Friday, September 01, 2006
isländska häxan tittar inn i din framtid!
Ok ég er enn ekki byrjuð í skólanum og er algjörlega að verða viðþolslaus eftir vinnustofunni minni sem býður mín með óþreyju, björt og hrein með góðum glugga og þiljum til að loka af þegar ég þarf að vera í einrúmi...er byrjuð að vinna hérna heima en það er ekki það sama og tölvan lokkar óneitanlega.
það sem ég er búin að gera í dag klukkan 9:51
Ræktin
klæða börn
ganga frá morgunverðaleifum
Búa um rúmin
sópa
Fara í sturtu
Fara með Dagrúnu á leikskólann
borða hafragraut
Opna skissubókina mína
Opna tölvuna
Fara daglegan bloggtúr
Fara á spámanninn, hversu aumkunarvert er það fyrirgfefiði og skilaboðin voru eftirfarandi:
7 bikarar
Ekki gleyma þér í draumalandinu góða. Þú ert fæddur hugmyndasmiður en átt það til að gleyma stund og stað í tíma og ótíma. Væntingar þínar eru miklar til lífsins en þér er hér bent á að ákveða hvert þú ætlar þér.
Fyrr en síðar ættir þú að ákveða hvað er þess virði að vinna að með raunsæju hugarfari og hvað telst til skýjaborga. Kannaðu alla möguleika áður en þú ákveður þig.
Ígrundaðu val þitt alla leið og spurðu sjálfið hvaða ákvörðun færir þér hamingju.
Ég segi nú bara "kræst"
Skissubókin liggur nú opin, ég er að gera ákaflega innihaldsríkt blogg sem mun án efa færa þeim gæfu sem lesa og þeir munu finna hamingjustjörnuna svo lengi sem þeir halda áfram að gefa af sér til náungans, múhahhahaha! Ég ætti kannski að opna sænska spámannslínu, isländska häxan tittar inn i din framtid!
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
13 comments:
Ég er alveg viss um að ég verð mjög gæfusöm í dag eftir að hafa lesið þetta. Búin að sitja í morgun með kaffibolla og kíkka á það helsta í Mogganum og á Vísi, hlusta á regnið fyrir utan gluggann og reyni að finna einbeitinguna til að koma mér að verki. Bækurnar sem eru á borðinu mínu er. "Managing Change Across Corporate Cultures" og Organizational Behaviour : Human Behaviour at Work". Ég er að leggja drög "breytingaráætlun" í tengslum við innleiðingu skjalakerfis hér við háskólann. Það þarf að undirbúa starfsmenn vel áður en kynntar eru breytingar á verklagi þeirra og enn eitt tölvukerfið. Það er svo áhugavert að hugleiða hindranirnar sem eru í veginum þegar breyta á til. Vanmáttakenndin og óttinn við hið nýja er svo ríkjandi í mörgum, skiljanlega. Ég sjálf er ekkert skárri. Las einhvers staðar að hundur haldi tryggð við húsbónda sinn jafnvel þótt hann fái spark í sig á hverjum degi. Hann þekkir ekkert annað. Það er alltaf erfitt að stíga út fyrir þægindahringinn sinn, jafnvel þótt lítið sé um eiginleg "þægindi". - Jæja ég veit ekkert af hverju ég var að skrifa þetta, ætti að koma mér að verki. Já, og til hamingju öll með að það er kominn nýr mánuður !! Túrílú.
Björt mey og hrein. Ég er hreint ekki frá því að það væri gott nafn á vinnustofuna þína! Eða þá að þú gengir með nælu sem stæði á: "björt mey og hrein" (þú ert nú ljóshærð og ferð reglulega í sturtu svo það er ekki ofsögum sagt!) og á vinnustofunni væri borði sem á stæði: "mér unni ein" tata!
Já.. spámaðurinn hefur kannski eitthvað fyrir sér í þessum málum.
Bikardrottning
Dula umlýkur konu þessa. Hún leyfir ekki hverjum sem verður á vegi hennar að kynnast sér náið. Hún er góð manneskja en dreymin oft á tíðum. Hún á það til að dreyma um eigin framtíð og annarra ómeðvitað.
Hún býr yfir styrk sem er ekki auðsjáanlegur á neinn hátt og gáfuð er hún. Konan er viðkvæm oft á tíðum og býr yfir þeim hæfileika að vera fær um að hlusta vel á undirmeðvitund sína þegar kemur að því að kynnast öðru fólki.
Hún kann að virðast skrýtin en það er eingöngu misskilningur þeirra sem þekkja hana ekki og fá eflaust aldrei tækifæri á því.
Hún er skapandi, gjöful og góð alla leið.
Fyndið í því samhengi að ég er í þessum kynnast pakka akkúrat núna og hef verið að telja sjálfri mér trú um að mér sé sama þó fólki finnist ég skrítin.. útlensk og asnaleg haha! Svo hrifsa ég að sjálfsögðu til mín góðu ummælin í einni hendingu ;)
Ingveldur þú ert dugleg og Lilý þú ert skapandi, gjöful og góð alla leið og ég er björt mey og svolítið hrein.
hádegishlé hjá mér:
Sænskt skyr búið til úr Kesella, ljómandi gott með ávöxtum og hnetum, verður að vera cashewhnetur þær eru svo góðar.
