Friday, October 13, 2006



Afmælisundirbúningur í fullum gangi, kremgerð, skreytingar og tiltekt. Ungfrúin í baði, vill sofa með fléttur í nótt svo hún verði með krullur á morgun...mér finnst þetta svo gaman og morgundagurinn uhmm þá verður stuð og át verður í óhófi.

Vildi samt óska þess að fjölskyldan og vinirnir kæmust líka í herlegheitin...framhald fljótlega

7 comments:

Anonymous said...

Flott kaka !
Já mikið væri gaman að vera með í almennilegu gúmmelaðiáti :) Hlakka til að lesa framhaldið.
Faaaðm.

hannaberglind said...

Gaman,
gaman að vera lítil stelpa og fá draumaafmælisveisluna sína, bleikt, krullur og sætindi.
Hvernig ætli draumaafmælisveisla stelpu á fertugsaldri sé??
Kossar og knús
Megi þið eiga yndislegan dag´
kveðja
Hannaberglind

Anonymous said...

Vá ! þetta er sko alvöru prinsessukaka :) Mjög svo Dagrúanr-leg. Þau stækka svo hratt eitthvað HB og DK manni finnst bara munur á hverri einustu mynd. Breki er líka svo flottur með svona mikið hár !
Eigið þið frábæra afmælisveislu....ég sting upp á að þið sofið öll með fléttur svo allir geti haft krullur í afmælinu :)
Bestu kveðjur
Edda og Kolfinna

Anonymous said...

Prinsessa í bleiku, prinsessukaka, brosandi afmælisgestir.
Fullkomið afmæli.
Megi dagurinn verða ykkur góður í alla staði og færa ómetanlegar minningar í fjársjóðskistuna.
Vildi að ég gæti verið með ykkur.
Risaknús

Anonymous said...

hæhæ flott kaka sem þú varst með á afmælinu kv.Lísa

hannaberglind said...

til hamingju með daginn kæra fjölskylda. Vona að það hafi verið fullt af: bleiku, krullum og nammi gotti.


Brynja vildi vekja athygli þína að þessari síðu hérna

http://hannaberglind.blogspot.com/

Fnatur said...

Mikið er hún Cloe (já Valur hún heitir það og ekkert annað, vertu stilltur) fín í nýja pilsinu sínu. Það verður greinilega rosa fjör á morgun hjá ykkur öllum. Njótið nú gúmmelaðsins mmmmm ég myndi sko gera það. Þetta verður meiriháttar veisla fyrir einkaprinsessuna.