Eldaði þennan ljómandi kjúklingarétt í gær, býð ykkur hér með einu sinni enn í huglægan mat, á þjóðhátíðardegi Svíalinga, gjörið svo vel!
Pestoostahvítlaukskjúlli fyrir 8.
2 kg kjúklingabringur
Vænn biti af brieosti, án hvítu himnunnar, 150-250 gr, smekksatriði
1 stór krukka grænt pesto
1 lítil krukka sólþurrkaðir tómatar
8-10 skallottulaukar, flysjaðir
Hvítlauksrif eftir smekk, ég notaði 10 rif
1 box kirsuberjatómatar
1 poki furuhnetur
Salt og svartur pipar.
Setjið bringurnar í ofsnskúffu
skerið í þær raufir og stingið feitum hvítlauksbitum og osti ofan í.
Saltið og piprið, farið varlega með saltið en verið djörf með piparinn.
Skerið sólþurrkuðu tómatana í strimla og blandið við pestóið en forðist að setja alla olíuna af tómötunum saman við.
Setjið afganginn af hvítlauknum, skallottulaukinn og kiruberjatómatana í ofnskúffuna og raðið fallega í kringum og milli bringanna.
Skellið Pestogumsinu yfir allt saman, sérstaklega kjúklinginn.
Dreifið hnetunum yfir.
Bakið við 200 gráður í 40-60 mín.
Látið það ekki hræða ykkur þó komi mikill vökvi, hann gufar upp að mestu en skilur eftir sig guðlegan kraft.
Berið fram með hrísgrjónum, salati og snittubrauði og í tilefni dagsins er ekki dónalegt að opna eina Pinot gris hvítvín eða eitthvað ljúft rauðvín sem gefur manni sálarfrið, allavega það kvöldið;)
Tillögur að umræðuefni með matnum:
Gildi þess að hafa útisnúrur.
Gildi þess að eiga handknúna sláttuvél.
Afturhaldssemi svartstakka og lútersku kirkjunnar gagnvart hjónavígslum homma og lesbía.
Veggjalús og önnur "gæludýr"
Vangaveltur um af hverju Svíar halda þjóðhátíðardaginn sinn 6. júní og komast að þeirri niðurstöðu að það hafi verið sá mánaðardagur þegar Gustaf Vasa missti sveindóminn.
Verði ykkur að góðu
Wednesday, June 06, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
12 comments:
Umm hjómar vel get ég sagt þér umm langar í matarboð hjá þér. Lóla var hjá mér í klúbb í gær held hún sé orðin freka spennt að fara til þín :-)
Til hamingju með daginn mínir kæru svíþjóðarfarar, góða fólk í næsta húsi, borðþjófar og aðrir.
Er mætt í kjúklinginn og hef með eftirréttinn, ferskan og ljúfan sítrónu/rjóma/hlauprétt og íslenska fánann til að samfagna.
Fagna stöðuhækkun útileguborðsins og brottflutnings blóðsuganna,
af því tilefni pantaði ég ferð til ykkar í lok júlí. Geri mér miklar vonir um gistipláss hjá ykkur. Má ég koma og gista? Ég skal vera ósköp góð og stillt og reyna að skilja ósiðina eftir heima og já er búin að kaupa pínu pakka handa þér og Tobbu, set það einnig á vogarskálarnar.
Hér er komið alvöru sumarveður og einkabarnið mitt mætti í sinn fyrsta formlega vinnudag í morgun, litla bláa garðborðið mitt er enn á sínum stað en vantar einn blómapott, héld nú samt að hann hafi fokið en ekki verið stolið.
Jæja en er möguleiki að við fáum gistingu hjá ykkur elsku systa litla?
ps. hef óyggjandi sannanir fyrir því að sveindómurinn fauk einmitt þennan dag.
Fífí spyr "flokkast hún undir önnur gæludýr"?
Amminamm...ekkert smá girnó. Elska kjúlla, pestó og hvítlauk...hvað þá saman í einum graut.
Að sjálfssögðu færðu gistingu, ég mun viðra dúnsængina og setja blóm í vasa kæra systir, bara fyrir þig. Lofa að elda eitthvað gott og fara svo með þér á loppis. Skilaðu kveðju til fífí og segðu að fyrir mér sé hún frekar fjölskyldumeðlimur en gæludýr.
