Friday, July 06, 2007

sullskór og rauður vörubíll

þetta var fyndið í dag þegar börnin fóru í baðfötin og hoppuðu á trampolíninu. Komu inn köld, hundvot en glöð og fengu kakó búið til úr súkkulaðiíssósu og mjólk, góður drykkur. Rigningin er búin að lemja hér allt svoleiðis sundur og saman og hitastigið skitnar 14 gráður. Núna þegar klukkan er hálf tvö að nóttu er ég svo uppveðruð og blaut í tærnar að ég verð að deila því með ykkur. HÉR ER FLÓÐ. Lánsamlega erum við enn ekki á hættusvæði en vinafólk okkar og nágrannar standa í stíflugerð og hjáveitum og Valur aðstoðar við hjálparstörfin. Ég var að koma heim úr skoðunarleiðangri. Fólk misvel klætt og skóað gengur um göturnar hálfringlað sumt en annað fókusað og vinnur hratt og örugglega við að bjarga rósarunnum og sumarblómum frá drukknum. Í huga minn skaust minning um læk og stíflugerð og rauðan plastvörubíl sem ég átti, held að ég hafi unnið hann á bingói. Löggan er mætt og björgunarsveit en enn sjást bara myndugleg ljósin blá og rauð en lítið um aðgerðir. Á leiðinni heim til sofandi barna óð ég fram hjá einmanna umferðaskilti sem rak undrandi upp hausinn úr vatnsflauminum. Það kallaðist á við ljósastaur sem rétt gat látið ljós sitt skína og vorkenndi honum óskaplega.

Þetta er ekki lengur fyndið og það er spáð meiri rigninu, þá vil ég heldur almennilega íslenska stórhríð, hægbráðnandi vor og rauðan plastvörubíl.
http://www.aftonbladet.se/vss/malmo/story/0,2789,1113500,00.html
Tékkið á linknum.

11 comments:

imyndum said...

Valli flottur á forsíðu, en þetta hafa verið þokkalegu vatnavextirnir! Eru svona flóð algeng á Skáni eða er þetta eitthvað nýtt? Þetta eru rosalegar myndir!

Anonymous said...

Ímynda mér að fallega fólkið hefði nú viljað eitthvað annað tilefni til þess að komast á forsíðu blaðanna !

Þetta er agalegt að sjá og vonandi fer að stytta upp og niðurföllin að hafa undan.
Erfitt að ímynda sér þetta en örugglega erfiðara að vera þarna live.

Kveðja
Edda

Anonymous said...

ja hérna ekkert smá mikið af vatni. Hér rigndi aðeins í nótt sem var gott allt farið að skrælna. En nú skín sólin enn og það er hlýtt og gott úti búin að fara í sund reglulega undanfarið og vona að þetta haldist. Komin með frí frá og með 16 júlí og byrja ekki fyrr en 20 ágúst aftur jibbí jei.....

Anonymous said...

mér finnst þau hjúin taka sig einstaklega vel út. Þau ganga greinilega mjög vasklega til verksins. En svo að ég sé nú eigingjörn þá er ég nú bara glöð að vera hérna heima í sólinni :)

Nú þarf ekki að keyra til Lundar til að fara í sund. Það eru greinilega hæg heimatökin núna.
Kv. Lóla

Vallitralli said...

http://sydsvenskan.se/sverige/article249899.ece

Anonymous said...

Flott forsíðumynd af Val og Tobbu,þau taka sig alltaf vel út.Þvílíkar andstæður, við hérna á Akureyri hrópuðum húrra í gær af því það ringdi seinnipartinn. Sendum baráttukveðjur úr Snægili 18

Lilý said...

Valli byggir valla. Því hann kann sko að tralla!

Nú spyr ég.. ert það þú sem komst yfir hreingerningabrjálæðinu á einhvern þarna uppi?

Vona að hann fari að taka sér tak.

Fnatur said...

Nei hvað Trallinn tekur sig vel út á forsíðunni. Bara orðinn frægur í Sven.
Ég veit ekki hvað er að gerast í dag. Flóð hjá þér, vinkona mín í Idaho hringdi í morgun og allt í sinubruna hjá henni og á meðan biðjum við hér í Indiana um nokkra rigningadropa því allir grasfletir eru orðnir gulir af þurrki. Ertu til í að stíga smá regndans og færa dembuna yfir til okkar Brynja mín.

p.s. fer í Wet Seal í dag og tékka á bolnum góða.

brynjalilla said...

já þetta er búið að vera rosalegt en sem betur fer er farið að hjaðna í rigningunni og geðheilsan fer vonandi að lagast samhliða því. Mikið tjón hjá mörgum og mikil vinna framundan við viðgerðir. Við erum hinsvegar fegnust því að þurfa ekki að hanga inni því nú erum kleinurnar, mjólkurkexið og piparkökurnar búnar og sjónvarpið og tölvan mjálma ámátlega í kór á frí.

Anonymous said...

Vá svakalegt að heyra af þessu. Vona að allt komist í samt lag fljótt og vel. Er hér í hitanum og sólinni og ekki von á rigningu í bráð! Er að fara heim eftir tæpan mánuð og þá á maður víst von á bleitu ekki satt!
knús langaði bara að láta vita af mér og já ég kiki inn reglulega .)
Guðbjörg harpa

Anonymous said...

jeminn eini, þetta er svaðalegt! Vona að rigningin sé hætt hjá ykkur núna.

Kveðja úr þurrkinum á Akureyri.