Tuesday, March 14, 2006

Prinsessur bora líka í nefið























Ég var einu sinni prinsessa á grímuballi. Ég man hvað mér fannst ég fín, mamma hafði búið til kjól handa mér úr hvítri blúndugardínu og sett á mig varalit.

Ég "saumaði" kjól handa Dagrúnu í Toysaurus......hún er svo ánægð, ég minni samt á að prinsessur eru ekki bara sætar. Þær bora í nefið og bjarga prinsum úr klóm sængurvera... og já prinsar eru ekki bara sætir og sterkir þeir dansa líka!

16 comments:

Anonymous said...

Vá smá sætar myndir af þeim. Margar alveg frábærar. Flott bleikrósótta efnið í bakrunninum. Er það veggfóður eða eitthvað annað? Kemur ferlega rómó út.

Kveðja, Fnatamín

brynjalilla said...

bakgrunnurinn er búinn til úr IKEAsængurverum. Hef þau á röngunni til að mýkja mynstrið.

Anonymous said...

ooo við konurnar allar erum fæddar prinsessur það er bara ekki alltaf auljóst. Hvað þá að heimurinn baði okkur í rósum og kampavíni en það gerir nú ekkert til því jú við getum barist við dreka og bjargað okkur sjálfar úr turninum ef með þarf.
það fer hinsvegar ekki á milli mála að hér er sannkölluð prinsessa á ferð, tala nú ekki um þennan glæsilega og duglega prins sem birtist hér einnig.
Þarna er framtíð okkar falin.
Prins og prinsessa fá héðan konunglega kveðju með stóru knúsi.
Haldið áfram að njóta lífsins
Elska ykkur og sakna.
Áslaug prinsessumamma og prinsessa

Anonymous said...

Obbobbobb barbabrella !
Ekki versnar fólkið við að vera í Sveríje - gott ef það bestnar ekki bara í kalda loftinu ...

Er ánægð með að fjöllin eru orðin fölbleik um hálfáttaleitið á morgnanna núna á Akureyri, elska þessa daga sem sífellt lengjast.

Keypti gúbbífiska handa Birni um daginn - 3 kalla og 1 kellingu + ryksugufisk. Eftir 4 daga komu 5 seiði, mikil gleði. Eftir 2 vikur drapst kellingin. Stúlkan í dýrabúðinni spurði hvort kallarnir hefðu ekki bara riðið henni að fullu. Maður á víst að hafa 1 kall á hverjar 3 kellingar en ekki öfugt !?! Skrítið að "sjá" orðatiltækið í aksjón hmm.
Já og nú eru bara 3 seiði eftir. Hverslags skrímsli var ég að kaupa handa barninu mínu?? Survival of the fittest my ass.
Gingvelds.

Anonymous said...

Svaka flottar myndir, það hefur aldeilis verið fjör hjá ykkur :)

Á leið til ykkar er pósturinn Páll með bréf til HB og DK...

kv
Edda

Anonymous said...

æi....ég et ekki stækkað myndirnar...langaði svo til þess að sjá ykkur betur :/

sakna ykkar
Edda

Anonymous said...

Gaman að skoða myndir af ykkur. Gott að sjá að þið breytist ekki mikið við að búa í öðru landi.

Hvort er meira af konum í Eþíópíu?

Það fer eftir vindátt!!

Kveðja, Sóla bóla.

brynjalilla said...

ég skal reyna ad laga myndirnar í kvöld svo thad verdi haegt ad staekka thaer...
kraam

Anonymous said...

j�ja loksins getum vi� n� skrifa� p�nu en �slaug er hj� okkur og er a� reyna kenna okkur � �etta apparat, en miki� er n� gaman a� sko�a svona skemmtilegar myndir af ykkur tala n� ekki um prinsessu og prinsamyndir.
V�rum alveg til a� eiga svolei�is myndir. ��r eru svo f�nar og skemmtilegar.
Af okkur er annars allt gott a� fr�tta en t��indal�ti� bara allt vi� �a� sama.
�a� er alltaf vorbl��a h�r snj�laust og milt ve�ur, ma�ur er n� bara or�in alveg steinhissa � �essu. Ma�ur � �essu ekki a� venjast.
J�ja vi� vonum a� �i� haldi� �fram a� vera dugleg a� setja inn myndir svo vi� getum fylgst me� �� svo a� vi� s�um ekki alltaf a� skrifa � gestab�kina, �a� �v�list a�eins fyrir okkur.
k�rar kve�jur
mamma og pabbi

Anonymous said...

Æðislega flottar myndir og falleg börn, enda foreldrarnir bæði myndarleg, að maður tali nú ekki um afana og ömmurnar. Brynja hefur þér nokkuð dottið i hug að fara í hönnun ? Já nú lengist dagurinn það fer varla að snjóa meira þennan veturinn. Hlökkum alltaf meira og meira til að fá ykkur hingað í sumar ! Kveðja úr Snægili 18

brynjalilla said...

æi hvað það er nú gaman að fá komment frá ykkur mamma og pabbi og ykkur öllum auðvitað. Nú er verið að pakka og á morgun drífum við okkur til Lund og svo til Köbenhamn, það verður því án efa skemmtilegt næsta blogg! Gat ekki lagað þetta með myndirnar en held áfram að reyna þegar tími gefst til. Kraaaaam

Anonymous said...

Góða ferð og megi þið eiga alveg geggt frábæra helgi með góðum vinum og gleði.
Ég ætla að vera heima og taka til hehe, hér er stuð!!!!!!!
Töff
Töff
Töff.
luv ya
Áslaug

Berglind Rós Magnúsdóttir said...

Hæ hæ,
Svaka gaman að sjá svona mikið af myndum af ykkur. Björk var einnig mjög sátt við myndirnar og fannst gaman að sjá að Hörður Breki er líka komin með stærðar tennur eins og annað sjö ára fullorðið fólk! Var þetta myndlistarverkefni?

Anonymous said...

Sael elskan

miss you already, bordadi eftirfarandi i hadegismat, mjööög groft braud nanast donalega groft, med eggi ( tok burt guluna vitanlega) tomatar og laukur) med thessu drakk eg drykkjarjogurt med lyklamerki ( lykill = hollusta) lidur storkostlega, hef hins vegar ekki farid ut ad hlaupa eins og eg aetladi mer, hlakka til ad sja myndirnar af helginni, serstaklega kjötinu, Sviarnir segjast ekki aetla ad trua mer halda ad vid höfum verid med genabreytt lamb, einhvers konar Dolly
AK tobba

Anonymous said...

Hæ, Hér á Akureyris er viðbjóðslega kalt en svona sætar prinsessu og prinsamyndir ylja manni nú um hjartað. Kveðja frá Jóhönnu

brynjalilla said...

komin frá Lundi dúllurnar mínar!
Svo gaman og má lesa allt um það í næsta bloggi. Vonandi farnast fiskunum þínum vel Ingveldur, þetta hefur kannksi verið prinsessan á bauninni í gúbbífislalíki? Tobba þú stendur þig vel, sérstaklega ánægð með dónalega brauðið, það hlýtur að vera tvöföld nautn að borða það, svo er bara að drífa sig í skokkið!.....gott að heyra að það er kalt á Akureyri, bara svona svipað og hérna án efa. En annars þangað til næst elskurnar mínar sem verður fljótlega!