


ég er þakklát fyrir svo margt
foreldra mína sem ólu mig upp í návist fjalla, fjöru og hafs
systur mína sem hefur vit fyrir mér og er mín fyrirmynd í svo mörgu
bróður minn sem tekur mér eins og ég er
tengdaforeldra mína sem eru alltaf til staðar
manninn minn sem styður mig í öllu því sem ég tek mér fyrir hendur
börnin mín sem gleðja mig og gera lífið svo dýrmætt
ömmur mínar sem kenndu mér svo margt
ættingja mína og tengdafólk sem gleðjast með okkur á góðum stundum
vini mína sem ég treysti og dái
vini mína sem ég get hlegið endalaust með
vini mína sem koma mér alltaf á óvart
vini mína sem hlusta á mig
vini mína sem virða mig
vini mína sem styðja mig þegar ég þarf á þeim að halda
listina sem litar hversdagsleikann hvern dag
vorið sem fyllir mig bjartsýni
hugmyndarflugið sem hjálpar mér að fljúga í draumum og þegar ég hjóla í pollum
en mest af öllu er ég þakklát þessa stundina að Dagrúnu sé bötnuð flensan og að hún var bara með streptókokka en ekki heilahimnubólgu eins og viðkvæmt móðurhjartað hélt í hita veikindanna