Tæp vika í Íslandsferð og maður leyfir sér að detta inn í Íslandsþrá. Hlakka til að heilsa upp á fjöllin, sjóinn, víðáttuna, Brynjuísinn, pippsúkkulaðið, sundlaugina, kjarnaskóg og náttúrlega fjölskylduna og vinina.
Hér er annars góður fílingur, veðrið er gott og við borðuðum úti á palli í gærkveldi, það var yndislegt og okkur var alveg sama þó sólin skini í augun, buðum hana velkomna eins og vini okkar Hjörvar og Árnýju sem kíktu við ásamt 3 börnum sínum, Hrefnu, Unu og Loga. Grillaður túnfiskur rann ljúflega niður og kirsuber, epli ásamt ítölskum blámygluosti fylgdu á eftir.
Læt nostalgíuíslandsmyndir fylgja með.
Tuesday, July 10, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
13 comments:
já skvísa nú er að koma að þessu er byrjuð að pakka í huganum stefni á að koma sunnudag/mánudag norður og þá verður stuð hjá okkur.
jeminn hvað krakkarnir eru lítil þarna..... já og með lítið hár ! hahah
Hlökkum til að gefa ykkur knús...bara nokkrir dagar þangað til :)
Kveðja
Edda
ég er líka farin að telja niður
kossar og knús þangað til:)
æ en hvað verður leiðinlegt að missa af þér Brynja mín. Erum að leggja í mikla reisu á morgun, komum ekki aftur til Ak fyrr en eftir ca 2-3 vikur.
Knús,
Ingibjörg
Búin að setja bleika kampavínið í kæli.
knús
ást til ykkar, bleikt kampavín amminamm! Æ Ingibjörg, ég ætla að horfa löngunaraugum yfir götuna, missi af þér að sjá þig með bumbulús en hafðu það nú gott í fríinu og farið vel með ykkur.
Það er þægilega stutt í þig :)
úlala pipp, bingó, bananastykki, rommý, lindu marzipan súkkó og kleinur. Amminamm.
Get ekki beðið eftir að hitta þig, börnin og annað frábært fólk.
Hæ, Brynja, rakst á komment frá þér á síðunni hennar Berglindar Rósar :-)
Bestu frá Akureyri
Ingólfur
ingolfurasgeirjohannesson.blog.is
Hundfúlt að missa af ykkur, sjáumst bara næst...
Knúsí músí
Góða ferð til Íslands :)
Nú eru bara 3 vikur þar til ég fer heim og já ég er byrjuð að telja niður :)
hilsen pilsen
Guðbjörg Harpa
það styttist og styttist :)
Góða ferð og borðaðu eitt Pipp fyrir mig :)
áttu nokkuð góða og einfalda uppskrift af Humus?
Post a Comment