Friday, March 03, 2006

dagurinn í dag




Hefðbundin morgunasi.
Heimsótti "bleika þorpið" mitt, aðeins farið að sjást í blátt.
Tók þátt í "konversation", spurningarnar voru "varför gör du konst, vad inspererar dig, varför måleri?". Það tók 2 tíma í viðleitni að svara...engin niðurstaða.
Bjó til litla teiknimynd sem heitir: the attack of the bananafly.
Borðaði kúskússalat með keso.
Reyndi að koma skólabróður mínum í skilning um að það er ekki skynsamlegt að skúra með tveggja vikna gömlu rotnuðu skúringarvatni. Þetta var ekki hans dagur, bleikir fílar í heimsókn. Nú ilmar sameiginlega vinnusvæðið okkar eins og úldin píkublóm.
Heimsótti "bleika þorpið" og breytti veðurskilyrðum þar.
Drakk kaffi í "gamla stan" með hjassarassi, kíktum í antíkbúðir og systembolaget.
Fékk helvítis stöðumælasekt, borgaði samt í stöðumælinn en hafði lagt í "lastbil" stæði, hvernig átti ég að vita það?
Fór á myndlistarsýningu með Herði Breka í "Musikhuset", fyrrum nemandi Örebro konstskola að sýna grenitré á hvolfi og gúmmíbolta...það er svo contemporary sko.


6 comments:

Anonymous said...

Hvað í hans í koti er lastbil? Svíjar eru nú meiri kúkafrakkarnir að gefa þér stöðumælasekt. Annars heyrist mér að þú sért búin að koma mun meiru í verk en mér í dag. Til hamingju með það. Líka búin að semja tvö snilldar hallæris ljóð hehe.

Lengi lifi Hjassarass og Lilla.

Anonymous said...

P.s. flott myndin af þér og Herði.

Anonymous said...

Hvenær kemur svo ljóðabókin svo út?
stóra systir

brynjalilla said...

flutningabílar ú la la,
har har har har ha ha ha
ljóðbók, lestir, lognmolla
hrútur, hestur, graðrolla

Anonymous said...

Frábært að vera orðinn svona mikill vestur-íslendingur að skrifa en mér í dag (í fyrsta commentinu). Kannski ágætt að laga það og segja "en ÉG í dag". Svona af því ég kann það ennþá sko víst sko.

Lengi lifi ÉG.

Anonymous said...

elsku grásleppa það er nú lítið við að bæta frá upphafi þú er eins og þú ert og þannig virkar þú best og gerir enginn neitt eftir bók í listinni nema þá helst að floppa á því en það gerir þú ekki horfðu á þig og þína fjölskyldu og njóttu ég nýt þess að fylgjast með og ég læri af þér þú ert frábær en nr eitt trúðu á sjálfa þig ragna