Sunday, February 26, 2006

Bolla, bolla, bolla, slurp, rop, kjamms





























Ein af 3 mikilvægustu hátíðum ársins samkvæmt Herði Breka byrjaði í dag. Mikilvægustu hátíðirnar eru: jólin, páskarnir og bolludagurinn. Við höfum fyrsta, annan og þriðja í bollu, hér í Örebro, norskan, íslenskan og sænskan. Það var sem sé fyrsti í bollu í dag (sá norski) og í því tilefni hittumst við, litla Íslendingaklíkan, hjá Andra og Rósu og vorum með bolluhlaðborð. Á morgun er íslenski bolludagurinn og þá verður haldið áfram að hlaða í sig rjómabollum. Á þriðjudaginn er svo sænski bolludagurinn og að sjálfssögðu verða sænskar kjötbollur í matinn.

Góður dagur í dag. Ásamt bolluhlaðborði var horft á úrslitaleikinn milli Finna og Svía í íshokkí og nú eru Svíar ólympíumeistarar í íshokkí. Gaman af því. Rólegheit, samvera og át lýsa deginum í hnotskurn. Á morgun byrjar svo hversdagslífið á nýjan leik eftir góða sportleyfisviku. Skólabækurnar, penslarnir og tilheyrandi ys og þys bíða því handan við hornið.

12 comments:

Anonymous said...

Vááááááááááááááááá, þvílíkar kalóríubombur. Neibbs hér verður bolludeginum sennilega sleppt. jamms, leiðinlegur er maður hehe. Á samt salkjöt í frysti til að hafa á sprengidaginn eða einhvern annan dag sem við viljum hafa saltkjöt á. Njótið flottu bollanna myndarfólk og drekkið vel að fleski með ;)
Knús og kossar, fanney

Anonymous said...

Gleðilega bolludaga!!!!!!!
Stórt knús til ykkar allra og aukakossar handa herði Breka og Dagrúnu í tilefni hátíðarinnar.

Anonymous said...

Hæ Brynja og fylgifiskar!

Takk fyrir góðar samverustundir í gær og frábærar bollur!
Vonandi skein sólin á ykkur í morgunsárið og mánudagsfílingurinn á réttum stað.

Bolla, bolla!

Guðrún og Þóra Laufey

Anonymous said...

Oooo ég á svoooo bágt.... ég er ekki búin að fá eina einustu bollu og sé ekki fram á að fá neina.... þetta er svo erfitt líf...uhuhuhuuu:(

Og já svo hringir skítapakkið að norðan reglulega í mig og þylur upp nýjustu bollutölur (þeas hvað hver er búnað torga mörgum)...

brynjalilla said...

Mig langar í saltkjöt og baunir......en læt mér nægja sænsku kjötbollurnar, þær eru ágætar greyin. Mánudagsfílingurinn var í góðum gír í morgun og allir mættir á sína staði á réttum tíma...en mikið voðalega áttu bágt Brynjavala mín það er náttúrlega ómögulegt að vera bollulaus á bolludaginn, er ekki eitthvað gott bakarí þarna nálægt þér og áttu ekki skilið að splæsa á þig allavega tveim bollum?

Anonymous said...

Bolla bolla bolla bolla bolla bolla ...... og svo framvegis.
Næst þegar ég kem til svíþjóðar þarft þú að baka handa mér bollur!!!!

Anonymous said...

Bolla bolla bolla.....
Þetta er svakalega girnilegt og flott hjá ykkur. Ég er sammála Breka með þessar hátíðir, ég hlakka þó meira til páskanna, nammi namm þá verður sko fjör ;) slurp...
Saknaðarkveðja
Edda

brynjalilla said...

Ég skal sko baka handa þér bollur Áslaug þegar þú kemur næst til mín, ég skal þvo á þér hárið, færa þér morgunmat í rúmið og nudda á þér tærnar.....en hvenær kemurðu?

Oh já það verður sko súkkulaðifjör um páskana namminamm. Hörður Breki biður kærlega að heilsa öllum en hann stendur hérna hjá mér......
Já ég var að setja inn nýjar myndir á myndlistasíðuna mína, endilega kíkið!

Anonymous said...

Elsku Brynja, Valli, Hörður Breki og Dagrún.
Ástarþakkir fyrir sendinguna. Póstkallinn var frekar fyndinn á svipinn þegar hann rétti mér pakkann, "huhumm...Edda ístrubelgur" hehehe.....
Þetta er alveg æðislegt. Ég held að ég verði mjúk og fín eftir að byrja að nota body scrubið og body butterið, þvílík sæla.
Addi smellpassar í sokkana, þeir slógu í gegn.
Barnafötin eru geggjuð, alveg ótrúlega krúttleg......þú þykist nokkuð viss um kynið sé ég !
Bolurinn passar mjög vel ....nú þarf ég bara að fara að leyfa ístrunni að dafna og þá er þetta fullkomið :)
Elsku Hörður Breki, ástarþakkir fyrir myndina. Þú ert svo flinkur að teikna að ég er viss um að þú átt eftir að búa til teiknimyndir þegar þú verður fullorðinn. Ég hlakka sko til að sjá það :) Svo skrifar þú líka svo fallega.
Elsku vinir, takk fyrir allt, þið eruð yndislegust !
Saknaðarkveðja frá
Eddu, Adda og ístrubúanum ;)

Anonymous said...

já og eitt enn....
Ef þið eruð að leita að innkaupalistanum þá var hann aftan á kortinu ;)
grænsápa
rúsínur
döðlur
;)
knús
Edda

brynjalilla said...

hahahha einmitt, gleymdi einmitt að kaupa grænsápu, en frábært að allt passaði og ég hlakka til að sjá Kríla í gallanum!

Anonymous said...

vá þið bakið mikið af bollum á einum degi en vonandi var gaman að baka þetta allt saman bið að heilsa bæbæ
kv.Lísa

ps.muna að kíkja inná mína síðu á www.blog.central.is/blesa92 og skrifa í gestabókina