Wednesday, March 29, 2006

þakklæti




ég er þakklát fyrir svo margt

foreldra mína sem ólu mig upp í návist fjalla, fjöru og hafs
systur mína sem hefur vit fyrir mér og er mín fyrirmynd í svo mörgu
bróður minn sem tekur mér eins og ég er
tengdaforeldra mína sem eru alltaf til staðar
manninn minn sem styður mig í öllu því sem ég tek mér fyrir hendur
börnin mín sem gleðja mig og gera lífið svo dýrmætt
ömmur mínar sem kenndu mér svo margt
ættingja mína og tengdafólk sem gleðjast með okkur á góðum stundum
vini mína sem ég treysti og dái
vini mína sem ég get hlegið endalaust með
vini mína sem koma mér alltaf á óvart
vini mína sem hlusta á mig
vini mína sem virða mig
vini mína sem styðja mig þegar ég þarf á þeim að halda
listina sem litar hversdagsleikann hvern dag
vorið sem fyllir mig bjartsýni
hugmyndarflugið sem hjálpar mér að fljúga í draumum og þegar ég hjóla í pollum

en mest af öllu er ég þakklát þessa stundina að Dagrúnu sé bötnuð flensan og að hún var bara með streptókokka en ekki heilahimnubólgu eins og viðkvæmt móðurhjartað hélt í hita veikindanna

Monday, March 27, 2006

Tvöföld skilaboð



Píka
Blygðun, budda, burðarliður, físa, fuð, fæðingarstaður, gaman, gás, gæs, kráka, kunta, kússa, kvensköp, láfa, leika, ónefna, píka, pjatla, pjása, pulla, pussa, runta, skauð, skeið, skuð, skömm, sneypa, snýta, tuðra, tussa.

Kona

Beðja, blómarós, dama, drós, feima, fljóð, frú, hrund, kvenmaður, man, selja, snót, sprund, svanni, víf.

Stelpa

Dugga, físa, gella, pía, píka, pjása, pæja, skutla, skvísa, hnáta, stúlka, táta, telpa

Stelpufála, stelpuflenna, stelpugála, stelpuglenna, stelpuglyðra, stelpugopi, stelpugægsni, stelpuhnáta, stelpuhnoðri, stelpuhnokki, stelpuhnyðra, stelpukorn, stelpukrýli, stelpurófa, stelpuskinn, stelpustýri, stelpuskott.

Stúlka

Mey, mær, snót, ungmey, ungmær, yngismey.








Wednesday, March 22, 2006

Stemmingin í Lundi







Stemmingin í Lundi, Dalby, Kaupmannahöfn var yndisleg. Börnin skemmtu sér og léku sér svo fallega saman ja svona eins og mömmurnar og pabbarnir gerðu líka. Met voru slegin í eldamennsku og ég held að aldrei hafi íslenska lambalærið verið eins ljúffengt, sporðrennt með mesta meðlætinu sem líklega finnst, nefnilega vináttunni og ástinni. Það er svei mér þá eins og maður hafi hreinsast af illum öndum í þessu ferðalagi, vorskapið er komið og þessi yndislega bjartsýni sem fylgir því.

Tuesday, March 14, 2006

Prinsessur bora líka í nefið























Ég var einu sinni prinsessa á grímuballi. Ég man hvað mér fannst ég fín, mamma hafði búið til kjól handa mér úr hvítri blúndugardínu og sett á mig varalit.

Ég "saumaði" kjól handa Dagrúnu í Toysaurus......hún er svo ánægð, ég minni samt á að prinsessur eru ekki bara sætar. Þær bora í nefið og bjarga prinsum úr klóm sængurvera... og já prinsar eru ekki bara sætir og sterkir þeir dansa líka!

Monday, March 13, 2006

Lóðaþráhyggja og harmleikur gærdagsins

Ég er hætt að gera axlarlyftur með handlóðum. Ég er nefnilega haldin þráhyggju. Hún þróaðist eftir að samkennari minn lenti í því óhappi að fá lóð á tána sína. Sökin lá algjörlega í því að handlóðið gaf sig, lóðarbitinn var ekki eins fastur á og við notendur treystum. Kollegi minn fór ekki í mál við vaxtarræktina en haltraði lengi vel á eftir. Eftir þennan atburð fór ég að ímynda mér, þegar ég hélt handlóði uppi yfir hausnum á mér að það gæfi sig og lenti í hausnum á mér og mögulega orsakaði endalok mín. Eftir að þessi hugsun var búin að trufla mig lengi vel og ég þrjóskast við nennti ég þessu ekki og geri núna mínar axlarlyftur í vél.

