Alveg er nú frábært að sitja hér og hlusta á Hallbjörn, nei ég er ekki að djóka, okkur Val áskotnuðust geisladiskar í sumar (takk Edda) með 100 íslenskum gömlum lögum og þetta hleypir í mann stuðinu og minnir á gamla tíma djamm og annan óskunda. Talandi um óskunda, ég er gjörsamlega búin að hlaupa maraþon í heilsueflingunni sem ég er að hanna. Aumingja tannlæknirinn minn frá Pakistan sem fannst að lokum án internettengingar og lesandi fyrir upptökupróf hefur rölt hæglátur á eftir mér. En vissuð þið að árið 1995 á Íslandi höfðu 64% 15-16 ára unglinga orðið drukknir allavega einu sinni og að núna er þessi tala komin niður í 42%, ekki nóg með það þá skoraði norðausturland ansi vel en tíundubekkingar sem höfðu orðið fullir síðastliðna 12 mánuði 2006 voru 28,1% en miðað við landið allt var tíðnin 39,1%. Svo sem munur sem er háður ýmsum aðstæðum og getur rokkað fram og aftur en samt, góð vísbending og auðvitað þarf að halda áfram að berjast í þessu.
En já það er svo gaman að gera svona verkefni þar sem maður fær að útfæra hugmyndir sínar og afla sér sérþekkingar á sviðum sem heilla mann. Ekki er verra síðan að fá að hanna efni í kringum þetta og sköpunargáfa mín malar af ánægju.
Núna er ég að herða hugann og reyna að fara að lesa um "domain theory" innan "planning and leadership". Nenni því ekki, langar svo að fara að kaupa mér bleikar rósir og einhvern góðan fisk í kvöldmatinn, en ég ætla að þrauka til þrjú og þá dekra ég við mig og krakkana, ætlum í búðina, þau fá að velja sér blað og ég kaupi mér vel valdar rósir og við rennum ljúflega inn í helgina, guð minn almáttugur verð að bæta við að nú er Hemmi Gunn að syngja einn dans við mig, get ekki annað en hlegið upphátt.
Takið nú dans herrar mínir og frúr um helgina, munið að dans gerir ykkur glöð og ef einhverra hluta vegna ykkur er fyrirmunað að dansa takið þá lagið í sturtu, ég mæli með "all you need is love"
Friday, February 29, 2008
Sunday, February 24, 2008
þjófstart inn í vorið?
veit ekki alveg hvernig maður á að útskýra svona myndir, allir voru allsgáðir og við skemmtum okkur stórkostlega, það er lán að eiga fjölskyldu sem hleypir upp í manni galsanum. Sakna þeirra stundum alveg ósköp og langar til að skottast í sunnudagskaffi og þusa yfir veðrinu eða taka galsastökk eftir velheppnaða máltíð a la mamma. Hvernig er þetta með ykkur fjölskylda kær þurfið þið ekki að taka þjófstart inn í vorið?
Thursday, February 21, 2008
stormað
ég klæddist ljósu kápunní, setti á mig gloss, skyldi húfuna eftir heima,tók vorhopp upp í lestina, las á mig á bókasafninu, horfði á nokkra gula fífla sem þjófstörtuðu, skörtuðu. Er að móta ímyndaða heilsueflingu beint að 15 ára unglingum til að sporna gegn áfengisdrykkju og "binge drinking" Ég yfirfæri eflinguna upp á akureyrískar aðstæður og er að byrja að hanna plakat sem þarf að nota þegar ég kynni verkefnið og er enn á stormunarstiginu. Plakatið er beint að ráðamönnum í bæjarstjórn Akureyrar og kynningin á að vera fólgin í því að fá þá til að fjármagna eflinguna. Er enn að reyna að láta mér detta grípandi slagorð í hug en er eiginlega farin að bulla núna þegar klukkan nálgast miðnætti og vorið sem ég hitti í morgun er í pásu og þessi rokrassgatingur kominn í staðinn.
The day when your child becomes an adult
Underage drinking an epidemic
Akureyri, Iceland
Skásta hingað til, og vísa ég í fyrsta fylleríð,viðmið, menningu og tíðni, en þetta er sem sé allt enn í vinnslu og ég þarf enn að koma að orði sem kveikir á ábyrgðartilfinningu ráðamanna og sannfæringu um að eflingin mín feli í sér árangur.
