Merkileg þessi ró, í takt við veðrið. Harla dásamleg og gott að leyfa henni að vera. Að lullast er gott, sérstaklega þegar lullið fær að vera frammí með ís og samviskubitið og sönnunarbyrðin eru í brúnum krumpuðum bréfpoka afturí ásamt samankuðluðu plasti utan af roastbeef samloku.
Dagurinn hófst á ferð í rúmfatalagerinn þar sem var keypt sokkagarn og batterí. Svolítil tiltekt og grautargerð fylgdu á eftir. Hrísgrjónagrautur með rúsínum og krækiberjasaft fylltu öll skúmaskot maganna og graskersskurður tók við og loks "the nightmare before christmas"... ár síðan síðast.
Sunday, November 01, 2009
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
bwahahhahaa...
mikið ertu sæt hér hehe
Post a Comment