Wednesday, October 18, 2006

að fíla og þola ekki

Ég fíla eftirfarandi:
1. Hafragraut á morgnanna með fræum, kanel og sænskri kotasælu. Bragðast betur en það hljómar.
2. Chaite þessa dagana, dásamlegt indverskt te með flóaðri mjólk og minnir mann á hlýju og öryggi.
3. Msn, elska að blaðra við vini mína og fjölskyldu.
4. Freyðibað og hvítvín í hendi og munni.
5. Morgnar um helgar þegar krakkarnir skríða upp í.
6. Mjúk tónlist sem gerir mann rólegan, hlusta mikið á Cörlu Bruni þessa dagana.
7. Kúbverskt salsa.
8. Þegar ég er þreytt og önug og Valli kemur óvænt með kerlingamynd handa mér og súkkulaði.
9.Fjöll, jöklar, hafið, náttúran öll.
10. Vinkonur og fallegir kjólar.

Ég þoli ekki eftirfarandi:
1. Lifur
2. Þegar ég kaupi mér flík sem ég fer svo aldrei í.
3. Skítug gólf.
4. Heimþrá
5. Væl í Svíum og vanþroska í að taka ákvarðanir
6. Þegar fólk reykir í bíl.
7. Að éta yfir mig.
8. Að skipta um sængurver.
9. Að geta ekki knúsað vini mína þegar þeir þurfa á því halda.
10. Að vera þreytt og hugmyndasnauð.

En þið en þið, hvað fílið þið og hvað þolið þið ekki?

12 comments:

Lilý said...

Ég fíla þig ;)

Fnatur said...

Sammála þessu með lifrina......bjakk.

Ég fíla.....

1. Bland í poka (ohhhh mikið langar mig í piparmola í dag).

2. Pólitíska spjallþætti í sjónvarpinu þar sem verið er að þusa fram og til baka um hlutina og næst engin niðurstaða.

3. Greys Anatomy og Prison Break.

4. Skógarþresti

5. Riesling Hogue hvítvín. Best í heimi fyrir þá sem fíla sæt hvítvín.

6. Þegar Högni er svo góður við mig að nenna að læra að spila hvaða lag sem ég bið hann um á gítar. Já meira að segja kántrý.

7. Heimagerðann ís sem er ekki með hnetum né líkjörum í.

8. Íslensk villiblóm eins og sóleyjar, fjólur, lúpínur ofl.

9. Að búa á stað þar sem ég get verið í pilsum, kjólum og söndulum ca 5 mán á ári.

10. Lindu marzipan súkkulaði. Besta súkkulaði í heimi.


Ég þoli ekki....

1. Fólk sem gengur ógeðslega hægt í búðum og þú kemst ekki framhjá þeim með innkaupagrindina.

2. Fólk sem gefur ekki stefnuljós.

3. Þegar maður opnar flösku af víni og vínið er skemmt.

4. Fólk sem á fullt af hundum og talar um og klæðir þá eins og þeir séu börn.

5. Að fara á bílaþvottastöð og taka bensín. Bæði feitt og fúlt í minni bók.

6. Hnetur.

7. Að bíða á flugvöllum.

8. Lyktina sem er í strætó.

9. Vaða sjó fyrir ofan hné.

10. Hvað ég bý langt í burtu frá mínum vinkonum og fjölskyldu.

Anonymous said...

hæ sætasta

það sem ég fíla er:
1 að vera frjáls og finna það

2 að vera elskuð og finna það (sem er ekki alveg sjálfgefið að finna þó sé til staðar)

3 að njóta barna minna og sjá að þau séu heilbrigð

4 að geta gengið séð og heyrt

5 að borða góðan mat bæði sælkera og hollan lífrænan mat

6 að eiga mömmu og pabba á lífi

7 að vera listfeng

8 að eiga alveg magnaðan kall sem gerir allt (líka að pirra mig nauðsynlegt stundum ;))

9 að eiga heima á akureyri besta bæ í heimi með veður eins ólíklegt og að opna vínflösku..skemmd eða óskemmd

10 að eiga vinkonu eins og stelpu sem ég þekki í örebro

p.s. ekki sett í álitaröð


það sem ég fíla ekki

1 eiturlyf ætti að vera löngu búið að útrýma þeim þar á meðal sígó en er það er eina eiturlyfið sem ég er sek að hafa prófað

2 brjálaðir ökuníðingar sem gera ekki grein fyrir börnum og öðru fólki í umferðinni

3 þegar ég er kvíðin og fæ óslítanlegar hugsanir um hvað ég sé heimsk og kann ekki neitt

4 þegar zip hengir ekki þvottinn rétt upp ;)

5 trúarofsóknir ..af allum trúarbrögðum það eru öll trúarbrögð notuð sem afsökun fyrir stríði í það ..nýtið þau rétt eða ekki

6 að það sé ekki hlustað betur á félaga minn hann andra snæ og ómar ragnarss með vernd um landið okkar og hugsun fyrir hátækni á íslandi

7 að börnin mín hlýði mér ekki í einu og öllu

8 að ég eigi ekki veitingastað

9 að ég þurfi að taka hreinsunarkúra (well fíla það líka því msnni líður svo vel á eftir)

10 að koma ekki hlutum í verk sem ég er löngu búin að hugsa fyrir

love you honey ragna

brynjalilla said...

