Thursday, October 16, 2008

og vera fín

Ef ég ætti 400 dollara myndi ég kaupa mér þennan kjól og vera fín

11 comments:

imyndum said...

Ég sé þig vel fyrir mér í þessum kjól... og geri mér grein fyrir hversu vel þú myndir bera hann.

Til hamingju með littlu snudduna þína í dag

kossar, Rósa Rut

Anonymous said...

Hann er dásamlegur! Og Brynjulegur!


Þó ég ætti 400 dollara þá myndi ég aldrei fá mér þennan:
http://www.windsorstore.com/shop_detail.aspx?id=77236

Systa

Anonymous said...

Ef ætti ég milljón fengir þú helminginn, ef ætti ég 400 dollara myndi ég kaupa þennan kjól handa þér og gefa þér hann fyrir litlujólin, án þess að þú vissir,
en á ekki pjening, en hjarta fullt af ást til þín og þinna, takk fyrir að passa kisulóruna mína, elti mig heim og sefur nú vært í bleika dúkkuvagninum hennar Helgu minnar.
ást og knús í poka
Tobba tútta

Anonymous said...

elskan mín, ekki málið, kaupi hann bara handa þér. Það er þetta með arðinn af hlutabréfunum mínum í Glitni. Verð að koma honum í lóg.
elska þig.
knús

brynjalilla said...

æi takk Áslaug ég vissi ég gæti treyst á þig. En ég var að spá í stelpur hvort við ættum ekki að hafa það sem þema í næsta stelpugellupartý að allar mæti í tígrisdýramynstri, þá nefnilega verður systa að kaupa sér kjólinn?

Anonymous said...

er þér illa við mig?

Systa

brynjalilla said...

hahahah nei systa þú mátt líka mæta í svarta pallíettukjólnum þínum eða bleika blúndukjólnum, held samt að þú yrðir lúmskt flott í tígrisdýra.

Þorgerður Sigurðardóttir said...

Brynja

Þú hafðir rétt fyrir þér, vaknaði upp í nótt og var nú að spá hvort einhver hefði kommentað á mig,

sýndi þó sjálfsaga og kíkti ekki, var svo langt framm á nótt að reyna að búa til linka, og gat það ekki, nú stóla ég á Nönnu, dís minna drauma, drottningin ein og sanna, nútímastúlkan hún Nanna, hún reddar þessu fyrir mig,

ps ertu til í að kommenta á mig, núna fyrst ég var að kommenta á þig.

gangi þér vel með lesturinn, mátt koma í Gott kaffi og hjálpa mér að setja inn myndir ef þú vilt, Valli líka velkominn,

þín Tobba tútta

Fnatur said...

Spurning um að ég skreppi í Windsor búðina á morgun og klappi þessum kjól og skili góðri kveðju frá þér.

Anonymous said...

Iss þú þarft ekkert þennan kjól til að vera fín!
Þú glóir alltaf yst sem innst og skiptir engu máli hvort þú sért í marglitum kjólum eða lúnum Hagkaupsgallabuxum...
Kv. Ásta

brynjalilla said...

takk fyrir ad segja svona fallegt elsku asta