Svolítil veikindi og maður getur eytt deginum í rúminu heilan sunnudag án þess að skammast sín, það er jákvætt. Langaði einmitt að minna á mikilvægi þess að vera jákvæður. Þrengingarnar í samfélaginu geta nefnilega ekki bara dregið úr fólki mátt heldur einnig gefið því hlutbundna ástæðu til að leggja árar í bát, gefast upp áður en reynt er að glíma við vanda sem hugsanlega á annan uppruna en kreppuna. Það mikilvægasta í þessari stöðu er að gefast ekki upp fyrirfram né gera sér óþarfa mat úr kreppunni sem orsök alls ills og þess sem miður fer.
Ekki gleyma ykkur, munið að njóta og lifa, hugið að heilsunni og ykkar nánustu. Vinnið í forgangsröðuninni, það er ekki nóg að tala eða hugsa, framkvæmið, hampið heiðarleika, tillitsemi og kærleika, vinnið gegn spillingunni sem getur vaxið svo hratt í svona umhverfi, leggið ykkar á vogarskálarnar til uppbyggingar ykkar sjálfra og það mun skila sér í þjóðarvellíðan.
þetta voru hin Brynjulegu orð dagsins
Sunday, February 01, 2009
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
4 comments:
Hin Brynjulegu orð meðtekin :)
Ég er reyndar stolt af íslendingum í dag þar sem uppbygging af nýju samfélagi virðist vera hafin og allir svo tilbúnir að ráðast í nýja hluti helst í gær.
Frakkar eru meira í því að nöldra í marga hringi og GERA ekkert í málunum. Áfram Ísland
já áfram ísland, þetta eru spennandi tímar
Love you takk fyrir að gefast ekki upp á að spjalla á msn hehe xx
Post a Comment