slurp, rop, kjamms, jáhá ég er ekki ólétt ó nei en stend mig að því að taka upp á gömlum ósiðum sem minna mig á óléttutímabilin í lífi mínu. Smákökur, sætabrauð og kakó á diskinn minn helst í öll mál, þarf að deila þessu með ykkur. Líklega máttlaus tilraun til að létta af samviskunni en hún er bara svo lítið að bjaga mig, nýt þessa hamsleysis meðan er og tek upp sportskóna þegar þorrinn gengur í garð ...ætla að baka kærleikskökur í kvöld, nafn sem sonur minn fann upp á en við setjum lítið sykurhjarta á hverja súkkulaðikærleiksköku og njótum þessvegna enn frekar að kjammsa á slíku guðafæði.
Ég dett inn í jólaskap, hlusta á jóladívurnar mínar, Carolu, Celin Dion og Maríu carey, (já ég er dívukona á jólunum og hananú og bannað að gera grín af mér) baka og skreyti á milli þess sem ég:
a. geri drög að rannsókn á Skáni um offitu og lífstíl barna og foreldra þeirra
b. Reyti hár mitt og sýni viðleitni að skilja og nota faraldsfræðilega tölfræði
c. Hanna úrræði fyrir yfirgefin börn í Rúmeníu, nánar tiltekið í borginni Galati
d. Tekst á við lífið og tilveruna með bjartsýni
e. Fræðist um heimsástandið í heilbrigðismálum og hvað heimurinn getur verið ljótur og góður í senn.
Niðurstaða: Jólin koma hvað sem öllu líður og leiðarljós mín eru trú von og kærleikur.
Trú, von og kærleikur til ykkar allra
Brynja