Sunday, May 07, 2006


















Jæja nú er ég búin í baði, orðin ung aftur í kroppnum!
En París já hún var yndisleg, læt fylgja með myndir því til sönnunar, er hinsvegar enn að jafna mig á vonbrigðunum að stór hluti af myndunum mínum eyðilagðist og þar á meðal allar af mér og Rósu og kærastanum hennar, held þetta sé reyndar viðleitni myndavélarinnar minnar að hvetja okkur til að hittast fljótlega aftur. Ég er sem sé sannfærð um að orsök myndahvarfsins liggi í tæknilegum mistökum minnar ástkæru myndavélar neita að gefa því séns að um mannleg mistök séu að ræða. Þessar myndir eru héðan og þaðan, allt frá erótískum formum úr náttúrunni, krossum, gömlum konum, safnaferðum, háskólaheimsóknum upp í notalegar kaffihúsaheimsóknir.

Eftir París tók við undirbúningur samsýningar skólans, sýningin er sett upp í slotti Örebroar í skemmtilegum sal, háum til lofts, útskotum og bogadregnum rýmum. Ég sýni ljósmynda- og collageseríu sem ég kalla "nordisk rum/familjeporträtt". Opnunin tókst vel, troðfullt sem þýðir að flestir koma vonandi aftur til að geta virt sýninguna almennilega fyrir sér. Við fjölskyldan fórum svo út að borða á eftir og svo fór ég á "fest" með samnemendum mínum undir berum himni í hitanum. Það var yndislegt og við dönsuðum salsa á milli þess sem ég bjó til einhvern ákaflega athyglisverðan hringdans og sannfærði alla um að þetta væri "tradition" á Íslandi, mér fannst ég fyndin en lifði mig vel inn í hlutverkið að kenna dans sem var spunninn á staðnum. Svo var farið í bæinn á BaBar. Ég fékk far á gömlu reiðhjóli með þessum fína bögglabera, það var svo gaman og eins og að ferðast tilbaka í tíma. Babar dró mann aftur til samtímans og við drukkum öl og mocchitos og dönsuðum að sjálfssögðu fram á rauða nótt.

Við erum svo búin að eiga frábæra helgi það er búið að vera 25 stiga hiti og sól. Við erum búin að liggja í sólbaði gróðursetja sumarblóm, borða úti og grilla auðvitað á milli þess sem við förum og kíkjum á draslhauginn sem er á götuhorninu hérna, en það er semsé vorhreingerning og allir safna drasli í haug og skapa vinnu fyrir ræstitækna bæjarins. Við erum búin að finna og eigna okkur eftirtalda fjársjóði

Rauður tréstóll sem er nýttur sem blómastandur, stendur úti skreyttur mislitum sumarblómum
Barnakerra í fínu lagi fyrir gesti sem koma með lítil börn í heimsókn og fyrir Dagrúnu þegar henni verður "illt" í fótunum, tja og líka til að hafa með í búðina þegar maður fer labbandi fyrir vörurnar
Furuhilla með smíðajárnsuppsetningu sem er nýtt sem kryddhilla á veröndinni
Dúkkuföt, notagildi skýrir sig sjálft
Postulínslampi með blámáluðu mynstri, dásamlega kitchí
Bastkörfur sem hlúa að blómunum mínum og eiga án efa eftir að nýtast sem dúkkurúm líka
Vatnsbyssa, kóróna, töfrasproti, 2 bakpokar........to be continued

Mér finnst svo gaman að skoða drasl, viðurkenni það bara. Það er svo gaman að sjá notagildi í hlutum sem eru hættir að nýtast öðrum, breyta þeim og setja í önnur samhengi en þeir eru vanir, hmmm já ég ætla að fela mig á bak við það að segja að þetta sé list og ekkert annað!

10 comments:

Anonymous said...

velkomin aftur!
Ég var farin að hafa áhyggjur af því að þú værir hætt að tjá þig á þessum miðli.
Núna líður mér mikið betur.
En je minn hvað ég hefði viljað vera með þér í parís.
Heillaðist af myndunum þínum en verð samt að segja að myndin af gömlu konunni á kaffihúsinu heillaði mig mest. Eins og alltaf er það innsýnin í mannlífið sem fyrst og fremst fangar hug minn.
Systir, systir það er eðlilegt að hafa áhuga á því sem aðrir kalla rusl, bein leið að gamaldags rómantík ásamt því að kitla sköpunargáfuna sem gerir þig að því sem þú einmitt ert.
Vona að gestir á samsýningu skólans komi aftur og aftur og að verk litlu stúlkunnar frá Islandi heilli mikið.
Gott að heyra að sumarið sé komið hjá ykkur en hér hefur veðrið einnig leikið við okkur, hef legið í garðverkunum og er meira að segja búin að grilla.
Þangað til næst.
systa

brynjalilla said...

held áfram að missa mig í ruslahaugnum ásamt börnunum sem hafa ekki gert annað eins skemmtilegt í langan tíma, biðja mig í tíma og ótíma að koma með sér og tékka og einhverra hluta vegna á ég afskaplega auðvelt með að verða við bón þeirra, Áslaug þú værir búin að missa þig bigtime í þessu "rusli"

Magnús said...

