Friday, October 26, 2007

Brynjulegt frá hjartanu

Langaði bara að senda ykkur þetta ljóð, alltaf svo fallegt með mikilvægum boðskap.

Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt,
sem dropi breytir veig heillar skálar.
Þel getur snúist við atorð eitt.
Aðgát skal höfð í nærveru sálar.
Svo oft leyndist strengur í brjósti,
sem brast við biturt andsvar, gefið án saka.
Hve iðrar margt líf eitt augnakast,
sem aldrei verður tekið til baka.

Munið að brosa til náungans og ykkar sjálfra, ekki vera fúl í röðinni í Hagkaup/Ica, ekki láta þvottinn í körfunni fara í taugarnar á ykkur, ekki láta yfirmanninn eyðileggja daginn, ekki hafa áhyggjur af jólunum, ekki pirrast út í makann af því hann setur ekki tappann á tannkremstúbbuna, ekki velta ykkur upp úr gömlum erfiðum minningum, andið bara djúpt að ykkur, njótið augnablikisins, farið vel með ykkur og ykkar nánustu. Kaupið ykkur afskorin blóm, kveikið á kertum, hlustið á góða tónlist, fáið ykkur góðan heitann drykk í góðum félagsskap, knúsist. Ég ætla að leggja mig sérstaklega fram þessa helgi þar sem ég er að fara að byrja í 2 vikna fyrirlestrarlotu og þarf að byggja mér upp jákvæðnisforða og eiga góð og einlæg bros á lager. Hmmm já það er alltaf betra að brosin komi frá hjartanu en ekki rassgatinu.


ástarkveðja og góða helgi
Brynja

5 comments:

imyndum said...

Vinkonu knús frá París

Thordisa said...

jebb tek undir þetta allt hjá þér nákvæmlega það sem ég ætla að gera. Loksins hætt að rigna hér og sólin farin að skína vona að það haldist áfram. Ætla að eiga gott kvöld með vinum og njóta þess að vera með manninum mínum glöð og kát....

Fnatur said...

Yndislegt ljóð og boskapur sem að maður ætti að hafa í huga daglega.

Vona að helgin verði hlý og góð.

kossar xxx

Anonymous said...

Elsku Brynja, aldeilis góður boðskapur og eitthvað sem maður ætti alltaf að hafa í huga. Alas, stundum vill það gleymast að vera jákvæður í annríki dagsins og streði, en þetta ljóð segir allt sem segja þarf. Hver skrifaði það aftur?

Berglind Rós Magnúsdóttir said...

Þoli ekki bros sem koma frá rassgatinu :) góð!