Sorry guys ég veit, lítið krassandi blogg en þetta er einfaldlega búið að vera veruleiki minn þessa vikuna, lesa, éta, fara í ræktina, knúsa börn, lesa, lesa, lesa, sauma píkublóm, já hér er lesið á sig eins og maðurinn sagði.
Góða helgi öllsömul mjúkdýrin mín ljúfu, litlu lömbin sætu, mætu, köttur út í mýri, næturgalsinn, salsinn, fer dansandi inn í nóttina, gnóttina og hestar stökkva útum allt.
go´natt
The day when your child becomes an adult
Underage drinking an epidemic
Akureyri, Iceland
Skásta hingað til, og vísa ég í fyrsta fylleríð,viðmið, menningu og tíðni, en þetta er sem sé allt enn í vinnslu og ég þarf enn að koma að orði sem kveikir á ábyrgðartilfinningu ráðamanna og sannfæringu um að eflingin mín feli í sér árangur.
Sorry guys ég veit, lítið krassandi blogg en þetta er einfaldlega búið að vera veruleiki minn þessa vikuna, lesa, éta, fara í ræktina, knúsa börn, lesa, lesa, lesa, sauma píkublóm, já hér er lesið á sig eins og maðurinn sagði.
Góða helgi öllsömul mjúkdýrin mín ljúfu, litlu lömbin sætu, mætu, köttur út í mýri, næturgalsinn, salsinn, fer dansandi inn í nóttina, gnóttina og hestar stökkva útum allt.
go´natt
Saturday, February 16, 2008
kraftaverkin eru stórkostleg
Friday, February 15, 2008
Stóra systir mín
Það er svo yndislegt að eiga stóra systur. Við töluðum svo lengi í gærkvöldi. Um allt, lífið og tilveruna en mest um bækur og nú er Undantaget á náttborðinu mínu. Það væri svo auðvelt að fara með lofgjörð til systur minnar en hún er löng og persónuleg, sumt vil ég halda fyrir mig. Allavega ég er lánsöm að eiga hana, hún er systir mín, móðir mín, lærimeistari og vinkona í einni konu, traust, fyndin, falleg og umfram allt alltaf til staðar þegar ég þarf huglægt faðmlag
Thursday, February 14, 2008
tvöföld ánægja
Undarleg spenna í kroppnum, ég hef undarlega þörf að anda og pústa í taktföstum rytma svo í mér heyrist á næstu bæi. Ég spenni magavöðvana ósjálfrátt og þrýsti, næ bara ekki að slaka á þó ég reyni. Munnurinn herpist, krafturinn eykst. Nei ég er ekki með hægðartregðu, hér mun barn fæðast í nótt. Edda litla var að hringja nefnilega og ég fékk að taka þátt í fjórum hríðum með henni, púst, púst, púst, ég finn á mér að nú er hún komin með 7 í útvíkkun, nei heyrðu nú fékk ég kreisttilfinningu allamallamá, barnið verður fætt klukkan 2. Hvítu tilhlökkunarfiðrildin eru alveg að verða vitlaus, fljúga um óðamála sperrandi litlu vængina sína.
Við Valur gerum lítið fyrir hvort annað á all hjärtans dag enda engin þörf á því þegar eitt lítið barn er á leiðinni í heiminn. Vertu velkomin litla kríli.
Læt fylgja mynd af muffinsinu sem við vorum að enda við að baka og skreyta til að gleðja stóru krílin okkar í fyrramálið, það verður tvöföld ástæða til að gæða sér á þeim á morgun.
Við Valur gerum lítið fyrir hvort annað á all hjärtans dag enda engin þörf á því þegar eitt lítið barn er á leiðinni í heiminn. Vertu velkomin litla kríli.
Læt fylgja mynd af muffinsinu sem við vorum að enda við að baka og skreyta til að gleðja stóru krílin okkar í fyrramálið, það verður tvöföld ástæða til að gæða sér á þeim á morgun.
