Wednesday, October 24, 2007

léttur og löðurmannlegur

Mig vantar svo góða uppskrift af einföldum en ljúffengum forrétt sem passar að hafa sem aðdragana að íslensku lambakjöti. Sem sé ekki of þungann heldur léttan á fæti og löðurmannlegan. Eruð þið með hugmyndir? Gæti skipt máli en ég er að fara til Kaupmannahafnar þar sem er gott úrval matar...kann einhver uppskrift af einhverju dönsku góðgæti, altso þá einhverju öðru en flööödeskum

Flöööööööööööödeskum
Brynja

8 comments:

Anonymous said...

Ofnbakaðir sveppir með mozarellaosti heillin mín ummmm svo gott.
sko!
-Vænar lúkur af ferskum stórum sveppum. skornir í þunnar sneiðar.
-ca 150 gr. Mozarellaostur þessi í kúlunum, rifinn í smá bita.
-1 stilkur ferskt timian.
-Sjavarsalt og nýmalaður svartur pipar.
-jómfrúarolía.
Leggðu sveppaskífurnar í eldfast mót. Stráðu ostinum yfir ásamt timían. Kryddaðu með salti og pipar.
Ýrðu olíunni aðeins yfir og skelltu þessu undir grillið. Fylgstu með þar til osturinn fer að bobbla og verður gullin. þá er nammið tilbúið og berðu þetta fram á klettasalatbeði með góðu brauði með brakandi skorpu og hvítu í glasi. Voila.
ps. fyrir þá sem vilja má einnig strá örlitlum ferskum rifnum hvítlauk yfir.
Má gera fyrirfram og svo bara skella í ofninn.
knús

Fnatur said...

Blandaðir sjávarréttir í tartalettum

900 gr blandaðar sjávarafurðir (rækja, hörpudiskur, skötuselur, humar)

¼ blaðlaukur

½ paprika

½ epli

5 sveppir

2 ananashringir

½ sítróna

2 dl hvítvín

20 gr smjörlíki

¼ l rjómi

1 msk karrý

1 tsk soyasósa

krydd : grænn pipar, fiskkraftur, sítrónupipar, dill, pikanta.

Smjörlíki er sett á pönnu og hitað við vægan hita. Allt grænmeti er svissað á pönnunni og karrýinu stráð yfir. Öllum vökva er hellt á pönnuna og þykkt með ljósum sósujafnara. Kryddað. Sjávarafurðunum er bætt út í og suðunni hleypt upp. Borið fram í tartalettum.

brynjalilla said...

slef, vonast eftir harðri samkeppni um hvaða uppskrift mun hafa vinningin!

Fnatur said...

Þessi er líka nokkuð léttur á fæti.

Appelsínumarineraður lax

Fyrir 6 manns

Hráefni:
1 stk. laxaflak, 600-800 g
1 msk. hunang
2 tsk. salt
1 dl sítrónusafi
1/2 tsk. nýmalaður svartur pipar
1 msk. ólífuolía
1/2 dl appelsínuþykkni
20 stk. græn piparkorn
1 msk. mynta, söxuð
börkur og safi af 1 appelsínu

Leiðbeiningar:
Beinhreinsið laxinn og roðflettið. Skerið í þunna bita og setjið í djúpa skál. Rífið börkinn af appelsínunni með rifjárni. Setjið börkinn í sjóðandi vatn í nokkrar sekúndur. Hellið í sigti og kælið.

Kreistið safann úr appelsínunni í skál. Blandið saman appelsínusafa, hunangi, salti og sítrónusafa, ólífuolíu og appelsínuþykkni. Hrærið vel saman. Bætið appelsínuberkinum saman við og myljið græna piparinn út í. Að lokum er saxaðri myntunni og nýmöluðum svörtum piparnum hellt yfir hráan laxinn og hrært vel í.

Marinerað í sólarhring. Borið fram á fati skreyttu salati.

Hægt er að nota annan fisk í þennan rétt, t.d. lúðu.

imyndum said...

Blessuð, einfaldasti forréttur í heimi er snittubrauð skorið í snittur, sneið af hvítum geitarosti (ekki þessum brúna norska sem ég hef heyrt svo margar hryllingssögur af) sett á hverja snittu, góður dropi af hunangi þar ofaná og stungið inn í ofn þar til hunangið er vel bráðið ofan í ostinn. Gerist ekki einfaldara og mun betra en það gæti nokkurntíma hljómað á blaði og fer örugglega

Anonymous said...

ruccola sallat, med snöggsteiktum stórum raekjum i chili, hvítlauk og olífolíu skreytt med balsamvinäger skreytt i kring á disknum...algjört aedi samkvaemt Sven...Hringi í tig fljótlega kaera vinkona...gangi tér vel

imyndum said...

... fer örugglega vel á unan íslensku lambalæri átti þetta að vera. Svona fer fljótfærnin með mann.

Kossar

Anonymous said...

eg er med einn godann!!

ein skal af kornflexi
half skal af mjolk!

skemmtileg blanda og ansi vinsael skilst mer!