Tuesday, April 17, 2007
Kirsuberjatré, hrísterta og magakitl.
Þetta var löng og góð helgi og einhvernvegin tókst okkur að byrja ekki að pakka...hrmpff". Við áttum hinsvegar góðar stundir í sumarbústöðum vina okkar, fyrst á föstudeginum hjá Evu og Sven í pizzuveislu og svo í afmælinu hans Guðjóns, þaðan eru myndirnar. Borðuðum gamaldags hrístertu, soðið brauð, pönnukökur og jólaköku í boði húsmóðurinnar hennar Valdísar, hún er svo mikill snillingur í bakstri. Nutum þess að vera í Paradís frameftir degi. Börnin gróðursettu fræ úr tælenskum ávöxtum, Guðjón var held ég alsæll með japanska kirsuberjatréð sem við gáfum honum. Eitt er víst að ég ætla að fá mér eitt slíkt í garðinn minn í Lundi og trén geta verið í fjarskiptasambandi eins og við verðum þegar við yfirgefum fallegu Örebro. Sunnudagurinn var undirlagður dúkkuhúsaendurgerð, mikið upp úr því lagt að gera barbíhúsið hennar Dagrúnar nútímalegra og meira glansandi. Við sátum því hér úti á verönd, lökkuðum, saumuðum og veggfóðruðum og lögðum gólfdúk, ágætis dagsverk þar. Góð byrjun svo á vikunni, ég mála sem aldrei fyrr í kúrsi með honum Kelvin Summer, er með hugann við vorið og gleðina sem endurspeglast í litagleði og magakitli.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
11 comments:
Yndislegar myndir-Love Ásta
Hæ Brynja, sorry að ég hef ekkert kommentað heillengi. Þetta eru æðislegar myndir og þið virðist sannarlega njóta ykkar þarna í Svíþjóð. Margt spennandi að gerast hjá ykkur. Og boy, hvað þið eruð duglegar að gera dúkkuhúsið flott!
Myndirnar frá Egyptalandi eru líka geggjaðar!
Kær kveðja,
Ingibjörg
UMMM dreymi um að geta ræktað hér rósakirsuberjatré. Kannski getur þú bara gróðursett eitt svoleiðis fyrir mig í garðinum þínum.
Glæsilegt dúkkuhús, sæmir sannri prinsessu. Minnir mig á gamla góða daga okkar systra.
knús
Geggjað dúkkuhús og greinilega komið sumar hjá ykkur. Bíð enn eftir því hér í Íþöku! En á svo ekkert að sýna fleiri myndir frá Egyptalandi. Hvað með sérpantaða silkikjólinn frá USA. Ég hef enn ekki séð mynd af þér í honum.
Mmmh yndislega Svíþjóð :)
Kæra fjölskylda! Gleðilegt sumar síðan í gær!!
Ég er svo ánægð með að það sé loksins komið sumar, sit útá palli á bikiníinu að lakka tásurnar (þeas neglurnar á tásunum) og brosi framan í heiminn og les svo námsefnið full áhuga.
Lesist: Það er rigning... er á náttfötunum... ekki búnað klæða mig í 2 daga... á að skila 12 bls. ritgerð fyrir 2200 og á helminginn eftir...
Æ, já lífið er er bara svo yndislegt svona á sumrin...
Kirsuberjatré......hahaha þetta er eins og beint úr bók eftir hana elsku Astrid Lindgren. Ohhh mikið er annars langt síðan ég he smakkað á hrístertu. Fæ bara vatn í munninn af hrístertugræðgi. Fáum okkur ef til vill eina sneið þegar við hittumst í sumar. Fallegar myndirnar elsku Brynsí beib....greinilegt að þið hafið það gott í Sveeeen.
Skemmtilegt! Ég er að finna þessa frábæru bloggsíðu og þið að flytja heim - eða er það ekki rétt skilið hjá mér?
Síðan sér maður myndir af gömlum MA-meyjum, kemst að því að Rósa Rut er gift o.fl, o.fl.
Mikið gleðst ég yfir því hvað þið njótið ykkar vel,
bestu kveðjur úr Hfj.
Systa
elskurnar mínar allar, já ég hefði átt að monta mig meira af sænska sumrinu, kuldalægð og í þessum skrifuðum orðum er 4 stiga hiti hrmpfff. Við myndum sóma okkur vel saman úti á verönd núna Brynja Vala að lakka tásuneglurnar.
Ahh já systir mín góð, ég er svo sannarlega búin að rifja upp gömlu barbidagana, manstu hvað við vorum sáttar við að eiga eina sindý og eina barbí og svo hekluðum við kjóla á þær? Talandi um kjóla, Linda ég sendi þér mynd af mér í kjólnum þegar eg fæ myndirnar hennar Þórdísar... Og ég ætla sko að fá mér hrístertu með þér í sumar fnatalilla ooooooooooog vá hvað það var gaman að heyra í þér Systasæta mín, við erum reyndar að flytja til Lundar á Skáni og þar býð ég eftir því að þú bankar upp á og ég býð upp á rjúkandi kaffi og meðþí!
Gleðilegt sumar kæru vinir,
þið eruð greinilega aðeins lengra komin í vorinu en við, ég leifi mér alla vegana að efast um að það sé hvít jörð hjá ykkur núna þó að það hafi kólnað lítillega, en hérna á Ak. er sem sagt alhvít jörð - já gleðilegt sumar:)
Maður fær bara sumar í hjartað á sér hér með smá dassi af sætri öfundsýki við að sjá ykkur þarna létt klædd í sænsku vori. Hlakka til að fara að sjá ykkur, vonandi í sumar, sænsku eða íslensku.
Post a Comment