"ljúfasti" sagði hún og kyssti daginn. Svona fallegur og alvöru snjór í heiði. Jólatónlistin var sett á. Uppsafnað ryk frá brotfför móðurinnar fengi nú að taka sitt síðasta andvarp. Jólalaukarnir voru byrjaðir að blómstra og ilmurinn var ekki í takt við draslið sem fengi að fjúka í dag. Hún klæddi sig í gamlan kjól, setti hárið í stert, skreytti það með silfurþræði í tilefni Lúsíu og setti gloss á varirnar. Morguntebollinn var dýrkaður sem aldrei fyrr og farið yfir verkefni dagsins:
þvo þvott
Ryksuga
Þurrka af
Þrífa klósettin
Skúra
Flokka rusl
Fara í foreldraviðtal
Gera pizzudeig
Lesa 20 bls. í heilsuhagfræði
Skila verkefni um útbreiðslu og aðgerðir gegn klamydíu
Setja lambalæri í mareneringu
Undirbúa forrétt
Fá lánað leirtau
Setja á sig andlitsmaska og smyrja "brun utan sol" á sig
Já ljúfasti vertu velkominn, á morgun koma litlu jólin, kleinachten. Hún stóð upp, bretti upp ermarnar, í dag verða silfurþræðir fléttaðir í huga og á heimili, hér skal hátið haldin.
Friday, December 12, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
6 comments:
Skemmtu þér vel á morgun vildi gjarnan vera með ykkur en á morgun er próf númer 4 af 5 og ég ætla að klára þetta með stæl. Knús til þín
stuð stuð stuð :)
Hérna er alltaf föstudagur og klukkan er alltaf 18 !
Annars var það óskaplega glöð stelpa sem gekk út í morgun með glænýja rauða sokka með hvítum doppum, í fanginu. Sokkarnri skyldu sko með í leikskólann :) Sokkana fékk hún frá jólasveinum í skóinn og var svona líka himinlifandi yfir því að sokkarnir væru tveir ! hehehe...
Annars væri ég alveg til í að koma í pizzu til ykkar í kvöld....
Sakna ykkar
Edda
Góða helgi... KV INGA
Flott skrifað!
Vonandi var dagurinn góður..:)
Hjartanskveðja...
Vona að allt hafi tekist vel eins og þér einni er lagið.
Brynja mín, þú ert bara ofvirk held ég svei mér þá!
Knús til þín.
Ingibjörg
Post a Comment