Fanney ertu að tékka á því hvort ég vandi mig við að lesa eða síðan hvenær hefur þú fílað pólitíska spjallþætti og skógarþresti??

Ragna ég þekki þetta svo vel með þvottinn, þú ert yndisleg!

Anonymous said...

Ég fíla.........
1. Fyrsta kaffibollann að morgni.
2. Fuglasönginn í garðinum mínum.
3. Að hlutsa á tónlist.
4. Að lesa bækur.
5. Langt heitt freyðibað með Bók í hönd.
6. Lyktina af hreinum þvotti sem þornað hefur úti.
7. Lyktina af nýslegnu grasi.
8. kertaljós að hausti.
9. Að knúsa dóttur mína.
10. Þig.

'Eg fíla ekki.......
1. Að mæta of seint.
2. kvef.
3. Að fá sekt á bókasafninu.
4. illgresi í blómabeðunum mínum.
5. þegar talvan mín er ósamvinnuþýð.
6. Þegar springur á bílnum mínum.
7. Að ég er hrædd við borvélar.
8. Þegar ég kem ekki slátturvélinni í gang. Shit!
9. Hvernig sokkar geta týnst í þvottavélinni. Alveg með ólíkindum.
10. Hvað ég er orðin gleymin.

Fnatur said...

"Fanney ertu að tékka á því hvort ég vandi mig við að lesa eða síðan hvenær hefur þú fílað pólitíska spjallþætti og skógarþresti??"


Hey beib.
Að sjálfsögðu síðan ég flutti til USA fyrir 5 árum síðan. Kanar gera þá bestu þus spjallþætti, þar sem fréttamenn og stjórnmálafólk þusar fram og aftur um mikilvæg og minna mikilvæg málefni. Alveg magnað að horfa á það.
Alltaf þegar Högni er að ferðast þá flippa ég á milli fréttastöðvana og fæ góða súpu af yndislegu þusi (Högni þolir ekki þessa ekki fréttaþætti).

Elsku skógarþrestina tók ég sem sjálfsögðum hlut í yfir 20 ár. Fannst þessir brúnu "venjulegu" fuglar ekkert merkilegir fyrr en ég flutti út. Nú sakna ég söngs þeirra og sakna líka að sjá þá ekki í öllum trjám. Þeir minna mig á mömmu, henni þótti svo vænt um þá.

Þar hefurðu það skutla ;)

brynjalilla said...

ég hélt að þú værir hrædd við fugla...en falleg lýsing á því afhverju þú fílar þá, sko sérðu við verðum að hittast í sumar það er greinilegt.

Anonymous said...

ég fíla
lyktina af nýfæddum börnum jafnvel líka þeim sem ég hef ekki fætt
lyktina af Sveinbirni
lyktina af rósunum í garðinum mínum
að ég sé hætt að reykja og geti samt verið skemmtileg
Valla og húmorinn hans
ostrur með kreistum sítrónusafa á Café Thurin í Nice
að koma fólki á óvart
vinnuna mína
að hafa fengið ást og umhyggju í æsku
að kunna að spila á píanó
að eiga fullt af yndislegum mágkonum
ferskar kryddjurtir
grænmetismarkaði
að fara á flóamarkaði med Brynju og kaupa eitthvað Brynjulegt
vini mína
rauðvín hvítvín gin og tónic og grand
að vakna ekki timbruð um helgar og sonur manns er búin að dekka morgunverðahlaðborð
að hrósa fólki þegar það á það skilið
að baktala og slúðra með vinkonum mínum á trúnó
fallegt fólk

