Thursday, February 21, 2008

stormað

ég klæddist ljósu kápunní, setti á mig gloss, skyldi húfuna eftir heima,tók vorhopp upp í lestina, las á mig á bókasafninu, horfði á nokkra gula fífla sem þjófstörtuðu, skörtuðu. Er að móta ímyndaða heilsueflingu beint að 15 ára unglingum til að sporna gegn áfengisdrykkju og "binge drinking" Ég yfirfæri eflinguna upp á akureyrískar aðstæður og er að byrja að hanna plakat sem þarf að nota þegar ég kynni verkefnið og er enn á stormunarstiginu. Plakatið er beint að ráðamönnum í bæjarstjórn Akureyrar og kynningin á að vera fólgin í því að fá þá til að fjármagna eflinguna. Er enn að reyna að láta mér detta grípandi slagorð í hug en er eiginlega farin að bulla núna þegar klukkan nálgast miðnætti og vorið sem ég hitti í morgun er í pásu og þessi rokrassgatingur kominn í staðinn.

The day when your child becomes an adult
Underage drinking an epidemic
Akureyri, Iceland

Skásta hingað til, og vísa ég í fyrsta fylleríð,viðmið, menningu og tíðni, en þetta er sem sé allt enn í vinnslu og ég þarf enn að koma að orði sem kveikir á ábyrgðartilfinningu ráðamanna og sannfæringu um að eflingin mín feli í sér árangur.

Sorry guys ég veit, lítið krassandi blogg en þetta er einfaldlega búið að vera veruleiki minn þessa vikuna, lesa, éta, fara í ræktina, knúsa börn, lesa, lesa, lesa, sauma píkublóm, já hér er lesið á sig eins og maðurinn sagði.

Góða helgi öllsömul mjúkdýrin mín ljúfu, litlu lömbin sætu, mætu, köttur út í mýri, næturgalsinn, salsinn, fer dansandi inn í nóttina, gnóttina og hestar stökkva útum allt.
go´natt

7 comments:

Thordisa said...

Langar í vorið hjá þér því hér er allt orðið hvítt aftur. Langar að þú sért hjá mér þegar ég er ein heima þessa helgi sakna þín.

Anonymous said...

Lesa og blogga
prumpa og skipta
það er gaman að vera komin heim.

Anonymous said...

Gangi þér vel með þetta Brynja mín, kannski þú getir fengið þér bananabrauð inn á milli vinnutarna:-)

Fnatur said...

Hæ elsku Brynsí beib.
Þetta hljómar mjög áhugavert og ekki spurning um mikilvægi þess sem þú ert að gera. Gangi þér vel í puðinu kæra vinkona. Hafðu það gott og ekki gleyma að hugsa um sjálfa þig inn á milli stunda.



Ást að eilífu :)

Anonymous said...

Vonandi áttirðu góða helgi Brynja mín :) takk fyrir kommentin hjá mér :) Er að reyna að vera dugleg að blogga en eins og hjá fleirum þá finnst mér ég ekki haf a svo mikið fréttnæmt núna þessa dagana. Alltaf gaman að lesa hjá þér, þú ert góður penni. Hlakka til að sjá nýju píkublómin þín, ætla að fjárfesta í einu einhverntíman ;)
Kveðja
Guðbjörg Harpa og bumbus

Berglind Rós Magnúsdóttir said...

góða helgi kæra Brynja. Unglingadrykkja á Akureyri já, þyrfti samt átak í stærra samhengi held ég hér hvort heldur á Akureyri eða annars staðar á landinu fagra og þá átak gagnvart viðhorfum um hvað það þýðir að skemmta sér. Virðist vera mjög þröngt skilgreint hjá ansi mörgum og bundið áfengi. Gæti tengt slagorð eða hugmyndir við eitthvað slíkt kann ske ?!

brynjalilla said...

jamm sammála enda er átakið mitt hugsað sem pilot project með von um útbreiðslu ef árangursríkt. Nota Akureyri hér sem "labrottur". Setningin til að ná til bæjarfultrúa verður eitthvað á þessa leið:

The day your child becomes an adult, how you can ease their choices.

Og vitna ég í með þessu til skrefsins sem börn telja sig vera að taka inn í fullorðinsheiminn með óhóflegri drykkju og ábyrgðar samfélagsins að bregðast við því og þar kemur átakið mitt til sögunnar, verð að segja að það er alveg drullugaman að vinna í þessu!