Þegar ég var lítil voru jólin komin þegar Sigga og Ingvar í næsta húsi voru búin að setja jólaseríuna í búrgluggann hjá sér. Ég man svo vel hvað ég gat horft á tígullaga og marglita seríuna úr herbergisglugganum mínum og dáðst að fallegu birtunni. Yfirleitt voru hvít jól og birtan sem sló á snjóinn breiddi úr sér og í huga mínum urðu til ótalmörg ævintýri. Yfirleitt var snjórinn þakinn demöntum og gimsteinum sem voru í eigu óþekktrar prinsessu handan við hafið. Gimsteinana hafði borið á land frá strönduðu sjóræningjaskipi. Ég hafði líflegt ímyndunarafl og hef í raun enn, stundum tekst mér jafnvel í hughrifningu yfir einhverri hugmynd blaðra henni upphátt og kveikja undrun og jafnvel áhyggjur í andlitum viðmælenda minna. En það er gott að vera barn um stund og knúsa það og kjassa. Í gær heyrði ég sögu af norskum heimspekingi 93 ára gömlum sem mælir með að fólk leiki sér meira. Þess til styrks ber hann dúkku öllum stundum og leikur sér að henni. Já vissulega hljómar það á mörkunum en samt, ef maður veltir þessu aðeins fyrir sér þá er margt til í þessu. Við eigum að leika okkur oftar. Það er gott að gleyma amstri, skyldum og áhyggjum um stund. Að leyfa huganum að fljúga, andanum að þenjast, líkamanum að sprikla, búa til ævintýri, dreyma dagdrauma, lifa í núinu, hlæjandi og leikandi sér með þeim sem maður elskar. Þær stundir safnast ekki bara í góða minningarpokann heldur líka í hjarta þeirra sem njóta. Með leiknum eru sáð dýrmæt fræ til að takast á við tilveruna í jafnvægi við sjálfan sig og sína brosandi eða þegar þannig stendur á með styrk sem hefur búið um sig í sál viðkomandi.
Elskulega fólkið okkar hér koma myndir af jólagleðinni hjá okkur í Signalvägen 20, hún er búin að vera yndisleg, letileg, skemmtileg og gleðileg.
Það var komið að Dagrúnu í ár að setja jólastjörnuna á tréð
Rauðkálsgerð hertók allt daginn fyrir Þorlák
Á Þorláksmessukvöld, hugað að krullum
Taka 1
Það var þeim kvöl að láta stilla sér upp en það tókst samt
ánægð með krullurnar sínar
Ómissandi ölið og brúnuðu kartöflurnar
Góður þó hann sé danskur
Erfitt að bíða
Amminamminamm
Spennandi
jólaknús
Strákarnir að leika sér
Að setja strípur í Bratz sló í gegn
Niðursokkin
Í eins kjólum frá ömmu Stínu
Upprennandi boxari
Hangikjötið á sínum stað á jóladag
ljúffengt
god fortsättning eins og sagt er hér eða gott áframhald
Saturday, December 27, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
13 comments:
Gleðileg jól elskan er líka búin að hafa það ótrúlega gott og ég var að segja helling af myndum inn hjá mér.
myndirnar sýna það greinilega hvað þið hafið átt yndisleg jól, ég er alveg hjartanlega sammála því hvað það er gott að fá svínahamborgarahrygg á jólunum ásamt jólaölinu og laufabrauðinu, og að sjálf sögðu hangikjötið á grænu baunirnar á jóladag, held að ég sé nefnilega að verða svolítið föst í þessari hefð, sérstaklega finn ég fyrir því núna þegar ég ætti helst eða alls ekki að borða saltan og reyktan mat, en omg, hvað þetta er nú gott:)
kossar og knús til ykkar allra
p.s. lopakjólarnir er geggjaðir:)
en hvað þið eruð falleg og fín ég fór nú bara að skæla þegar eg skoðaði þessar myndir og sérstaklega jólaknúsið hjá systkinunum, svo fallegt´´eg ætla að reyna að prenta hana út.
hér er verið að undirbúa árlega jólaboðið mikið um kökur og fínerí stollen heit eplakaka o.f.l.
SAKNA YKKAR ÓENDANLEGA ástrkveðja héðan úr Snægilinu
Það er svo dásamlegt að skoða og lesa og fá að fylgjast með ykkur, sérstaklega þegar maður saknar. Þú mátt skila því til Dagrúnar að krullurnar séu þær fallegustu sem ég hef séð og að hún hafi borið þær eins og sönn prinsessa. Gott líka að geta fengið smá framlengingu á fótunum með þvi að vippa sér uppá axlirnar á pabba :) Þið eruð gersemar.
Frábært að skoða jólamyndirnar ykkar kæra vinkona og gott að sjá hvað þið hafið það gott.
Eftir jóla og for áramóta kossar
Gleðileg jól elsku Brynja og fjölskylda. Fallegar myndir, rosalega eru lopakjólarnir flottir, hún Jóhanna mín fékk líka svona í jólagjöf. Knús úr Flóanum, en þar erum við núna hjá tengdó, förum til Akureyrar á morgun.
Gleðileg jól elsku fjölskylda. Þökkum skemmtilegar samverustundir á árinu. Knús frá okkur öllum. Klikkuðum á jólakortunum í ár...
Fallegt fólk... falleg jól og girnilegur matur... Og þá eru bara áramótin eftir.. kv INGA
elsku litla fjölskylda en svo stór í mínu lífi. Bara að kíkja inn til að segja gleðileg jól elskurnar mínar og senda ykkur öllum risa jólaknús xxxxxxxxxxxxxx
Frábærar myndir enda frábært fólk ! Söknuðum ykkar í jólaboðinu í Snægili í dag en nutum þess að horfa á myndina af systkinaknúsinu sem amman hafði prentað út og hengt upp :)
Sjáumst
Edda
Gleðileg jól og gott nýtt ár frá okkur í Namibíu!
Takk elsku Brynjan mín fyrir að vera í faðmi mínum á miðnætti, með stjörnuljós og alles. Þú ert bestust, fallegust og allt og Valli tralli líka, ein er sú kona þó sem slær okkur við, Hilma, enda er hún eldri á 3 börn og allt. Hlakka til að sjá myndirnar, og eyða með þér tímanum á nýju ári, vonandi farið þið bara ekkert heim, enda ekkert við að vera, vera bara hér, þú munt brillera í hverju sem þú tekur þér fyrir hendur og börnin, börnin eru náttúrlega bara yndisleg, Dagrún gleymdi smágjöf sem ég gaf henni áðan, var að fá traderadót og hún varð að eignast skraut á næsta jólatré.
Elska þig og þína, og rokkum feitt á nýju ári.
Þín T
Yndislegar myndir af ykkur!
Gleðilega hátíð!
kær kveðja, Ásta tannsi
Post a Comment