Thursday, October 30, 2008
en lyktin og minningin er gód engu ad sídur
Eg lifi i thögn, med gula eyrnatappa í eyrunum, sitjandi vid gamalt trebord, med graenan leslampa. Set mig inn í mismunandi adstaedur heilsu og reyni ad sjá frá mismunandi heilsuhagfraedilegum sjonarhornum. Inn á milli nýt ég eflingu annarra skynfaera á kostnad heyrnarinnar. Ég er búin ad stúdera óteljandi ljót málverk af gömlum og virdulegum körlum sem hanga í kringum mig og trufla mig reglulega. Flest verkanna eru taeknilega gód en tóm ad ödru leyti svo malid í körlunum naer ekki til mín. Ég er búin ad stúdera áhrif graennar birtu á andlit fólksins sem situr í kringum mig og thykist vera ad lesa eins og ég. Langar ad taka upp pensil eins og venjulega thegar ég tharf ad eyda öllum mínum tíma í langlokulestur. Annars er uppáhaldsidjan mín ad fara nidur í kjallara bókasafnsins, á kaffihúsid. Thegar ég geng nidur thröngan stigann, thá finn ég lykt sem minnir mig svo á Kristneshaelid eda haelid eins og thad var kallad thegar eg var lítil. Lyktin er hlý, gód og felur í ser öryggi, kaffi, kökur, mat og mannverur. Ég var oft á haelinu thegar eg var ad alast upp en afi minn var laeknir thar. Eg kynntist fullt af fólki, sumu gömlu, ödru skrytnu og spennandi allavega í barnshuga en fjölbreytileikinn var mikill og vissulega ekki thversnid af hinum almenna Íslendingi. En allavega lyktin, hún faerir mig tilbaka til Kristness, til ömmu og afa thar sem ég sit med theim og drekk te med sykri, minning segir mér ad haelismötuneytid hafi verid nidri i kjallara en ég er ekki viss, allvega er samt stigi inn í myndinni og einhverja hluta vegna líka madur sem er ad skemmta med búktali, merkileg minning sem líklega á ekki vid rök ad stydjast nema ad litlu leyti, en lyktin og minningin er gód engu ad sídur.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
10 comments:
Sæl Brynja, mátti til með að kommenta á þessa færslu. Þessi texti þinn er einsog fallegt prósaljóð.
Skilgreining á prósaljóði er eftirfarandi.
Prósaljóð er braglaust og sett fram eins og um laust, óbundið mál væri að ræða en í þeim eru ljóðræn stílbrögð og skáldlegar vísanir og orðfæri
Kveðja elli
Skemmtileg frásögn Brynja. Það er heldur ekki þverfótað fyrir málverkum af körlum á mínu bókasafni. Kannski verður einn daginn máluð mynd af konu og hengd upp á svona snobb söfnum. Held þú ættir að drífa í að mála eina handa þeim, svona þegar prófum lýkur.
hey Brynja - man eftir þessum búktalara líka! óljóst þó og hann tróð örugglega upp inná sal við hliðina á búðinni hans Ara, manstu eftir henni? Ætli þetta hafi ekki bara verið Baldur og Konni??
Mötuneytið var einmitt niðrí kjallara og Bogga ráðskona bjó að mig minnir í kjallaranum hjá afa og ömmu þinni!
Magnað hvað lykt getur áorkað...
gangi þér vel í próflestri gæskan
luv, maría
Jú almáttugur minn, það er ekki hægt að gleyma búðinni hans Ara, ég keypti oft af honum banana og ABBA tyggjó. Og Bogga ójá eftir henni man ég, var einhverra hluta alltaf pínu hrædd við hana, man líka þegar við fórum saman í bað Maja.
Það veitir sko ekki af að bæta konum í flóruna Linda, vona að ég fái það verkefni að mála þig og bæta þér í safnið, það væri mikill heiður.
Takk elli, ég þarf að skoða þetta betur með prósaljóðin, líklega ansi mörg slík í skissubókunum mínum
Sæt lesning og full af fallegum minningum... Kv INGA
ég man pabba minn, ég svaf við hliðiná þeim, og vaknaði alltaf á hverri nóttu og sagði breiddu "breiddu ofaná mig" og hann gerði það, hins vegar þegar systkini mín fæddust, breiddi hann ekki yfir á þau, því eftir mína æsku svaf hann með sjálfmótandi vax eyrnatappa (eru víst bestir, hlýjar þeim með hendinni og svo bara að móta!), lykt er merkileg, man eftir lyktinni af gufuhituðum þvotti í þvottahúsinu hennar ömmu, man lyktina af græna baðherberginu hennar, man lyktina i Vitrac, í France sem breytist vonandi aldrei, man lyktina af æsku minni og nýfæddum börnum
Valli, Valli bestasti vinur minn fór með mér aðan að ná í stóran pakka frá pabba sem ég vissi ekkert um, Svajunas hringdi bara og bað mig að sækja hann, 2 stór læri, einan stóran hrygg, og fullt af fiski
Man eftir lyktinni þegar amma Gústa opnaði veskið sitt,, sígó lykt blönduð af appollolakkrís í reimum og grænum ópal, man lyktina af Hraunbúðum sem hefur verið eins síðan 1974 þegar ég kom þangað fyrst,
lykt er eitt stærsta skynfæri mannsins, og minningar tengdar lykt ótrúlegar,
elska þig Brynjan mín
og ekki lesa yfir þig
löv jú, bíð þér í hrygginn góða, þú getur hjálpað mér með sósuna elskan
ps skil nú ekki af hverju ég hringdi nú bara ekki í þig í stað þess að röfla þetta á blogginu þínu!!!