Alltaf eru jafn skemmtilegar píkur á þessari síðu. Frábært framtak, haltu þessu endilega áfram.

Anonymous said...

París alltaf stórkostlega einstök !!
Er búið að bera heim fjársjóði úr ruslahaugnum í dag ??

brynjalilla said...

fundum enga fjásjóði í dag, fórum með börnin í klippingu...dóttirin hæstánægð og fékk bleikt spray í hárið, sonurinn fór að gráta þegar klippingunni var loki, hann ætlaði sko að safna hári en varð að sætta sig við að móðirinn krafðist sumarklippingu, fékk dúndrandi samviskubit yfir þessari stjórnsemi minni, fórum því í HM þar sem börnin fengu að velja sér sumarboli. Starwarsbolur sem var eiginlega of lítill var valinn af syninum en keyptur engu að síður til að kaupa fyrigefningu og dóttirin valdi að sjálfssögðu bleikan með glimmersteinum. Svo var farið á Burgerking og þá var stráksi búin að gleyma því að hann væri ósáttur við klippinguna... (góð uppeldisaðferð að kaupa sér hamingju eða þannig og núna er ég með samviskubit yfir því, svei mér þá). Eitthvað var samt viðkvæmt í stráksa hjartað, skældi svolítið í kvöld og saknaði Íslands. Við komumst samt að þeirri niðurstöðu að það væri betra en að sakna ekki. þá ætti maður ekki mikið að sækja á frónið ef svo væri...það var nú gott samt að gera huggað hann með því að geta sagt að það eru bara 2 vikur þar til við hittum ykkur!

og já Maggi takk fyrir kommentið þetta hvetur mig til að halda áfram að vera með augun opin fyrir píkunum.

Anonymous said...

Elsku systir knúsaðu nú nýklippta strákinn frá mér og segðu að ég hlakki til að sjá hann, svo er annað knús handa prinsessunni nú og svo handa ykkur hjónakornunum og svo og svo og svo............

imyndum said...

ubs! myndirnar horfnar! Já, verðum við ekki bara að líta á þetta sem merki um að hittast aftur sem fyrst eins og þú sagðir ;)

kveðjur og kossar

Anonymous said...

Æðislegar myndir úr ferðinni skvís. Já ég hef oft pínku pons öfundað þá sem að sakna Íslands, því í raun og veru er það auðveldari tilfinning að díla við en að sakna ekki. Þá getur maður verið viss í hjarta sínu hvar maður vill vera og þess háttar pælingar. Annars á ég fullt af vinkonum hérna sem eru að ganga í gegnum það sama og þú með Hörð Breka. Hildur hefur aldrei gengið í gegnum þetta tímabil enda mikil sumarstelpa og segir bara að það sé allt of kalt á Íslandi til að það sé hægt að búa þar (hmmm spurning hvort hún hafi einhvern tíman heyrt þessa setningu frá foreldrunum). Það verður voða gaman fyrir Hörð að komast "heim" í sumar.
Knús og kossar, F

Anonymous said...

Hlakka til að sjá ykkur öll eftir nokkra daga. Langar til að skrifa eitthvað ógeðslega skemmtilegt en er eitthvað heiladauð í morgunsárið - bara búin að drekka einn kaffibolla og snýst bara í kringum sjálfa mig. Er samt að hugsa um að fara í bíó í kvöld að sjá akureyska mynd eftir Örn Inga og eitt aðalhlutverkið leikur Heiðdís Smára :) Spennandi að sjá hvernig það fer. Er að hugsa um að fá mér smá meira kaffi (af því ég var hætt að drekka kaffi) og skrá svo nokkrar nýjar bækur (ógeðslega skemmtilegt fyrir ykkur að lesa ekki satt?) ég ætla að skrá m.a. bækurnar Líf og lækningar, íslensk heilbrigðissaga - Íslensk spendýr og Þá riðu hetjur um héruð, 100 ára saga mótorhjólsins á Íslandi. Sjáumst fljótt
knúsi bomm
Ingveldur.

Anonymous said...

I love your website. It has a lot of great pictures and is very informative.
»