsmál skýrist fljótlega í huga þér mín kæra.
Knús og kossar.
Við söknum ykkar líka...
Kolfinna brosti þegar ég sagði henni að Brynja hefði komið og kysst hana bless þegar hún var sofandi í pabbaholu...
Sjáumst
Edda
Saknaði þín strax þegar ég kvaddi þig á BSÍ en hugga mig við að ég ætla að koma til þín í vor og að þú ert nú líklega að flytja heim í sumar og þá sé ég þig oft oft
Gott að þú ert lent heilu og höldnu í Svíþjóðslandi. Er strax komin í gír fyrir annað stelpupartý - ekki lengi að gleyma laugardeginum hah ha ha =)
- Ingveldur.
gott það þér fannst gott að vera komin heim að heiman, en líka gott að þér fannst ekki aslæmt að koma heim í stórhriðina. takk fyrir yndislega stundir, hlakka til að fá ykkur heim og fara að eiga með ykkur hversdagslegar stundir, ég er bjartsýn og horfi jákvæð fram á veginn, ekkert vonleysi í þeim hópi sem er í kringum mig:)
kossar og knús úr snjónum
Post a Comment