Thursday, February 14, 2008

tvöföld ánægja

Undarleg spenna í kroppnum, ég hef undarlega þörf að anda og pústa í taktföstum rytma svo í mér heyrist á næstu bæi. Ég spenni magavöðvana ósjálfrátt og þrýsti, næ bara ekki að slaka á þó ég reyni. Munnurinn herpist, krafturinn eykst. Nei ég er ekki með hægðartregðu, hér mun barn fæðast í nótt. Edda litla var að hringja nefnilega og ég fékk að taka þátt í fjórum hríðum með henni, púst, púst, púst, ég finn á mér að nú er hún komin með 7 í útvíkkun, nei heyrðu nú fékk ég kreisttilfinningu allamallamá, barnið verður fætt klukkan 2. Hvítu tilhlökkunarfiðrildin eru alveg að verða vitlaus, fljúga um óðamála sperrandi litlu vængina sína.

Við Valur gerum lítið fyrir hvort annað á all hjärtans dag enda engin þörf á því þegar eitt lítið barn er á leiðinni í heiminn. Vertu velkomin litla kríli.

Læt fylgja mynd af muffinsinu sem við vorum að enda við að baka og skreyta til að gleðja stóru krílin okkar í fyrramálið, það verður tvöföld ástæða til að gæða sér á þeim á morgun.

4 comments:

brynjalilla said...

Drengur, 4 kg fæddur 1:50 að sænskum tíma, móður og barni heilsast vel;)

Thordisa said...

Til lukku með nýjasta fjölskyldu meðliminn og Edda mín ef þú lest þetta þá til lukku með sonin.

Megi svo dagur ástarinnar umlykja elskendur um allan heim.

Fnatur said...

Til hamingju með litla prins.
Girnó muffins hjá þér.

Það er nú varla hægt að gæða sér á svona fallega skreyttum kökum. Greinilegt að mikil listafrú hefur verið á ferð.



Ást að eilífu ;)

Anonymous said...

Það er alveg sama á hverju þú snertir - það verður allt að list í höndunum á þér. Svo lumar hinn helmingurinn greinilega á listrænum hæfileikum líka.

Systa