ég fíla ekki
Svía
sænskan jólamat
að vaska upp
að bíða í röð
forræðishyggju
leti
aumingja
hrekkjusvín
legitimation
að taka bensín
að hitta ekki mömmu og pabba og alla hina þegar ég vil
umferðarteppur
vitlausa lækna
ljótar hjúkkur
andfýlu
sænskar útferða auglýsingar
rok og rigningu
sænskar sundlaugar
ólaf ragnar
ketti
konur með ljótar strípur
vel málaðar konur án varalits
karlmenn í sparífötum í hvítum sokkum og lakkskóm
kvennafótbolta
tillitsleysi
hroka nema í mér
falukorv
lifur nema lifrarbuffið hennar Rögnu á Hala í Suðursveit
lygi
að vera á túr
bólur á fullorðinsaldri
að fara til tannlæknis
G string
að hreinsa vaskinn fullan af ógeði
að 3000 börn deyi daglega úr Malaríu og öllum er sama eða virðist sama
leiðinlegt fólk í matarboðum og maður þarf að reyna að finnast það skemmtilet
haloween og aðra hallærislega Ameríska siði
sænsk læknalaun

þetta skrifar Tobba tútta í góðu skapi annars yrði fíla ekki listinn miklu miklu lengri

brynjalilla said...

Áslaug mín ég skil þig svo með borvélarnar, ég er haldin tækjafóbíu, hef tekið þá afstöðu í mínu lífi að ég bý ekki til mína eigin blindramma, þori ekki að vera í þessum helv..vélum og fæ húsvörðinn til að vera á söginni meðan ég stend sem lengst þar frá en skipa ötullega fyrir með hjartað í brókinni...

Hhahaha Tobba í kvöld getum við fengið okkur hvítvín, lyktað af rósum og verið saman í góðu skapi...græni kjólinn,svarti kjóllinn eða bleiki kjóllinn? Æi ég kem bara með þá alla og já að lokum: "Kjöt"

brynjalilla said...

Tobba, ég er búin að máta þá alla, það verður þessi bleiki. Það er ekkert of bleikt fyrir þig!

Anonymous said...

Ohhh þetta er skemmtilegt
ég fíla:
Kaffi latte með mikilli froðu
Morgunknús frá börnunum mínum.
Íslensk fjöll og fossa
Lyktina af íslenskri náttúru
Fara út að borða á fínan stað
Lesa blöð á Súfistanum
Hreint heimili
Að gefa mér tíma til að njóta og vera
Safa úr safapressu
gott veður á Íslandi!
Ég fíla ekki:
drasl út um allt
dónalegt fólk
þegar börnin mín eru ógeðslega frek
að þrífa safapressuna
bjúgu
valkreppur
kvíða
skítakulda á sumrin
að drullast ekki í líkmasrækt
stress og óskipulag

Anonymous said...

Aldrei þessu vant ákvað ég að eyða smá tíma í vitleysu og naflaskoðun.
Hér kemur niðurstaðan:

Ég fíla:
Að sitja fyrir framan arininn í náttfötunum og lesa eða prjóna
Að skríða undir sængina á kvöldin þar sem hlýr Andra-faðmur bíður (besta stund dagsins)
Að fylgjast með börnunum mínum þroskast, stækka og læra
Að sitja með systkinum mínum heila kvöldstund (og hlæja stóran hluta hennar)
Pabba og mömmu (alltaf meira og meira)
Að eiga góða fjölskyldu (bæði skylda og tengda)
Að hitta góða og skemmtilega vini
Að anda að mér frísku loftinu meðan skíðalyftan dregur mig upp fjallið
Að hafa útsýni (t.d. þegar lyftan hefur skilað mér upp á topp)
Sólina og hlýindin hér í Svíþjóð frá maí-september
Árstíðir
Fjölbreytt landslag og náttúru
Að búa nálægt borg en þó nánast úti í sveit
Að vinna fjölbreytta krefjandi vinnu með skemmtilegum og hæfum samstarfsmönnum
Að hafa heimilishjálp
Að elda góðan mat og borða hann líka
Kaffi Latte úr fínu maskínunni sem ég “erfði” frá Sig. B. og gaf Andra í afmælisgjöf
Að eldast og þroskast og læra að stjórna skapi mínu betur (og taka gagnrýni )
Að læra af öðrum

Ég þoli ekki:
Leti (hvorki mína né annarra)
Langar bílaraðir og hæga umferð
Virðingarleysi (fyrir öðrum og skoðunum þeirra, eigum, tíma o.s.frv.)
Vælukjóa (stóra sem smáa)
Drasl sem ekki lagar sig til sjálft
Eiginhagsmunaseggi
Að vera ekki með fulla orku vegna slappleika eða veikinda
Að koma litlu í verk
Fólk sem ekki skilur að hver er sinnar gæfu smiður og kennir öðru(m) um
Að ferðir á milli staða/landa taki ekki styttri tíma
Að þurfa að redda pössun
Að geta ekki drukkið meira án þess að verða timbruð (hænuhaus)
Að láta fáránlega hluti fara í taugarnar á mér