Tuesday, February 12, 2008
Gyðjumynd frá Uganda og orð dagsins
Veit ekki alveg hvernig ég á að túlka þá staðreynd að hafa farið í leikfimi í morgun klukkan 7:00 með stuð að eilífu klingjandi í eyrunum og sitja enn framan við tölvuna klukkan 19:40 í leikfimisfötunum. Er að hanna health campaign gegn áfengisdrykkju unglinga, alein og fyrsti skiladagur var í dag. Alein já því félagi minn sem er tannlæknir frá Palestínu hefur gufað upp, leyndardómur undanfarinna daga og ég er farin að halda að karlgreyið sé dáið eða sé villuráfandi einhversstaðar og muni ekki hvað hann heitir. En jú auðvitað er ég pínu fúl því líklegasta skýringin er að hann sé að firra sig ábyrgð. Vorkenni honum reyndar þar sem hann er að fara í upptökupróf en samt, allavega svara email, halló! Úff svo ég pústi aðeins meira þá er ég að setja mig inn í heilbrigðiskerfið og tja allsherjarkerfið yfirhöfuð í Uganda. Er að vinna að verkefni þar sem ég ásamt 3 lýðheilsufélögum mínum erum ímyndað "consulting firm" á vegum heilbrigðisráðuneytisins í Uganda, by the way fyrirtækið okkar heitir Building bridges within medical management (flott) og við erum sem sé að hanna og stýra aðferðum til að meta aðbúnað, aðgengi og notkun á heilsugæsluþjónustu í Kabarole. Jamm er enn í leikfimisfötunum og klóra mér í hausnum og kemst ekki almennilega af stað, hmmm blogga því í staðinn, góður Brynja!
Jæja nóg af sjá þessu og þið líklega flest hætt að lesa ojbara leiðinlegt. En gullmolinn er eftir, ullin,nálarnar, kvennlegheitin hafa verið virkjaðar á ný og píkublómin fá að vaxa samhliða vorlaukunum. Er að plana gyðjukvöld ásamt íslenskri vinkonu minni sem rekur jógastöð í bænum. Sjáum fyrir okkur plöntun píkublóma í fallegu jógastöðinni hennar, jógaæfingar sem beinast að því að elska líkamann sinn, upplestur, smá tölu þar sem ég ræði vestræna umskurði (fegrunarlækningar á píkum) og einnig umskurði af öðrum toga, líflegar umræður og góða kvennlega stund. Bara til að leiðrétta allan misskilning þá er þetta ekki í ætt við konunámskeiðin sem haldin voru í upphafi áttunda áratugsins og komu speglar við sögu og ég frábið allar klúrar athugasemdir því það er ekki markmiðið. En já það er gaman að þessu koma jákvæðum skilaboðum áleiðis í leiðinni. Þetta voru orð dagsins og nú er ég farin í sturtu.
Gyðjumynd frá Uganda
Jæja nóg af sjá þessu og þið líklega flest hætt að lesa ojbara leiðinlegt. En gullmolinn er eftir, ullin,nálarnar, kvennlegheitin hafa verið virkjaðar á ný og píkublómin fá að vaxa samhliða vorlaukunum. Er að plana gyðjukvöld ásamt íslenskri vinkonu minni sem rekur jógastöð í bænum. Sjáum fyrir okkur plöntun píkublóma í fallegu jógastöðinni hennar, jógaæfingar sem beinast að því að elska líkamann sinn, upplestur, smá tölu þar sem ég ræði vestræna umskurði (fegrunarlækningar á píkum) og einnig umskurði af öðrum toga, líflegar umræður og góða kvennlega stund. Bara til að leiðrétta allan misskilning þá er þetta ekki í ætt við konunámskeiðin sem haldin voru í upphafi áttunda áratugsins og komu speglar við sögu og ég frábið allar klúrar athugasemdir því það er ekki markmiðið. En já það er gaman að þessu koma jákvæðum skilaboðum áleiðis í leiðinni. Þetta voru orð dagsins og nú er ég farin í sturtu.
Gyðjumynd frá Uganda
Friday, February 08, 2008
friðsæll föstudagur
Þokuslæðingur og myglulegur á glettingi. Fór í hádegisjóga í dag með Tobbunni og Nönnunni, yndislegur klukkutími, fullur af stundarfriði, hvítum lit og hjartaró. Fengum okkur svo stöllurnar besta falefelið á Skáni, röltum um bæinn en létum búðirnar vera enda engin þörf að kaupa sér ánægju í poka eftir jógað. Ég sótti svo börnin snemma þessar elskur sem hafa þurft að vera á "fritids" til fimm alla daga meðan á námslotunni hjá mér stóð. Erum búin að eiga svo friðsælan föstudag, kveiktum á kertum, bökuðum kladdköku sem verður étin þegar eiginmaðurinn kemur úr vinnunni og erum bara að hanga, "næs" eins og unglingurinn á heimilinu segir.
