Monday, December 03, 2007

Kleinachten 2007


Ég er farin að kalla námið mitt tveggja ára hausverk vegna annríkis, ekki misskilja mig mér finnst þetta frábært nám en hafði fram að byrjun þess lifað í einfaldri hugsun um að ég myndi rúlla þessu upp með iðjusemi. Hana vantar svo sem ekki en tíma vantar því ég lofaði mér að fjölskyldan, vinirnir og ég sjálf myndu fá sinn skerf. Viðurkenni reyndar að leikfimistímum hefur eitthvað fækkað, bloggfærslum hefur fækkað og iðjusemi á msn er til skammar. En ég er sátt við að gefa börnunum tíma minn, vinum mínum og eiginmanni án þess nefnilega hefði ég ekki orku umfram til að lesa "public health".
Við áttum Yndislega ferð til Prag sem þið fáið að heyra seinna um, bið ykkur samt að taka eftir kristalljósakrónunni á myndunum. Yndislegir vinir voru í heimsókn um helgina Rósa og Marvan frá París. Við sleiktum út um og nutum þess að borða með þeim foi gras og rofja upp Egyptlaland og styrkja vináttuböndin með samveru. Vel heppnuð litlu jól voru haldin þeim til heiðurs með unaðslegu íslensku lambi á la cusine de mamma og egypskur réttur var í forrétt, á la Rosa et Marvan, kartöflur á la mamma de Tobba og dessert de la Tobba et Fredrik, unaður sem entist langt fram eftir nóttu. Já þetta tókst vel þó hafi vantað Frosta heiðurgest undanfarinna ára og fleiri vini sem komust ekki vegna óhentugrar landlegu og annarra ástæðna. Já þetta er dýrmæt tilvera sem maður lifir í og óumræðanlega mikilvægt að lita hana rauða endrum og eins.

ps:Vona að þið komið sem flest að ári and Mihaela we missed you, promise me to come next time!










10 comments:

Anonymous said...

Hi,

u are very beautiful and sexy. i am very sorry that i couldn't be there with u. next time for sure.
kisses&love
Miha

Anonymous said...

Thakka fyrir mig og mina, alveg frabaert kvöld, maturinn guddomlegur, folkid fallegt og skemmtilegt och tonlistin framurskarandi, foreldrar minir skemmtu ser vel,

tobba tútta

Thordisa said...

Hefði viljað vera með ykkur en við Lóla voru svo sannarlega með ykkur í anda. Ég stefni á að koma næstu litlu jól og koma líka löngu fyrir þann tíma í mína fyrstu heimsókn. Sakna þín gífurlega mikið koss og knús og mörg kreist

Fnatur said...

Tek undir fyrsta kommentið haha:)

Frábærar myndir Brynja mín. Meira hvað þú og þínir vera alltaf glæsilegri með aldrinum.
Heyrumst í jólafríinu okkar.

Sakna þín.

Anonymous said...

Æðislega gaman að sjá þessar myndir af ykkur fallega og skemmtilega fólkinu. (hér brosi ég með)
Ég eyddi helginni í laufabrauðsútskurð og steikingu, skreytti húsið mitt að utan með ljósum, drakk rauðvín, brenndi ótal kertum, göslaðist úti í stórhríðinni, fór í jurtabað og kyssti hann Þóri litla Snæ þúsund kossa, Guð hvað hann er mikil krútt. Svo auðvitað hugsaði ég til ykkar vina minna í Svíþjóð....
Kær kveðja frá aumu tá ....

Anonymous said...

Ég ætlaði nú ekki að ver nafnlaus. Svona er nú tæknin stundum að stríða okkur hm....

imyndum said...

Takk fyrir yndislega helgi kaera vinkona, sakna thin strax, kossar
Rosa

Anonymous said...

innilegustu þakkir fyrir mig því auðvitað var ég með... ja í huganum allavega. Sakna ykkar alltaf en það eykst í jólaundirbúningnum, vantar ykkur svo.
Flott ljósakróna.
Elska ykkur.
Áslaug

Berglind Rós Magnúsdóttir said...

Þetta hefur verið himneskt litlujólaboð og mér sýnist þú alveg þola að missa úr nokkra tíma í ræktinni. Ljósakrónan æði, keypti mér einmitt svipaða í sumar þegar við fluttum inn.

Anonymous said...

jóla jóla jóla.....
Nú eru jólapakkarnir sennilega komnir í hús til ykkar.....
Dagrún var ósköp spennt yfir þeim þegar ég talaði við hana í símann í gær. Hún sagðist halda að það kæmu jól líka í Lundi... en það hefðu sko allavega verið jól í Örebrö !
Svo spurði hún hvort jólin væru byrjuð á Íslandi :)
Knús
Edda