elsku systir er komin í huganum fram á hæli eins og var sagt í den.
Eigum við að skreppa fram á hæli heyrðist gjarnan á sunnudögum.
Man eftir endalausum sólbjörtum dögum með fuglasöng og klið í laufi trjánna.
Ljúfri og hlýrri sunnanátt sem bar með sér keim af lífrænni áburðardreifingu(kúaskítslykt)man eftir ótal ferðum niður í Reykhús til að sækja mjólk í brúsa.
Jafnmörgum ferðum inn í búð til Ara að kaupa kók fyrir ömmu, ég var alltaf pínu hrædd við Ara.
´Eg man lykt af soðnum fiski í bland við ilm af nýlöguðu kaffi.
Umm, ilmurinn af bókunum hans afa sem færðu mér leið inn í ólíka heima, bókum sem gáfu mér unaðsstundir.
'Eg man eftir gestum frá öllum heimshornum t.d. rússum, við þau tækifæri man ég einnig eftir ókunnuglegum ilmi sem blandaðist saman við rjúkandi ilminn af kaffinu.
Ég man eftir fólki sem færði með sér strauma frá framandi heimum.
Ég man óteljandi skógarferðir m.a. eina í blindbyl með olíulugt. Ég man einnig eftir villtu jarðaberjunum í skóginum sem við Þór bróðir týndum svo glöð, seinna koma í ljós að Gyða ræktaði þau og átti.
Ég man þegar ég gekk á Súlur og fékk einn bláan ópalpakka fyrir afrekið.
ó ó systir manstu þegar ég bar þig frá Akureyri fram á hæli, í 23 stiga hita úff þá var sko heitt.
Man eftir litríkum og skemmilegum persónum sem voru vistmenn á hælinu og hve það iðaði allt af fjölbreyttu lífi.
Ó ó systir manstu manstu manstu, á hvaða hnappa ýttir þú núna, gæti haldið endalaust áfram en segi bara elska þig.
ps o já eldhúsið var í kjallaranum og brattur stigi þangað niður. Ég naut þess að fara þarna niður og finna angan af liðnum tíma þegar ég vann á taktu eftir á Kristnesspítala ekkert hæli núna.
somuleiðis elsku systir, mikið óskaplega þegar við hittumst næst verðum við að rifja þetta upp, legg til að við förum og kíkjum á leiðið hans snata, Tobba, sömuleiðis líka, ég klukka þig að skifa blogg um lykt, sérstaklega af veskinu hennar Gústu ömmu.
Mikið er ég glöð, Einar minn hélt að idolið þitt væri ca 45-50 ára gömul kerling, Charlotte Perelli, í Idol í kvöld og ég egóstinn sjálfur segi við son minn, hvað heldurðu að ég sé gömul,
hann svarar andlit þitt er mjög unglegt en brjótin þín eru frekar stór og þau stækka með aldrinum og svo eru fæturni á þér mjöööög gamlir,
sem sagt lít yngri út en Charlotte, með stærri brjóst og eldri fætur.
gæti verið verra
Helgan mín sagði þó að hún Charlotta væri óeðlilega jákvæð, allir ættu að komast áfram í Idol og að brjóstin min pössuðu mínu útliti bara mjög vel
Knús Tobba og co
Ég skil alveg að þú hafir verið hrædd við Boggu. Bróðir Boggu býr í Mývatnssveit. Ég man þegar Bogga kom með rútunni frá Akureyri og fékk að bíða í eldhúsinu heima á Arnarvatnti. Amma notaði tækifærið og spurði hana spjörunum úr, vildi vita hvað væri að gerast í menningunni í Eyjafirði. Í minningunni hljómaði Bogga stundum svolítið hvöss í tilsvörum, en amma fékk að minnsta kosti fullt af fréttum.
Gangi þér vel á síðustu metrunum í prófalestri, þetta er alveg að hafast.
Stórt umvefjandi faðmlag frá Lólu.
Post a Comment