Það er svo gaman að "hlusta" á ykkur systur spjalla :-) Kjúllarétturinn bragðast dásamlega í huganum og það svífur á mig af léttvíninu. Fór í dag að Végeirsstöðum í Fnjóskadal og ég sver að það var eins og ég ímynda mér svíþjóðska stemmingu, tré allt um kring, pínulítil krúttleg sumarhús með engu rennandi vatni eða rafmagni, fullt af gömlum húsgögnum, borðdúkum, flugum í gluggunum, blóm, styttur, kapella, steinasöfn eigendanna allt um kring, fuglasöngur og í þessari paradís var hlýtt!!! og logn...... æ mig langaði að eiga þetta og alltaf í svona veðri....
Halló dúllurnar mínar ég er viss um að kjúllinn bragðast dásamlega, við erum farin að hlakka óendanlega mikið til að hitta ykkur öll eftir 4 daga, ég vona nú samt að ég verði ekki sett í "lúsarúmið" þó ég sé nú reyndar kona með reynslu í þeim efnum,er að klára síðustu vorverkin í vinnunni skólaslit voru á mánudag og nú er langþráð sumarfrí handan við hornið. kossar og knús og sjáumst fljótt.
Elsku besta.. takk fyrir mig og unaðs stundir.
Það sagði mér eitt sinn maður þegar ég átti erfitt með að sofna eitt kvöldið, að besta ráðið við því væri að hugsa um þrjú augnablik sem dagurinn hefði fært mér og um leið gefið mér dass af hamingju og skreytt andlit mitt með brosi. Hann sagði líka að ef maður gerði þetta á hverju kvöldi þá yrði maður í heildina mun hamingjusamari og svæfi betur. Svo ég tók þetta upp eftir honum.
Sunnudagskvöldið sem ég kom frá ykkur poppuðu ný og ný augnablik upp í huganum og ég gat ekki með nokkru móti haldið mig við þrjú. Það þarf þá varla að tíunda það hversu vel ég svaf um nóttina.
Gull og gersemar.. hlakka óendanlega til að hitta ykkur á fróni.
Ást alltaf :*
Börnin sofandi vaert i hreinum lusarlausum rumum hja Brynju, eg a vist ad vera tálbeita her heima hja mer i nott, vonandi drepast thaer tho eftir eitrunina i dag, gott ad eiga B rynjulillu og Vallatralla ad a svona stundum.
Nu bid eg fyrir dauda allra lusarindla her a minu heimili, bad bad bad bad bugs, aetla a morgun ad tjuna mig nidur eins og Brynja sagdi ad eg aetti ad gera og fer svo med allt mitt ad hitta mitt hyski i Toscana a laugardagsnott, Valli minn aetlar ad skutla okkur, kaupi eitthvad fallegt handa theim i stadinn.
knusi pons
tobba sem er med lys a heilanum,
vonandi bita thaer mig ekki i hel i nott.
hata ad vera talbeita, en finnst gaman ad vera leinilögga.
hhaha ætlar valli að skutla ykkur til Toscana? En börnin sváfu vært og gera enn en ég er að fá mér morguntesopann minn meðan heimilið sefur, elska þessa stund
Sæl Brynjalilla. Ósiðir að kvitta ekki í gestabók... sérstaklega þegar maður er orðinn svo tíður gestur á blogginu þínu! Er samt enn að komast yfir það að vera að njósna um fólk sem ég rétt kannast við en Tobbu þekki ég hins vegar mjög vel og fylgist spennt með lúsarmálinu ógurlega!!! Og nú finnst mér ég reyndar gjörþekkja þig líka... Sakna nú Lundarins góða þegar ég les um matarboð og sumarveður. Kærar kveðjur og einkum og sér í lagi til Tobbu minnar og Sveimba - góða ferð til Toscana!
ah...mikið er gaman að heyra í þér María Páls, ég man þegar við fórum saman í bað. En ég veit líka að þér finnst jarðaber jafn falleg og þau eru góð. Skilaði kveðjunni þinni á heitu kvöldi, út á verönd og rauðvínsglasi.
Post a Comment