Thursday, March 02, 2006

Ertu ósýnilegur?

Ég á ósýnilegan vin. Hann heitir jónjón. Hann saknar mín og minna svolítið því hann á heima á íslandi og hefur ekki séð okkur síðan í júlí. Honum finnst gaman að fylgjast með mér og fylgifiskum á blogginu og hann kvittar alltaf þegar hann skoðar síðuna okkar. Okkur þykir voða vænt um það.

Það er erfitt fyrir aðra en mig að sjá hvað jónjón skrifar, því það er jú ósýnilegt. jónjón er ekki alltaf margorður, stundum skrifar hann bara nafnið sitt, það kemur fyrir að hann segir álit sitt á einhverju sem honum liggur á hjarta og stundum segir hann hvað er að gerast í lífi sínu.

Ég hef verið að velta fyrir mér hvort sumir sem kvitti á bloggið okkar séu ósýnilegir eða með ósýnilega skrift sem ég get einhverra hluta ekki lesið. Hvað heldur þú, ertu ósýnilegur?

ps: í vinstra horninu sjáið þið mynd af vini mínum og eftirfarandi er bloggsíðan hans:

13 comments:

Anonymous said...

.

brynjalilla said...

'

Anonymous said...

með kærri kveðjur héðan frá íslandi.
JónJón

Anonymous said...

kveðja
pungsi

Anonymous said...

kveðja
pungsi

Magnús said...

Þetta eru ýkt klikkar pælingar mar.

Anonymous said...

Ég er ekki ósýnilegur, sem betur fer ekki! Eða ekki. Og mér líkar myndirnar af pappaláfunum. Það eru nú myndir að mínu skapi maður lifandi. Myndir sem myndu sóma sér vel með mynd af sumarbrosinu úr heitavatnsgjánni á Mývatni forðum daga. Hélt bara að ég gæti ekki sett inn komment ef ég væri ekki aðili að þessu samfélagi bloggaranna, EN, það er ekki aðal ástæðan fyrir því að ég setti ekki komment fyrr en nú. Og ég er ekki bara að setja komment af því að Valli bað mig um að gera það þótt ég hefði sennilega ekki gert það ef hann hefði ekki beðið mig. En mér þykir vænt um ykkur og ég vil bara að þið vitið það. Fékk einmitt konu til mín um dagin sem hafði átt í áralangri sálarkrísu útaf sínum ytri kynfærum og vildi láta skera hluta af þeim í burtu og sauma svo saman aftur. Og þá myndu sálarkrísurnar batna. Skrítið, hmmmm. Hefði átt að senda hana á bloggið þitt Brynja. Já og jafnvel að segja að þetta séu nákvæmar gipsafsteypur af listamanninum.

Anonymous said...

Rosalega myndast hann vel, er hann módel?

brynjalilla said...

kæri pungsi,magnús, pez, fanney og orri, mikið er gott að komast að því að ég á líka vini sem sjást, mér þykir samt alltaf vænt um þig jónjón og svo ertu líka svo fallegur og vel vaxinn.

brynjalilla said...

pappaláfur, gott orð og ekkert mál ég skal taka þessa konu í meðferð. Kannski fæ ég þá að taka mót af pappaláfunni hennar eins og náttúran skapaði hana

Anonymous said...

Æi þakka þér fyrir falleg orð í minn garð.
Nonni litli Jóns

Anonymous said...

Aðeins að elaborera meira um þetta kynfæramál á tímum kynhneigðar og einstaklingsmennsku. Það virðist vera trend núna að uppgötva sjálfan sig og það sem maður raunverulega er. Karlar í kvenlíkömum konur í karllíkömum og nú það nýjasta sem er konur og karlar í kven- og karllíkömum en með röng kynfæri. Hugsið ykkur hugarangur fóks sem uppgötvar, sér til skelfingar, að það er ekki með rétt kynfæri!! Nei ég veit ekki, bara smá pæling. Eða eins og einhver orðaði það: Yes and no. But mostly no. Svo nú staðhæfi ég það og kem með það út úr skápnum: Ég er ekki karlmaður, ég er kona í karllíkama! (já og svo er ég, by the way, grænlendingur).

Anonymous said...

Ferlega eru samt orðin boppa og fokka (litla fjaðradraslið sem þú notar í b-ton) asnaleg.