Góða helgi og skellið í eina kladdköku
2 egg
1 dl sykur
1/2 dl síróp (eða bara sykur)
1 1/2 dl hveiti
1-2 tappar vanilludropar
70 gr brætt smjörlíki
3 msk kakó
1 tsk lyftiduft (má sleppa)
Ponsu salt
Skellið öllu saman, setjið í smurt form og bakið í 15-20 mín,150°
Ég brytja alltaf slatta af dökku og hvítu súkkulaði yfir en það er alls ekki nauðsynlegt nema fyrir súkkulaðifíkla!
Góða helgi og skellið í eina kladdköku
2 egg
1 dl sykur
1/2 dl síróp (eða bara sykur)
1 1/2 dl hveiti
1-2 tappar vanilludropar
70 gr brætt smjörlíki
3 msk kakó
1 tsk lyftiduft (má sleppa)
Ponsu salt
Skellið öllu saman, setjið í smurt form og bakið í 15-20 mín,150°
Ég brytja alltaf slatta af dökku og hvítu súkkulaði yfir en það er alls ekki nauðsynlegt nema fyrir súkkulaðifíkla!
Saturday, February 02, 2008
Þetta hreinsaði sálina...
Athyglisverðri viku lokið og ákalflega krefjandi. Var í kúrs sem heitir "health communication" þar sem hugur mannsins var skannaður og ýmiskonar aðferðir og tækni skoðuð til að hafa áhrif á hegðun og hugsun. Margbreytileiki og samskipti milli menningarheima, ráðgjöf við ýmsar aðstæður eins og fjöldaslys og annað var æft. Svo vorum við tekin í nefið af samskiptafræðingum og tjáning og fyrirlestartækni skoðuð ýtarlega hjá hverjum og einum. Ótrúlega magnað, erfitt, stressandi og lærdómsríkt. Allir unnu sigra á sjálfum sér og samstaðan var mögnuð og áþreifanleg í bekknum. Fólk grét, hló og studdi hvort annað svo fallega og allir þjálfuðust í að gefa gagnrýni, neikvæða og jákvæða en á þann hátt að engum var misboðið. Mér gekk mjög vel og hafði mikla ánægju af þessari viku, þrátt fyrir hjartslátt og annað stress við opinberun á sjálfri mér þá naut ég þess að takast á við þetta. Fékk mjög gott feedback sem ég lærði af og lifi á hrósum eins og ég væri efni í trúarleiðtoga, stjórmálamann en fyrst og fremst væri með karisma og sannfæringarkraft sem næði til áhorfenda. Ætla mér örugglega ekki störf í framtíðinni sem trúarleiðtogi en get vel hugsað mér að boða kærleika án trúartengingar í formi þess að aðstoða fólk að taka skynsamleg skref í lífinu og náttúrlega elska og virða sjálft sig.
En nóg um þetta, við njótum helgarinnar hér á Skáni, böðuðum okkur í eystrasaltinu í gærkveldi í roknaroki og miklum öldugangi. Ég hélt mér skefld í reipið, Valur og Frosti dýfðu sér og voru mun kjarkaðri en ég. Pallinn beið í gufunni staðráðinn í að stíga ekki fæti í saltan sjó. Þetta hreinsaði sálina og heit gufan á milli ferða í sjóinn efldi í okkur kraftinn og kjarkinn. Erum núna að leggja í hann til Gautaborgar. Líklega ekki sjóbað í kvöld en annar lúxus í formi guðafæðis og nærveru við vini sem situr lengi í kroppnum.
En nóg um þetta, við njótum helgarinnar hér á Skáni, böðuðum okkur í eystrasaltinu í gærkveldi í roknaroki og miklum öldugangi. Ég hélt mér skefld í reipið, Valur og Frosti dýfðu sér og voru mun kjarkaðri en ég. Pallinn beið í gufunni staðráðinn í að stíga ekki fæti í saltan sjó. Þetta hreinsaði sálina og heit gufan á milli ferða í sjóinn efldi í okkur kraftinn og kjarkinn. Erum núna að leggja í hann til Gautaborgar. Líklega ekki sjóbað í kvöld en annar lúxus í formi guðafæðis og nærveru við vini sem situr lengi í kroppnum.
Subscribe to:
Posts (Atom)