Saturday, March 11, 2006

Síðbúinn laugardagsmorgunn

















elskulega fólkið mitt

Mér líður afskaplega vel og fylgifiskunum mínum líka. Heimþráin blossar æ sjaldnar upp í stráksa, stelpan hóstar þessa dagana en hefur samt lyst á nammi á nammidaginn sinn og Valur er hress með "invandrarana" sína.

Auðvitað er dagamunur á manni og það sem ég dunda að hafa áhyggjur af svona annan hvern dag er að ég sé einskins nýtur listamaður á algjörlega rangri hillu og eigi ekki að vera láta mig dreyma um að bera list mína á borð. Annan hvern dag aftur á móti þá er ég sannfærð um að listin mín hafi eitthvað við sig, ég sé algjörlega á réttri hillu og full ástæða sé að hafa sig í frammi með listina. Alveg merkilegt hvernig ég á alltaf í einhverri togstreitunni um yrki mitt. Er farin að halda að þetta sé stór partur af eðli mínu, persónueinkenni sem ég fái ekki flúið. Örebro háskóli er búin að auglýsa 2 doktorsstöður í uppeldisfræði og ýta fast að mér að sækja um, vilja endilega að ég haldi umsókninni minni inni sem ég sendi inn í fyrra, þá íhugandi doktorsnám. Finnst það ekki lengur fýsilegur kostur þar sem listamannseðlið hefur náð sterkari tökum á mér, þó auðvitað séu vísindin list í sjálfu sér og öfugt. Rökeðlið í mér hinsvegar berst og segir mér allt um skynsemi þess að freista þess að þiggja doktorsstöðu ef mér býðst hún á annað borð. Sem þýðir þekking, örugg mánaðarleg innkoma næstu 5 árin auk kennslu við Örebro háskóla og kennslan er jú eitt af því áhugaverðara sem ég geri.....allavega ennþá. En mér sýnist stríðið tapað. Mig vantar neista, eldmóð til að kjósa mér uppeldisfræði hardcore næstu árin. Sæi ekki hvernig ég gæti komið hreinni listsköpun þar að ásamt daglegu amstri og yndi.
Lífið er annars ósköp hversdagslegt þannig, rútínan er svona í hnotskurn:
ræktin
Sinna börnum og koma þeim í skólann
Myndlistin og mismunandi geðbrigði svona sirka annanhvern dag
sækja börnin
afslöppun og fjölskyldulíf
sjónvarp og sem betur fer stundum eitthvað annað eins og freyðibað, lestur og samræður

Ég er voða glöð að nú eru ferðalög framundan. Til kærra vina okkar Tobbu truntu, Sveinbjarnar og barna hér í Lundi næstu helgi og í leiðinni ætlum við að skreppa til Köben og fara með krakkana í Bakken og tivolí. Það verður án efa húllumhæ og ekki minna í Noregi um páskana! Okkar yndislegu Frosti og Palli ætla að hitta okkur í Stavanger hjá okkar ekki minna yndislegu Orra, Þóru, Ara og Írisi og svo náttúrlega hitti ég bróður minn og fjölskyldu í Sandefjord sem ég hef annars ekki séð í eitt ár, mikið hlakka ég nú til að knúsa Einar Orra litla frænda minn og leyfa börnunum mínum að kynnast bróður mínum og hans fylgifiskum.

Við hlökkum mikið til að koma til Íslands í sumar, það er margt sem á að gera þá. Labba Súlur og kaldbak og undirbúa sig vel fyrir Kebnekaise. Halda myndlistarsýningu og upp á 35 ára afmælið mitt, rækta fjölskyldu- og vináttubönd og svo vonandi eitthvað yndislega skemmtilegt og ófyrirsjáanlegt.


Jæja dúllurnar mínar dæ, þetta voru hugleiðingar á síðbúnum laugardagsmorgni. Nú er það sturtan, útivera, bakstur, át og einfaldlega að njóta þess að allir eru í fríi, sólin skín og veðrið er yndislegt, jafnvel þó það sé í alvörunni ekki komið vor.

kær kveðja
Brynja og fylgifiskar

6 comments:

Magnús said...

Mín bara að fara til Sandefjord? Það er illa flottur staður. Láttu vita um ferðaplönin svo maður geti gert plön sjálfur. Tschüss.

Anonymous said...

Þú átt gott!
Gaman gaman.
Njóttu
luv
Áslaug

Anonymous said...

Það lýtur nú bara út á þessum myndum eins og þið búið á Akureyri og þær séu teknar í desember í myrkri og kulda.......brrrrr. Ég alltaf sama kuldaskræfan enda orðin vön Floridaveðráttu. Annars verð ég nú að segja að mér finnst þið vera alveg óskaplega duglegir forledrar að nenna þessu snjóþotutogi og leikvallarferðum í þessu veðri. Hér fer nánast enginn út yfir vetrartímann. Jú jú það koma nú dagar sem krakkarnir fara á sjóþotur og þess háttar en þennann vetur var enginn snjór þannig að ekkert slíkt var í gangi. Er bara að fara að kaupa línuskauta handa Hildi á eftir því vorveðrið heldur áfram ligga ligga lá lá. Þið rokkið feitt bæði tvö. Taktu nú myndir af Dagrúnu í brúðarkjólnum ;)
LUV, Fnatamín

Anonymous said...

"lítur" átti þetta að vera. Vestur-íslendingurinn enn á ferð ;)
Bara gaman af því. Veit allavegna að Y-sýkin mín fer vel í Magga mörgæs.

Anonymous said...

Halló sæta!!! Alltaf sama stuðið hér í blíðunni var að koma úr Messu og kvenfélgskonurnar voru með sitt "mánaðarlega" (vöfflukaffi)á eftir messunni namm namm...Mér líst vel á Kjúklingabringu uppskriftina og er ákveðin í að prófa hana áður en fuglaflensan gerir árás hér á Klakann ég skil reyndar ekki alveg hvernig sýktir fuglar eiga að lifa af flugið yfir hafið..Við Sunnuhlíðarsysturnar sálugu erum að fara að hittast í kvöld heima hjá Þórlaugu gömlu hún er ótrúlega dugleg Eað hóa okkur saman einu sinni á ári.
Ekki meira í bili Knús knús úr Snægilinu.

brynjalilla said...

Já ég þarf að fara að senda þér ferðaplön maggi, en allavega þá verðum við á kebnikasje í lok júní, svo verður júlí bara improviseraður og ekki væri verra að gera það að hluta til með ykkur fjölskyldunni.

Já ég á Gott, elsku áslaug og ekki skemmir fyrir að eiga þig að!

Til að leiðrétta allan misskilning þá eru þessar myndir eiginlega síðan í janúar, ég setti þær bara þarna til að sýna mig og mína hehehehe, fórum samt á s´njóþotu í gær.

Verði þér vöfflurnar að góðu stína mín hér var ís í kvöldmatinn ehemm en stundum er gaman að brjóta allar reglur, sérstaklega þegar það er gert á svona óhættulegan hátt!