Búin að fá mér hafragraut, hversdagurinn kominn í sitt horf. Varð móð á því að hjóla þessa 500 metra sem eru í ræktina og enn móðari við að lyfta lóðum. Svallvikan tók sinn toll, breytir því samt ekki að ég og mínir eru endurnærðir og líður eins og við höfum verið í útlöndum. Myndirnar lýsa vonandi vel áhyggjulausum og góðum dögum sem við áttum í Lundi. Þarna glittir í prakkarastrik, lítilla sem stórra, vináttu sem ég þakka fyrir á hverjum degi, heimili í mótun og unaðsemdir ýmiskonar. Takk fyrir mig.
Monday, February 26, 2007
Sunday, February 25, 2007
Komin heim
Erum komin heilu og höldnu til Örebroar, ferðin gekk vel og gott að vera komin heim, set inn myndir fljótlega !!
Saturday, February 24, 2007
..og enn erum vid í Lundi
Aetlunin var ad leggja i hann i dag en vörubílaútafakstrar og "varning och olyckor" vída á leidinni ollu thví ad her erum vid enn í gódu atlaeti. Bùid ad vera fyndin stemming. Vid alltaf a leidinni ad fara og thví stödug kvedjuveisluhöld og veigarnar toppadar í hvert sinn. Í kvöld nennir engin ad elda, Mcdonalds handa börnum og sushi handa fullordnum. Thad er búid ad leigja 4 spólur og kaupa nokkur kg af nammi. Aetlunin er ad enda sukkvikurnar med stael. Baunirnar, skokkid og lyftingarnar bída svo glottandi handan vid hornid.
Thursday, February 22, 2007
kafbatar og kynjadyr
Thetta er buid ad vera frabaer vika. Tobba, Sveinbjörn og kó eru alltaf jafn yndisleg og verda eiginlega bara yndislegri og börnin okkar leika ser svo vel saman. Husid okkar er vel a veg komid og gefur fyrirheit um gódar stundir. Vid erum buin ad fara tvisvar til köben, alltaf gaman. Buin ad skoda kafbata og kynjadyr, leika, versla, synda í sjónum. Borda godan mat en eitthvad hefur farid litid fyrir skokki og thesshattar afthreyingu, skil thad bara ekki sko. Aetlunin var ad leggja i hann i dag en her a Skani er skólum aflyst, vegir lokadir og allar samgöngur liggja nidri thannig vid erum blessunarlega vedurteppt og verdum thvi adeins lengur.
Thursday, February 15, 2007
"andvarp, dæs og þægilegt"
"andvarp, dæs og þægilegt" Sportleyfið er byrjað hjá okkur. Erum að ferðbúast en við keyrum niður til Lundar í dag. Ætlum að kíkja á vini okkar, húsið okkar og bráðum bæinn okkar. Ætlum að borða góðan mat, skokka (vonandi), leika, spila, baða í sjónum, drekka vín, hlæja, dansa, faðmast og skreppa til Kaupmannahafnar "andvarp, dæs og þægilegt"
Wednesday, February 14, 2007
Ett ögonkast från Brynja
Grafík og silkiþrykk á vel við mig, það er eitthvað svo magnað að vinna við prentvélina, stóra og kröftuga. Fæ "mokaskítkikk" við að snúa handfanginu og lyfta pappírnum spennt af mótinu. Er með svo yndislegar konur frá Póllandi sem kennara, þær eru á svipuðum aldri og ég og við náum vel saman. Ég verð að viðurkenna að það er gott að hafa jafnaldra í kringum mig sem skilja húmorinn minn og samkenndin einhvernvegin liggur í loftinu. Góð tilfinning sem maður veit að gæti þróast í vináttu ef ekki væri vegna þess að þær pólsku verða flognar á föstudaginn til síns heima. Í dag fann ég fyrir eirðarleysi, fann fyrir óþreyju í kroppnum og finn að ég er tilbúin að klára skólann hér og halda á önnur mið, góð tilfinning.
Myndirnar sem fylgja eru silkiþrykk og þetta er ég sem gægist þarna undan rómantíkinni. MYndirnar eru 28 sm x 20 sm.
Tuesday, February 13, 2007
Sunday, February 11, 2007
sunnudagar og skúffusteypa
allammallamá, man núna afhverju ég baka skúffuköku svona sjaldan, borða hana í öll mál og milli mála þar til hún klárast, er með steypuklump í maganum og heimilismeðlimir vorkenna mér ekki neitt heldur mana mig til að fá mér ís til að fylla í mögulegar sprungur. Ég segi nei og sé hafragrautinn í hyllingum svona ef ég verð einhverntímann aftur svöng. Annars allir í góðum fíling, lasarus heimsótti krakkana en var svo sem ekki með nein læti, kom bara og sáði hósta og kvefskít, engu alvarlegu. Sunnudagsmorguninn búin að vera góður, Dagrún fann gamla kuðunga upp í skáp og krabbakló og er búin að dunda sér við þau sígildu leikföng. Karlmennirnir eru öllu tæknilegri og spreyta sig á einhverjum tölvuleik og ég las fréttablaðið, drakk súkkulaðimyntute og kveikti á kertum.
