Wednesday, March 01, 2006


Miðvikudagar eru góðir dagar. Þá er svo stutt í helgina og ég hef "eget arbete". Er að vinna að "bleiku þorpi" abstract mynd. Er alveg að missa mig í litagleði og köntuðum formum. Yndislegt alveg hreint. Fór á listasafnið og skoðaði sýninguna hans Dan Wiréns, missti svo sem ekkert andann en styrktist enn frekar í löngun minni að læra að gera koparstungur og almennilegt þrykk. Fór svo á kaffihús með vinkonum mínum Ann og Mariu sem eru líka skólasystur mínar. Við blöðruðum eins og vinkonur eiga að gera og létum okkur dreyma um að halda samsýningar á Íslandi og Svíþjóð. "Aldrei að vita" eins og stóra systir mín gjarnan segir.

Það á ekki að loka á möguleikana í lífinu, halda í drauma, hafa þá þokkalega raunhæfa og setja sér markmið. Það er svo hollt fyrir sálartetrið! Já þetta voru hin "brynjulegu" orð dagsins.

3 comments:

Anonymous said...

Takk takk fyrir gott boð, tek því með gleði. Aldrei að vita hvenær það kemur í góðar þarfir.
Sakna þín líka
stóra systir

Vallitralli said...

Fín mynd maður.

Anonymous said...

ÅH väschta vinkeln på mig..hihi Vad mysigt vi hade!! Kraaam från Mary..