Wednesday, March 29, 2006
þakklæti
ég er þakklát fyrir svo margt
foreldra mína sem ólu mig upp í návist fjalla, fjöru og hafs
systur mína sem hefur vit fyrir mér og er mín fyrirmynd í svo mörgu
bróður minn sem tekur mér eins og ég er
tengdaforeldra mína sem eru alltaf til staðar
manninn minn sem styður mig í öllu því sem ég tek mér fyrir hendur
börnin mín sem gleðja mig og gera lífið svo dýrmætt
ömmur mínar sem kenndu mér svo margt
ættingja mína og tengdafólk sem gleðjast með okkur á góðum stundum
vini mína sem ég treysti og dái
vini mína sem ég get hlegið endalaust með
vini mína sem koma mér alltaf á óvart
vini mína sem hlusta á mig
vini mína sem virða mig
vini mína sem styðja mig þegar ég þarf á þeim að halda
listina sem litar hversdagsleikann hvern dag
vorið sem fyllir mig bjartsýni
hugmyndarflugið sem hjálpar mér að fljúga í draumum og þegar ég hjóla í pollum
en mest af öllu er ég þakklát þessa stundina að Dagrúnu sé bötnuð flensan og að hún var bara með streptókokka en ekki heilahimnubólgu eins og viðkvæmt móðurhjartað hélt í hita veikindanna
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
15 comments:
Við elskum þig líka og foreldra þína fyrir að hafa fætt þig og systur þína fyrir að vera systir þín og ömmu þína fyrir að kalla mig Tobbu truntu og tengdóið þitt fyrir að hafa fætt Valla og Valla fyrir að vera Valli og vera giftur þér og ykkur fyrir að vera vini okkar og eiga sama giftingardag, og Herð Breka fyrir að vera vitur og hugsandi hjartahlýr og brill, og Dagrúnu fyrir að treysta vinum pabba og mömmu, fyrir að hafa kennt dóttur minni að reykja með leifum af sleikjó, og vera alltaf prinsessa að morgni sem að kveldi Valla fyrir að vera vel lesinn, vel máli farinn, muna allt, vel klæddur yndislegur fallegur, töff og kúl og allt í senn,
elskum þig og allt sem tengist þér, keypti tvennt handa þér í dag í skilabrynjudótisemhúngleymdienlíkakomahenniá óvartpakkann, fannst samt ekkert nógu fallegt handa þér og fannst það jaðra við að vera ekki alveg heilbrigt, ég meina það,
þú ert falleg góð manneskja
og þess vegna elska ég þig
þín tobba tútta, sagði við ömmu þína að ég hefði nú margoft verið kölluð Tobba tútta en aldrei Tobba trunta.
Hef líka verið kölluð Benna, af því ég átti einu sinni ömmusystur sem gekk aldrei út og hét Benna,
en allavega
farðu vel með þig í vorinu, ég skal gera engil fyrir þig í hríðinni heima á Íslandi.
þín tobba
Ég elska vaemni sem kemur frá hjartanu en ekki rassgatinu......
Margir sem thekkja mig eru haettir ad nota ordid vaemni segja Brynjulegt i stadinn....ég er stolt af thvi ad geta verid vaemin med hjartanu, tobba thú hefur gáfuna líka og mikid er gott ad heyra ad ther er ad batna Brynjavala....ps: Valli gaf mér gjöf í gaer, mynd af sínum innra manni...falleg mynd af idrum hans, svei mér thá ef hann hefur ekki gáfuna líka
Mér finnst þið fín.
af hverju segirdu ad mjer se ad batna, eg hef ekki verid veik??
thin tobba
Ég elska þig
ég meina sko mikið er ég fegin að Brynjuvölu sé að batna!
.....ég elska þig líka elsku systir og mér finnst maggi ýndisssssssssssslegur
Jahérna.
Þetta er allt svo fallegt að það er ekki skrítið að Kristur gráti.
Frábær síða sem þessi mynd er á mar. Mitt uppáhald til þessa er samt myndin "The Senior Partner" eftir Nathan Greene. Hún væri nú ekki amaleg í skrifstofuherberginu mínu.
"We will BEAT major competitors' prices." Þessi síða er fokkíng frábær!!
Jesú lifir!!!!!!
Já Magnús, þetta er mögnuð síða (Magnús og mögnuð hahaha). Kringla Krists.
Myndin Senior partner
mynnir mig á tvennt (umfram annað). Gylfa Ægis (... um það vissi aldrei neinn hve oft að garði meðeigandan bar). Og myndina góðu af Elvis og Nixon, vantar bara "svarta gaurinn til að viðhalda fordómaleysi og fjölmenningarást".
Minnir og medeigandann. Er einhver sem kann að editera komment?
Herra Pez. Takk fyrir að gleyma ekki herra Hasselhoff í allri þessari væmni. Við elskum hann öll. Brynju og hennar familíu kannski örlítið meira en hann, en það má samt ekki gleyma honum í svona yndislegri væmni.
Lengi lifi Brynja og fjölskylda og David Hasselhoff (sem er reyndar ný skilinn).
Kveðja frá Flooorrriiddaaazzzz
ég er þakklát fyrir að eiga svona yndislegan vin eins og þig, þakklát fyrir tölvutæknina sem gerir okkur auðveldara fyrir að vera í sambandi og minnkar fjarlægðina á milli okkar, þakklát fyrir listina þína sem prýðir penthásið mitt og þar með líf mitt, þakklát fyrir fjarlægðina því söknuðurinn gabbar engan hann er ekta, söknuður segir til um, ást, væntumþykju, húmor, grallarskap, trúnað, kaffibolla og skemmtilegt spjall, vangaletur um uppeldi, velgengni, lífið og tilveruna í öllum sínum fjölbreytileika.
hlakka til að fá ykkur heim
kossar og knús
Hanna Berglind
ég er geðveikt takklát fyrir búðarfólk sem hringir og lætur mann vita að veskið manns er í búinni þeirra, þó ég hafi ekki vitað að veskið var týnt:)
og jafnframt þakklát fyrir það að það eru ekki allir þjófar:)
Post a Comment