Monday, April 23, 2007

Falafel og annad gott

jajamen segjum vid oft hér í Svíaríki, jajamen segi ég med nokkru stolti í röddinni, finnst ég vera búin ad standa mig vel í ofurkonuhlutverkinu sídustu daga. Hélt matarbod fyrir nokkra kennara á fimmtudagskvöldid, dekradi vid thá í mat og drykk. ìslenski laxinn og íslenska lambakjötid rann svo ljúflega nidur ad einn kennarinn hafdi laerbeinid med sér heim og aetladi ad búa til súpu úr veigunum. Finnst thad bera vott um ad eldamennskan hafi tekist vel. Á föstudagskvöldid göldrudum vid Valli fram Mezeveislu med heimagerdu hummusi, falafel, tzaizhiki, braudi, reyktri skinku sem reyndar var ekki af heimaslátrudu svíni. Svo voru audvitad ávextir, súkkuladi og áfengi í óhófi. Vinnufélagar Vals skemmtu sér vel og gerdu matnum og ödru gód skil enda lauk partyinu med gódum singstar töktum. Já og ég gerdi gódan bisness, seldi nokkur píkublóm. Alltaf gaman ad koma theim ad og umraedurnar sem thau vekja eru oft svo athyglisverdar, einlaegar, nánar, fyndnar og pólitískar. Vid slöppudum af ä laugardeginum en nádum samt ad byrja ad pakka thannig nú er madur kominn af stad í thví ferli öllu. Svo í gaer var kvedjuparty Dagrúnar, hafmeyjuterta med marsmellós og prinsessumuffins og audvitad ís og nammi. Mikid bleikt, mikid hlegid og mikid gaman. Eftir tiltekt, bödun og svaefingu vorum vid Valur threytt, horfdum á uppáhaldstháttinn okkar alltså Evróvisiontháttinn med Eiríki okkar og skemmtum okkur vel yfir ótrúlega lélegum lögum og nokkrum ágaetum...sofnudum svo baedi vid sjónvarpid og gleymdum ad hengja upp úr thvottavélinni.

12 comments:

Anonymous said...

hæ eskan náði aldrei að hr í þig um helgina enda sýnist mér þú hafa haft nóg að gera he he... Ég var svo gjörsamlega búin á því á laugardaginn eftir ferminguna og svo annan í fermingu á föstudaginn að ég var uppi í sófa meira og minna allan daginn.. En svo hressti ég mig við í gær og fór á frumsýninguna á Gretti hitti fullt af gömlu LMA liði og skemmti mér vel.. Nú er farið að styttast í að þú flytjir og verðir enn nær okkur. Hlakka til að sjá þig sem fyrst.. koss og kreist

Anonymous said...

Vá!! þú ert SVO mikil ofurkona. Það er ekki hægt að segja annað um mig en hið þveröfuga (niðurkona?), ég er búin að vera næstum 2 ár að sauma gardínur í eldhúsið (og geri einhver betur!)

Lilý said...

Þið eruð dugleg þið! Vel orðað með sænskum tungubroddi.. en ég kem kvart í femmdemmalemm! Ajúhú!

Lilý said...

Já og hérna.. einmitt!

http://www.youtube.com/watch?v=ZuVuXE7tQo8

ennfremur mæli ég með matt making turkey

http://www.youtube.com/watch?v=PSTLxmu8PrQ

mm mm..

Anonymous said...

Jæja komin með blogg það er á frumstigi en hér er slóðin settu mig inn sem bloggvin :-)

http://thordis-arnardottir.blogspot.com/

Anonymous said...

Nammi namm maður verður bara svangur á að lesa um þessar unaðssemdir. Ofursyndromið í ykkur Valla er hætt að koma á óvart og maður farin að sætta sig við að ná hugsanlega að vera hálfdrættingur á sérstaklega góðum dögum eftir nokkra sterka expressó. Mínir ofurkraftar um helgina fóru allir í að taka til í fataskápnum mínum og hanga á leikvelli í góðan klukkutíma í kulda og trekki! Restin fór í að gera ekkert sem var reyndar fínt. Gangi ykkur vel að pakka ofurdúllurnar mínar.

Fnatur said...

Já þvílíkar kræsingar. Næsta skref er kannski bara að setja upp veisluþjónustu? Tókstu ekki mynd af hafmeyjartertunni? Langar að sjá hana.
Til hamingju með lífið elsku vinkona, greinilega mikið stuð í Sveeeen með vaselinet.

Anonymous said...

er farin að sakna þess að vera hjá ykkur í mat, mmmmmmmmmm.
Þið megið nota orkuna mína í að pakka niður og klára öll kveðjupartý sem eftir eru, orkan mín fer þá ekki til spillis þar sem ég nenni hvort sem er ekki neinu.
Gangi ykkur vel:)

Anonymous said...

Já, það er ekki ofsögum sagt af dugnaðinum í þér, Brynja. Við Jóhanna höfum stundum rætt um það með öfund að þú sért orkumesta manneskja sem við þekkjum og okkur er fyrirmunað að skilja hvernig þú kemst yfir að gera alla þessa hluti.

Anna Sigga

Anonymous said...

Já, það er ekki ofsögum sagt af dugnaðinum í þér, Brynja. Við Jóhanna höfum stundum rætt um það með öfund að þú sért orkumesta manneskja sem við þekkjum og okkur er fyrirmunað að skilja hvernig þú kemst yfir að gera alla þessa hluti.

Anna Sigga

imyndum said...

Sæl elsku vinkona og takk fyrir seinast, ég sé að þér væri lítið að vanbúnaði að rúlla upp nokkrum vínlaufum og gera ljúfenga gúrku-jógurt sósu með ;)

Takk fyrir að gera brúðkaupið okkar enn eftirmynnanlegra, sönn vinátta er ómetanleg

brynjalilla said...

Takk elsku vinir fyrir að finnast ég vera dugleg, (hehehe ég segi auðvitað ekki frá því þegar ég er sófakartafla) Hlakka samt til að fá tækifæri til að gera ykkur veislu, þá verður stuð!