Ný vika að hefjast, venjubundin hversdagsleiki handan við hornið. Á morgun fæ ég 2 pólska kennara sem ætla að kenna mér grafík, hlakka til þó píkublómin eigi enn hug minn allan, samt verk sem auðvelt er að vinna heima og er ákaflega róandi, það er hreinlegt og gaman að þæfa ull og róandi að sauma. Börnin taka þátt og eru búin að gera ullardúka og skálar. Æ sunnudagar, dagar til afslöppunar en líka til að sakna fjölskyldunnar og vinanna. Vildi að þið mynduð banka allt í einu upp á, leggðuð áreynslulitlum sunnudegi lið, hjálpuðuð til með skúffukökuna, kaffi og sófalúr í eftirmat.
Ný vika að hefjast, venjubundin hversdagsleiki handan við hornið. Á morgun fæ ég 2 pólska kennara sem ætla að kenna mér grafík, hlakka til þó píkublómin eigi enn hug minn allan, samt verk sem auðvelt er að vinna heima og er ákaflega róandi, það er hreinlegt og gaman að þæfa ull og róandi að sauma. Börnin taka þátt og eru búin að gera ullardúka og skálar. Æ sunnudagar, dagar til afslöppunar en líka til að sakna fjölskyldunnar og vinanna. Vildi að þið mynduð banka allt í einu upp á, leggðuð áreynslulitlum sunnudegi lið, hjálpuðuð til með skúffukökuna, kaffi og sófalúr í eftirmat.
Thursday, February 08, 2007
píkublóm
Ég hef fátt gert annað undanfarna daga en að þæfa ull, sauma og rækta píkublómin mín. Er ánægð með útkomuna og ætla að gera allavega 36, þ.e. jafn mörg og árin sem ég hef lifað, ætti samkvæmt því að vera 35 og hálft þar sem ég er enn ekki orðin 36. En hvað um það, blómin eru mín lofgjörð til hins kvenlega, mjúka, hlýja, bleika og erótíska. Vona að fæstir upplifi blómin mín klámfengin því til þess er ekki leikurinn gerður. Vil sem endranær minna á að við erum fallegar eins og náttúran skapaði okkur, að við eigum að njóta sérkenna okkar og mótmæla þeirri hneisu að æ fleiri konur láta gera "fegrunaraðgerðir" á sköpum sínum. Ég dæmi konurnar ekki sem slíkar heldur þjóðfélagið sem elur á hugmyndum um hvað þyki ljót eða falleg kvensköp. Einnig vil ég upphefja kvenlega eiginleika, við getum alveg verið prinsessur og verið stoltar af því svo lengi sem við grenjum ekki undan bauninni heldur slátrum drekum og vöskum upp eftir þörfum, svona í samfloti við aðra heimilismeðlimi.
Monday, February 05, 2007
Ullarpíkublóm og erótískt nudd
Píkublómin mín hafa skotið víða rótum, nú síðast á listaverkahappdrætti til styrktar rannsóknum gegn brjóstakrabbameini. Í kvöld sáði ég fræjum að nýjum píkublómum í hlýja, mjúka og kvenlega voð. Er ánægð með afraksturinn sem litaðist af nærveru annarra skapandi kvenna. Yndisleg kvöldstund þar sem erótíkskt nudd og spjall sveif yfir.
Píkur lengi lifi!
Friday, February 02, 2007
Gardínuklám
Þið vitið að mér finnst mikilvægt að hafa fallegt í kringum mig. Birta og rými er eitthvað sem ég spái mikið í til að heimili og meðlimir þess njóti sín sem best. Þessi fororð set ég áður en ég lýsi því yfir að ég er komin með veiki sem heitir gardínuveiki. Hef oft áður veikst af kjólaveiki, kertaveiki og lampaveiki. Þessa dagana er ég illa haldin af gardínuveiki sem lýsir sér sem áráttu í að skoða gardínur: á netinu og hýbýlablöðum . Finnst ég galin að eyða tíma í þetta en er jafnframt ánægð að tilveran gefi svigrúm fyrir að hanga á netinu og skoða gardínur og annan óþarfa. Þetta er gardínuklám, ekkert annað. Finnst samt sorglegt að svona prjál og pjatt skipti mig máli. Ætti í rauninni að vera að berjast gegn misrétti og safna pening handa hungruðum í staðin fyrir að opna enn einn gardínulinkinn. Æi já það er víst ábyggilegt að maður er lánsamur þegar pælingar hversdagsins snúast um hvernig gardínur maður ætlar að fá sér í stað þess að velta fyrir sér hvort fjölskyldan fái að borða þann daginn.
Subscribe to:
Posts (Atom)