Friday, February 08, 2008

friðsæll föstudagur

Þokuslæðingur og myglulegur á glettingi. Fór í hádegisjóga í dag með Tobbunni og Nönnunni, yndislegur klukkutími, fullur af stundarfriði, hvítum lit og hjartaró. Fengum okkur svo stöllurnar besta falefelið á Skáni, röltum um bæinn en létum búðirnar vera enda engin þörf að kaupa sér ánægju í poka eftir jógað. Ég sótti svo börnin snemma þessar elskur sem hafa þurft að vera á "fritids" til fimm alla daga meðan á námslotunni hjá mér stóð. Erum búin að eiga svo friðsælan föstudag, kveiktum á kertum, bökuðum kladdköku sem verður étin þegar eiginmaðurinn kemur úr vinnunni og erum bara að hanga, "næs" eins og unglingurinn á heimilinu segir.

Góða helgi og skellið í eina kladdköku

2 egg
1 dl sykur
1/2 dl síróp (eða bara sykur)
1 1/2 dl hveiti
1-2 tappar vanilludropar
70 gr brætt smjörlíki
3 msk kakó
1 tsk lyftiduft (má sleppa)
Ponsu salt

Skellið öllu saman, setjið í smurt form og bakið í 15-20 mín,150°

Ég brytja alltaf slatta af dökku og hvítu súkkulaði yfir en það er alls ekki nauðsynlegt nema fyrir súkkulaðifíkla!

7 comments:

Anonymous said...

Yyyyyyndislegur dagur. Það er best að vera með þér Brynja. ;*

Anonymous said...

Namm kladdkaka....ein af góðu minningunum frá Svíþjóð...kram Fanney Magnúsar

Anonymous said...

jamm
kvitt
Systa

Anonymous said...

væri til í svona kökubita með vel af súkkulaði - ég er í súkkulaðifíklahópnum:)

Thordisa said...

Of langt á milli okkar.

Unknown said...

Hæ elsku Brynja en gaman að lesa bloggið þitt ;) ætla að prófa súkkulaðikökuuppskriftina með slatta af súkkulaðismjeri... um ég elska súkkulaði allt of mikið ;)
risaknús
inga

Fnatur said...

Þokuslæðingur og myglulegur á glettingi.....ekkert smá íslensk setning. Kakan hljómar afar vel :)
Er líka í súkkulaði hópinum.

Ást að eilífu :)