Saturday, June 09, 2007

Tré, miðaldir og góðir dagar


Klukkan er hálfníu á laugardagskvöldi, hitinn sýnir 28 gráður inni sem úti og hér ríkir ró eftir annasaman dag. Í dag voru gróðursett tré í miklum móð, allir völdu sér eitt tré. Valur valdi sér rauðan hlyn, Dagrún valdi sér eplatré, Hörður valdi sér kirsuberjatré og ég valdi mér hvítblómstrandi Hortensíu. Tek fram að einungis voru völd tré sem töluðu til mín. Yndislegur dagur alveg hreint og við nutum þess að vinna í garðinum og kasta kveðjum á þá sem áttu leið hjá. Drukkum appelssínusafa blandaðan í sprite zero og sólbrunnum svolítið.

Þessi vika er búin að vera frábær. Byrjuðum hana á að fara á "miðaldadaga" Lundar og sáum bæði fólk að störfum og ýmiskonar muni, vopn og klæðnað og sprell tileinkað miðöldum. Hörður Breki keypti sér handgerðan boga og örvar, virkilega falleg smíð og eigulegur gripur. Svo kom Freydís í heimsókn ásamt börnunum sínum Bjarti, Freyju og Frigg og þið getið rétt ímyndað ykkur fagnaðarfundina. Yndislegt að sjá hvað börnin eru búin að þróa með sér djúpstæða vináttu. Strákarnir náttúrlega eru bara tvíburasálir í svo mörgu enda hafa þeir fylgst lengi að eða síðan í leikskóla. Við elduðum kjúkling sem var svo stór að við kölluðum hann skrímslið en hann rann ljúft ofan í svanga maga. Lílýlillan mín kom ásamt vinkonu sinni og veislu var slegið upp með þeim og lúsafjölskyldunni. Falleg kvöldstund og ljúf.

Ég málaði svolítið, naut þess að gera það úti og fílaði mig í botn. Sé því miður ekki fram á að hafa mikinn tíma aflögu til að mála þar sem húsið fyllist brátt af mjög velkomnum gestum og ætlunin er að njóta samvista við þá sem mest og best. Mikið lifandi skelfing hlökkum við til að sjá ykkur júnígestir!














8 comments:

Anonymous said...

Hlökkum til að koma og knúsa ykkur og heyra trén tala :)
Erum búin að troðfylla allar töskur af mjólkurkexi, cheeriosi, kleinum, flatbrauði og hinu og þessu góðgæti. Komum sjálf bara í einu dressi og verðum svo bara að kaupa okkur nokkur ný og setja í töskurnar þegar búið verður að taka allan matinn upp !

Þið getið farið að taka niður gullin ykkar af stofuborðinu því það styttist í litla skæruliðann, já eða Brasilíu einsog Kolfinna er gjarnan kölluð ;)
Erum ógurlega spennt að sjá ykkur öll :)
Knús heim í kotið
Edda

Anonymous said...

Hæ Brynja, ég les alltaf bloggið þitt, hef samt ekki sett inn komment nýlega, vildi bara kasta á þig kveðju,
Ásta tannsi

Fnatur said...

Hæ skvísa. Til hamingju með blessuð tréin. Skil þig vel því við erum voða mikið í trépælingum þessa mánuðina. Yndislegar myndirnar. Krakkarnir greinilega njóta sín vel í Svíþjóð.
Hvernig er það samt...er engin loftkæling í húsunum??
28 stig inni og úti!!!!!!
Hrein klikkun.
Kveðja frá Indiana. Úti +30 gráður, inni loftkæling mhúahahahaha. Endilega skellið ykkur í heimsókn ef ykkur verður of heitt inni ;)
Love, Fnatz

brynjalilla said...

Nei engin loftkæling fyrir utan viftuna sem við keyptum okkur í fyrra, því miður enda er óbærilega heitt. klukkan er rétt um 8 að sunnudagsmorgni og ég er komin á fætur, það er ekki hægt að liggja lengi í rúminu í þessum hita. sit á brókinni, viftan kælir mig ljúflega og frjóofnæmisstíflan er að hverfa úr nebbanum mínum, tek út garðyrkju gærdagsins uss. En elskulega fnatan mín vonandi fer ég að hitta þig á msn.

Og Eddan mín ljúfa litli skæruliðinn er svo innilega velkomin, dreymdi hana í nótt og hún var aftur orðin pínulítil og ég var að knúsa hana. Hér er ekkert stofuborðið bara gott rými fyrir litla fætur og hendur sem vilja skoða heiminn.

Ásta takk fyrir kveðjuna,ég hlakka svo til að hitta ykkur systur í sumar!

Anonymous said...

hæ sæta mín
yndislegt þessar myndir af ykkur og sjá hvað þið njótið lífsins í hinni heitu svíþjóð, skemmtileg nærmyndin af þér að mála, töff mynd:)
það er ómetanlegt að eignast vini fyrir lífstíð og það sannast í börnunum að það er hægt, notalegt að vita það að þrátt fyrir fjarlægð, fáar og stopular samverustundir þá heldur vináttan og ef eitthvað er styrkist hún vegna fjarlægðarinnar

Anonymous said...

ég bara dæsi þegar ég skoða þessar myndir og reyni að sannfæra Ingó um að finna hús hjá ykkur og bara koma til ykkar...

Anonymous said...

http://ma92.blog.is/blog/ma92/

innskráning er ma92 og leyniorð emma92 komdu þessu á sem flesta og skrifaðu nú eitthvað skemmtilegt

Anonymous said...

Hef verið að renna í gegnum bloggið þitt, næstum frá upphafi.
Veistu hvað stendur uppúr?
Matarástin.

Systa
15 ára stúdent