Thursday, June 21, 2007

Hver er þessi Jón? Jón frá Felli kannski?



Jónsmessan/Midsommar nálgast og mikil tilhlökkun í loftinu. Svíar borða aldrei eins mikið af jarðarberjum og þá, dansa þjóðdansa í kringum midsommarstången og gera sér glaðan dag. Við ætlum að skella okkur í tívolí í Köben og það er aldrei að vita nema eitt og eitt hvítvínstár renni ljúflega í mallakútinn og sleiki hann svolítið. Lólan mín og hennar fylgifiskar eru í heimsókn og ég ætla að halda þeim veislu um helgina, setja fullt af afskornum blómum í vasa og að sjálfssögðu baða mig upp úr dögginni.

Læt fylgja með uppskrift af Jónsmessubombunni:

2 púðursykurmarensbotnar, keyptir eða bakaðir, ég geri púðursykurbotnana á bls. 30 í kökubók Hagkaups.
2-3 pelar rjómi
vænn slurkur af þykkri karamellusósu t.d. oboy, allavega 4-5 sprauthringir
vænn slurkur af þykkri súkkulaðisósu t.d. oboy, allavega 4-5 sprauthringir
2 öskjur jarðaber
1 askja bláber eða bara meiri jarðaber

þeytið rjómann, blandið karamellusósunni saman við helminginn, smakkið til
og setjið á annan marensbotninn.
Setjið hinn botninn ofan á og hinn helminginn af rjómanum ofan á hann,
skellið berjunum á og sprautið súkkulaðisósunni yfir, ég set ríflega en þetta er smekksatriði.

Gott að láta kökuna taka sig aðeins áður en hennar er neytt.

Verði ykkur að góðu og gleðilega Jónsmessu dúllubossarnir mínir.

ps: vegna fjölda fyrirpspurna, læt ég mynd af mér í kjólnum fræga fylgja með.

15 comments:

imyndum said...

Þetta er uppskrift að kaloríubombu dauðans, mikið svakalega lítur hún vel út ;)
gleðilega jónsmessu og sumarsósltöður

Anonymous said...

Verði ykkur að góðu þessi marengsbomba :-) Júhúúú trallala
Bið að heilsa Lólu og ykkur öllum og skemmtið ykkur vel í Köbens.

Anonymous said...

Já gleðilega jónsmessu og takk fyrir alveg yndislega daga hjá ykkur. Kysstu fólkið þitt frá okkur gamla settinu í Snægilinu.

Fnatur said...

Ja hérna nú ferðu alveg með mig....usssssssssss þvílík bomba.

Anonymous said...

Vá, þvílík bomba. Kannski geri ég hana í tilefni af heimsókn vinkonu minnar á Jónsmessunni. En fást þessar oboy sósur hérna heima?

Takk fyrir innlitið á síðuna mína, ég verð því miður ekki heima í sumar þegar þú kemur, við eigum sumarbústað á Mýrum 19-24. júlí. Bömmer. Mig langar svo að sjá framan í þig.

Anonymous said...

er í huganum með ykkur munaði litlu að ég feldi mig í töskunni hennar Lólu og kæmi með ...

Anonymous said...

þessi kaka er náttúrulega bara geðveik !
Takk fyrir okkur !
Hlökkum til að sjá ykkur í júlí.

Væri alveg til í uppskriftina af bananakökunni ;)
Kveðja
Edda, Addi og Kolfinna

Anonymous said...

Bomba á bombu ofan, báðar jafn glæsilegar.

Fnatur said...

Úhhhhh yndislega falleg kjólamyndin af þér. Algjör mega ofur skutla;)
Bara 4 vikur þer til að ég verð í mínum haha.
Knús, Fannsa

imyndum said...

Þessi kjóll vekur nú upp mynningar ;)
Alltaf jafn glæsileg
kossar

Anonymous said...

jónsmessugleði þetta árið verður á ættarmóti í húnavatnssýslu, í tjaldútilegu og öllu tilheyrandi, velti mér væntanlega upp úr dögginni með ættingjunum annað kvöld:)
Hr. Campain er með í för ásamt félaga sínum swissmiss, þeir klikka ekki þegar hrollurinn fer að fara um mann í útilegunum:)
Bobukakan verður að bíða betri tíma:)
kossar og knús
hannaberglind

Anonymous said...

hæ elskunar og já gleðilega jónsmessu öll sömul ég og dóttir mín erum dolfallnar og ísfold sagði bara vá þetta er vinkona mín :) læt vera að velta mér upp úr dögginni hef það fyrir víst að það geri óhreyfanlegri manneskju lítið gagn :( en læt mér nægja að vera með ykkur í huga þetta skiptið og vildi gjarnan vera hjá ykkur en það er þó von að við zip skreppum ein til köben í haust :) ást og kossar ragnan

Magnús said...

Þessi Jón er Jóhannes skírari auðvitað. Ertu ekki kristin?

Berglind Rós Magnúsdóttir said...

Er þetta silkikjóllinn frá USA? Geðveikur!

Anonymous said...

YOU ARE STUNNING!! Ef þú færð leið á akademíunni þá áttu greinilega greiða leið í útlitsbransann!!
Ásta