Tobban mín er doktor, ég er rífandi stolt og samgleðst henni innilega. Hún stóð sig svo vel og sannaði enn og aftur hversu klár og dugleg hún er, þó vissulega hafi ég vitað það fyrir. Ég og mitt fólk vorum svo lánsöm að fá að taka þátt í gleðinni og undirbúningnum með henni og stórfjölskyldu. Þessvegna erum við búin að vera stödd í ævintýri síðustu daga með söguþræði nautnar, lífsgleði og hlýhugs. Ég lærði að þekkja Tobbu betur með því að kynnast fólkinu hennar, hæfileikaríku á ýmsum sviðum. Flugkokkur sem virkjar ófundna bragðlauka, heimsfrægt og landsfrægt tónlistarfólk sem spilar af ástríðu á píanó, trommur, selló og harmónikku tangóa og munaðarfulla tónlist sem kveikir í manni dansa lærða sem ólærða. Fallegar systur úr báðum áttum svo eftir því er tekið. Franskur gamall maður í flókainniskóm sem situr í æðruleysi umkringdur sínu fólki. Stoltir, ástríkir og umvefjandi foreldrar. Leikkona með blúndu og nátthúfu í skóm af sitthvoru tagi.
Þriggja daga veisluhöldum er lokið, gleði situr eftir í hjartanu og þakklæti, tilfinningar og nautn síðustu daga skilja ekki eftir sig timburmenn heldur kraft til að stilla sig á ný inn í hversdaginn sem er eins og gengur velkominn með öllum sínum verkefnum. Ég sit og sötra te, komin í gallann, það verður efri partur sem fær að þenja sig í dag í ræktinni.
ps: My sister is not a boy
Sunday, March 15, 2009
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
7 comments:
Til lukku með hana Tobbu þína það verður gaman að fá að hitta hana loksins í sumar. Hér er hríð úti eina stundina og svo sól þá næstu smá svona geðsjúklinga veður svo ekki sé meira sagt. Er löt við lærdóm er búin að njóta þess að gera ekki neitt og laga til í leiðinni hehe vaskurinn á baðinu niðri er tandurhvítur eftir að ég réðist á hann þú myndir ekki trúa þessu :-)
Til hamingju elsku Tobba og til hamingju elsku Brynja með yndislegu kláru og fallegu vinkonu þína.
Hljómar sem draumur einn síðustu dagar hjá ykkur.
Hlakka til að heyra í þér sem fyrst þegar þú ert komin aftur til baka í hversdagsleikann.
Hér hjá mér er vorið komið og ég alsæl með það og svo er það bara á fimmtudaginn sem að ég hitti mína ástkæru systur í Boston sem er ekki heldur strákur:)
Kossar.
Til hamingju elsku Tobba og til hamingju elsku Brynja með yndislegu kláru og fallegu vinkonu þína.
Hljómar sem draumur einn síðustu dagar hjá ykkur.
Hlakka til að heyra í þér sem fyrst þegar þú ert komin aftur til baka í hversdagsleikann.
Hér hjá mér er vorið komið og ég alsæl með það og svo er það bara á fimmtudaginn sem að ég hitti mína ástkæru systur í Boston sem er ekki heldur strákur:)
Kossar.
Til hamingju með vinkonu þína... Fallega og listilega skrifað hjá þér . Kv INGA
Underbart med vår!! Pratade med min far som sa att det var vår i skåne nu... avundsjuk... Jag har sökt jobb i Svalöv nu (min hemort på landet)Får se hur det går. Längtar hem mer och mer nu.
Kram på dig!
Britta o Co
Til hamingju með vinkonu þína!
Þú ert nátturubarn pennans!
Ég nýt hvers orðs um leið og kærleikur þeirra hlýjar mér...þetta verður góður dagur.
Kram...
Takk fyrir ord ad sönnu, ég er snillingur, og fólkid mitt fallegra en gengur og gerist, thu ert líka fólkid mitt, elska ykkur Valla, thin DR Tobba
Post a Comment