Sunday, June 17, 2007

17. júní

þjóðerniskenndin er bara ekkert meiri í dag en aðra daga, hinsvegar þá er 17 júní veður, 15 stiga hiti, rok og rigningarskúrar. Við erum samt búin að hafa það svo gott undanfarið og sofið betur vegna þess að nú er skaplegur hiti á nóttunni. Yndislegt að hafa tengdafjölskylduna hérna og veisla upp á hvern dag. Kolfinna bræðir mann með klingjandi hlátri og krúttlegheitum. Þór bróðir minn og Vigga hans hustru komu og auðvitað var íslenskt lamb í matinn ásamt hnallþóru af bestu gerð, súkkulaðibananköku a'la Fanney og nammikaka fyrir börnin og það var virkilega góð tilfinning að hafa stóra fjölskyldu í kringum sig. Ég blés á kerti þó afmælið mitt sé ekki fyrr en á morgun, nýt þess í dag að vera 35 ára...ennþá. En nú er sólin farin að skína og svei mér þá ég er að hugsa um að skella mér í smá skokk í tilefni þess, ætti kannski að hlaupa með íslenska fánann í hendinni og blása í blístru.

11 comments:

Anonymous said...

Hittumst í gær á Kaffi Akureyri. Ekki var nú mikil mæting en þessir komu:
Þórdís og Ingó, Finnur og Stína, Pálmi og Hrönn, Maggi og Brynhildur, Hjörvar og Árný, Pálína og maki, Bjartey og maki, Ragnhildur úr mínum bekk. Sátum til að verða hálf 2 og skemmtum okkur vel. Tók smá af myndum sem ég hendi inn við tækifæri. Saknaði þess bara að hafa þig ekki með.

imyndum said...

Gleðilega þjóðhátíð kæra vinkona

Anonymous said...

hæ hó jibbíji ....

Anonymous said...

gleðilega þjóðhátíð kæru vinir og til hamingju með rigninguna:)

Berglind Rós Magnúsdóttir said...

Gleðilega hátíð - mæli með að þú hlaupir með fánann - líka góð æfing fyrir upphandleggina ;)

Fnatur said...

Hey beibe. Yndislegt að hafa sína nánustu hjá sér. Njóttu þess skutla. Hlakka til að sjá þig eftir nokkrar vikur. Áfram Ísland.
Knús og kossar, F

Lilý said...

Elsku Brynz..

Ég var að vinna í veislunni í höllinni áðan og guð minn eini. Þjóðerniskennd, emmarembingur og nostalgía af bestu gerð. Þurfti að berjast við að fá ekki tárin í augun þegar skólasöngurinn var sunginn í síðasta sinn, kökkurinn var klárlega til staðar. Allir kennararnir og sætur angann bjartrar framtíðar fyllti loftið. Allir svo fallegir og fínir. Hugsaði til þín og fékk smá hnút í magan af söknuði þegar ég var að þjóna með einni sem notaði sama ilmvatn og þú. Beibílöv.. gott að heyra að þið hafið það über alles! Kossa fáiði fimmhundruð milljón frá mér :*

Og.. nú er eiginlega kominn 18. júní. Til hamingju með afmælið besta!

Anonymous said...

Til hamingju með afmælið kæra systir, megi næsta ár verða þér eins gott og ljúfur draumur og færa þér uppfyllingu óska.
Stórt afmælisknússssssssssss frá öllum í sveitinni og alveg sérstakar kveðjur frá Fífí

Anonymous said...

Til hamingju með afmælið elsku Brynja mín er á Akureyri hringi í þig þegar ég er komin heim. koss og knús Þórdís

Fnatur said...

Til hamingju með afmælið elsku skutlan mín.

Anonymous said...

Til hamingju með afmælið elsku Brynja.