Friday, December 12, 2008

silfurþræðir

"ljúfasti" sagði hún og kyssti daginn. Svona fallegur og alvöru snjór í heiði. Jólatónlistin var sett á. Uppsafnað ryk frá brotfför móðurinnar fengi nú að taka sitt síðasta andvarp. Jólalaukarnir voru byrjaðir að blómstra og ilmurinn var ekki í takt við draslið sem fengi að fjúka í dag. Hún klæddi sig í gamlan kjól, setti hárið í stert, skreytti það með silfurþræði í tilefni Lúsíu og setti gloss á varirnar. Morguntebollinn var dýrkaður sem aldrei fyrr og farið yfir verkefni dagsins:
þvo þvott
Ryksuga
Þurrka af
Þrífa klósettin
Skúra
Flokka rusl
Fara í foreldraviðtal
Gera pizzudeig
Lesa 20 bls. í heilsuhagfræði
Skila verkefni um útbreiðslu og aðgerðir gegn klamydíu
Setja lambalæri í mareneringu
Undirbúa forrétt
Fá lánað leirtau
Setja á sig andlitsmaska og smyrja "brun utan sol" á sig


Já ljúfasti vertu velkominn, á morgun koma litlu jólin, kleinachten. Hún stóð upp, bretti upp ermarnar, í dag verða silfurþræðir fléttaðir í huga og á heimili, hér skal hátið haldin.

6 comments:

Thordisa said...

Skemmtu þér vel á morgun vildi gjarnan vera með ykkur en á morgun er próf númer 4 af 5 og ég ætla að klára þetta með stæl. Knús til þín

Anonymous said...

stuð stuð stuð :)
Hérna er alltaf föstudagur og klukkan er alltaf 18 !

Annars var það óskaplega glöð stelpa sem gekk út í morgun með glænýja rauða sokka með hvítum doppum, í fanginu. Sokkarnri skyldu sko með í leikskólann :) Sokkana fékk hún frá jólasveinum í skóinn og var svona líka himinlifandi yfir því að sokkarnir væru tveir ! hehehe...

Annars væri ég alveg til í að koma í pizzu til ykkar í kvöld....
Sakna ykkar
Edda

inga Heiddal said...

Góða helgi... KV INGA

Goa said...

Flott skrifað!

Vonandi var dagurinn góður..:)

Hjartanskveðja...

Fnatur said...

Vona að allt hafi tekist vel eins og þér einni er lagið.

Anonymous said...

Brynja mín, þú ert bara ofvirk held ég svei mér þá!
Knús til þín.
Ingibjörg