Í morgun var mjög sorgleg frétt í blaðinu 17 ára strákur mætti endalokum sínum í bekkpressu. Ástæðan var sú að hann var að æfa einn, hafði færst of mikið í fang og gat ekki lyft stönginni upp sem lá á hálsinum hans, mamma hans fann hann.
Hræðileg mannleg mistök og ákaflega meiningarlaus dauðdagi.

Saturday, March 11, 2006

Síðbúinn laugardagsmorgunn

















elskulega fólkið mitt

Mér líður afskaplega vel og fylgifiskunum mínum líka. Heimþráin blossar æ sjaldnar upp í stráksa, stelpan hóstar þessa dagana en hefur samt lyst á nammi á nammidaginn sinn og Valur er hress með "invandrarana" sína.

Auðvitað er dagamunur á manni og það sem ég dunda að hafa áhyggjur af svona annan hvern dag er að ég sé einskins nýtur listamaður á algjörlega rangri hillu og eigi ekki að vera láta mig dreyma um að bera list mína á borð. Annan hvern dag aftur á móti þá er ég sannfærð um að listin mín hafi eitthvað við sig, ég sé algjörlega á réttri hillu og full ástæða sé að hafa sig í frammi með listina. Alveg merkilegt hvernig ég á alltaf í einhverri togstreitunni um yrki mitt. Er farin að halda að þetta sé stór partur af eðli mínu, persónueinkenni sem ég fái ekki flúið. Örebro háskóli er búin að auglýsa 2 doktorsstöður í uppeldisfræði og ýta fast að mér að sækja um, vilja endilega að ég haldi umsókninni minni inni sem ég sendi inn í fyrra, þá íhugandi doktorsnám. Finnst það ekki lengur fýsilegur kostur þar sem listamannseðlið hefur náð sterkari tökum á mér, þó auðvitað séu vísindin list í sjálfu sér og öfugt. Rökeðlið í mér hinsvegar berst og segir mér allt um skynsemi þess að freista þess að þiggja doktorsstöðu ef mér býðst hún á annað borð. Sem þýðir þekking, örugg mánaðarleg innkoma næstu 5 árin auk kennslu við Örebro háskóla og kennslan er jú eitt af því áhugaverðara sem ég geri.....allavega ennþá. En mér sýnist stríðið tapað. Mig vantar neista, eldmóð til að kjósa mér uppeldisfræði hardcore næstu árin. Sæi ekki hvernig ég gæti komið hreinni listsköpun þar að ásamt daglegu amstri og yndi.
Lífið er annars ósköp hversdagslegt þannig, rútínan er svona í hnotskurn:
ræktin
Sinna börnum og koma þeim í skólann
Myndlistin og mismunandi geðbrigði svona sirka annanhvern dag
sækja börnin
afslöppun og fjölskyldulíf
sjónvarp og sem betur fer stundum eitthvað annað eins og freyðibað, lestur og samræður

Ég er voða glöð að nú eru ferðalög framundan. Til kærra vina okkar Tobbu truntu, Sveinbjarnar og barna hér í Lundi næstu helgi og í leiðinni ætlum við að skreppa til Köben og fara með krakkana í Bakken og tivolí. Það verður án efa húllumhæ og ekki minna í Noregi um páskana! Okkar yndislegu Frosti og Palli ætla að hitta okkur í Stavanger hjá okkar ekki minna yndislegu Orra, Þóru, Ara og Írisi og svo náttúrlega hitti ég bróður minn og fjölskyldu í Sandefjord sem ég hef annars ekki séð í eitt ár, mikið hlakka ég nú til að knúsa Einar Orra litla frænda minn og leyfa börnunum mínum að kynnast bróður mínum og hans fylgifiskum.

Við hlökkum mikið til að koma til Íslands í sumar, það er margt sem á að gera þá. Labba Súlur og kaldbak og undirbúa sig vel fyrir Kebnekaise. Halda myndlistarsýningu og upp á 35 ára afmælið mitt, rækta fjölskyldu- og vináttubönd og svo vonandi eitthvað yndislega skemmtilegt og ófyrirsjáanlegt.


Jæja dúllurnar mínar dæ, þetta voru hugleiðingar á síðbúnum laugardagsmorgni. Nú er það sturtan, útivera, bakstur, át og einfaldlega að njóta þess að allir eru í fríi, sólin skín og veðrið er yndislegt, jafnvel þó það sé í alvörunni ekki komið vor.

kær kveðja
Brynja og fylgifiskar

Tuesday, March 07, 2006

Stadsparken og sólin














Við héldum upp á snemmkomið vorið með að fara í "Stadsparken" Það var mjög huggulegt að baða sig í tjörninni og borða ísinn á grasflötinni. Valli er annars enn að jafna sig eftir sólbrunann en þó glittir í fallegan brúnan húðlit undir öllum roðanum. Við lékum okkur lengi í sólinni. Ferðuðumst langar leiðir í lestinni og borðuðum kræsingar í boði Dagrúnar. Það var galsi í strákunum sem voru í því að skvetta vatni á frúna, en það var auðvitað kærkomið því hitinn var alvega að gera út af við okkur!