Setti "incredible india" á fóninn.
Skoðaði spámanninn hahhahaa:
7 stafir
Talan sjö tengist metnaði þínum og ekki síst áræðni og ákafa. Eiginleikar þínir til að kljást við erfiðleika eru öfundsverðir því þú býrð yfir kjarki og ástríðu sem flytja nánast fjöll.
Próf einhverskonar bíður þín. Hvort sem um atvinnuviðtal eða ökupróf er að ræða munt þú nýta kosti þína þér til framfara.
Þér er ráðlagt að standa föstum fótum í eigin vitund í vísdómi óvissunnar en þar munt þú finna frelsi til að skapa allt það sem þig vanhagar um.
Og nú er hádegishléið búið en ég er búin að koma þó nokkrum misgóðum skissum frá mér og ætla að halda því áfram!
Ja ég verð nú bara að viðurkenna það eftir að hafa lesið þetta yndislega fyndna blogg þitt elsku Brynja mín að ég hef bara aldrei farið á þessa spámanns síðu. Verð endilega að kíkja þangað.
Fer hinsvegar á nóg af öðrum mis heimskulegum síðum eins t.d. og....
www.eonline.com
www.cosmopolitan.com
www.ivillage.com
www.babycenter.com
www.oprah.com
www.cnn.com
www.animalplanet.com
www.instyle.com
svo fer ég nú sennilega 20x á dag á ebay. Það er uppáhalds "window shopping" síðan mín.
Annars er nú klukkan hjá mér að ganga 12 á hádegi og þetta er ég bín að gera.
Koma Hildi minni í skólabílinn.
Fara í gymmið með Kristínu.
Fara leikvöll með Kristínu.
Fara í sjúkraþjálfun.
Núna er músin að leggja sig og þá annað hvort laga ég til, sest við tölvuna og á slæmum dögum legg mig bara líka og skammast mín ekkert fyrir það hehe.
Mér finnst að það verði nú líka að bæta inn í björtu og hreinu lýsinguna, stinn. Því þú ert nú alltaf í svo miklu þrusuformi og afar stinn. Vinnustofa Brynju, björt, hrein og stinn hahahahha. Hljómar vel;)
Annars fannst mér líka ansi gott sem Ingveldur sagði þetta með hundinn.
"Það er alltaf erfitt að stíga út fyrir þægindahringinn sinn, jafnvel þótt lítið sé um eiginleg "þægindi".
Gott að hafa þetta í huga þegar maður er hræddur við breytingar ;)
Jæja best að fara á ebay.....sá svo fína úlpu á Hildi þar.
Skál fyrir þér elsku yndislega vinkona.
Elsku Brynja þú þarft ekki á neinum spákonum að halda til að segja þér hvernig á að halda á spöðunum, þú virðist ekki gera þér grein fyrir því sjálf en þú heldur þétt um þá alveg sjálf og ert á réttri braut. Þú ert frábær listakona átt fallega fjölskyldu, lifir lifandi lífi og fullt af vinum.
Kossar og kveðjur Rósa
P.s. já til hamingju með mánuðinn Ingveldur ;)
æi takk Rósa þessi orð hlýja mér eins og Parísarkvöld með þér í félagsskaps góðs matar og víns!
Skál Fanney krúsirúsin mín, við þurfum að fara að hittast á msn og vindósjoppa og jú ætli ég sé ekki svolítið stinn og svolítið mjúk....hlakka til að hitta þig í París!
Miðað við allt það sem þú varst búin að gera á þessum morgni, Brynja mín, held ég að orðið "ofurkona" eigi ákaflega vel við þig.
kveðja,
Ingibjörg
Ég held að við séum allar ofurkonur inn við beinið það birtist bara á ólíkan hátt. Sakna þess að blaðra ekki við þig í frímínútunum Ingibjörg!
Ingveldur dúllan mín dæ, hvernig eru bækurnar að leika við þig? Er Svíþjóðarferð á dagsskránni? Spurning þetta með þægindahringinn, ég lofa að þægjast þér í einu og öllu hér í Sverige!
Jagshemash! I am visitor of tourist from Iceland! I like have romance with blonde female! Is very lovely! You make message of picture in the box!
Ég veit heldur aldrei hvað ég ætla nákvæmlega að verða þegar ég verð stór. En kannski er það bara það frábæra við það - að einmitt festa sig ekki eins og hundur við einhvern húsbónda (og vera í sömu vinnunni í 50 ár) heldur njóta augnabliksins (og óvissunnar) og finna sér mismunandi farvegi á mismunandi tímum.
"að finna sér mismunandi farvegi á mismunandi tímum" þetta er flott orðað og hugsa sér þvílík forréttindi það eu í raun og veru að þurfa ekki að ákveða fyrir lífið heldur fyrir augnablikið!
Tad heitasta i dag!
http://www.cafepress.com/buy/Snakes+on+a+Plane/-/pv_design_prod/p_918369.54733191/pNo_54733191/id_12075471/fpt_/opt_/c_360/pg_
Post a Comment