Sunday, March 05, 2006

himinlifandi sæl, loksins er vorið komið



Já það er ábyggilegt að nú er vorið komið. Sólin skein og snjórinn er algerlega horfinn. Alltaf jafn merkilegt hversu fljótt hann er að fara um leið og hitinn hækkar. Valli fór í sólbað og brann svolítið en hann mátti alveg við því. Ég hinsvegar lét mér nægja að borða morgunverð úti í sólinni. Það var virkilega notalegt. Börnin voru innipúkar og voru ekki á því að feta í fótspor okkar. Sögðu að þetta væri allt saman misskilningur og voru að velta fyrir sér að sækja um aðra foreldra. Ég skildi ekki alveg hvað þau áttu við en hef ekki miklar áhyggjur af því þar sem ég er svo himinlifandi sæl með að loksins er vorið komið.

Friday, March 03, 2006

dagurinn í dag




Hefðbundin morgunasi.
Heimsótti "bleika þorpið" mitt, aðeins farið að sjást í blátt.
Tók þátt í "konversation", spurningarnar voru "varför gör du konst, vad inspererar dig, varför måleri?". Það tók 2 tíma í viðleitni að svara...engin niðurstaða.
Bjó til litla teiknimynd sem heitir: the attack of the bananafly.
Borðaði kúskússalat með keso.
Reyndi að koma skólabróður mínum í skilning um að það er ekki skynsamlegt að skúra með tveggja vikna gömlu rotnuðu skúringarvatni. Þetta var ekki hans dagur, bleikir fílar í heimsókn. Nú ilmar sameiginlega vinnusvæðið okkar eins og úldin píkublóm.
Heimsótti "bleika þorpið" og breytti veðurskilyrðum þar.
Drakk kaffi í "gamla stan" með hjassarassi, kíktum í antíkbúðir og systembolaget.
Fékk helvítis stöðumælasekt, borgaði samt í stöðumælinn en hafði lagt í "lastbil" stæði, hvernig átti ég að vita það?
Fór á myndlistarsýningu með Herði Breka í "Musikhuset", fyrrum nemandi Örebro konstskola að sýna grenitré á hvolfi og gúmmíbolta...það er svo contemporary sko.


Thursday, March 02, 2006

Ertu ósýnilegur?

Ég á ósýnilegan vin. Hann heitir jónjón. Hann saknar mín og minna svolítið því hann á heima á íslandi og hefur ekki séð okkur síðan í júlí. Honum finnst gaman að fylgjast með mér og fylgifiskum á blogginu og hann kvittar alltaf þegar hann skoðar síðuna okkar. Okkur þykir voða vænt um það.

Það er erfitt fyrir aðra en mig að sjá hvað jónjón skrifar, því það er jú ósýnilegt. jónjón er ekki alltaf margorður, stundum skrifar hann bara nafnið sitt, það kemur fyrir að hann segir álit sitt á einhverju sem honum liggur á hjarta og stundum segir hann hvað er að gerast í lífi sínu.

Ég hef verið að velta fyrir mér hvort sumir sem kvitti á bloggið okkar séu ósýnilegir eða með ósýnilega skrift sem ég get einhverra hluta ekki lesið. Hvað heldur þú, ertu ósýnilegur?

ps: í vinstra horninu sjáið þið mynd af vini mínum og eftirfarandi er bloggsíðan hans:

Wednesday, March 01, 2006


Miðvikudagar eru góðir dagar. Þá er svo stutt í helgina og ég hef "eget arbete". Er að vinna að "bleiku þorpi" abstract mynd. Er alveg að missa mig í litagleði og köntuðum formum. Yndislegt alveg hreint. Fór á listasafnið og skoðaði sýninguna hans Dan Wiréns, missti svo sem ekkert andann en styrktist enn frekar í löngun minni að læra að gera koparstungur og almennilegt þrykk. Fór svo á kaffihús með vinkonum mínum Ann og Mariu sem eru líka skólasystur mínar. Við blöðruðum eins og vinkonur eiga að gera og létum okkur dreyma um að halda samsýningar á Íslandi og Svíþjóð. "Aldrei að vita" eins og stóra systir mín gjarnan segir.

Það á ekki að loka á möguleikana í lífinu, halda í drauma, hafa þá þokkalega raunhæfa og setja sér markmið. Það er svo hollt fyrir sálartetrið! Já þetta voru hin "brynjulegu" orð dagsins.