Sunday, March 05, 2006
himinlifandi sæl, loksins er vorið komið
Já það er ábyggilegt að nú er vorið komið. Sólin skein og snjórinn er algerlega horfinn. Alltaf jafn merkilegt hversu fljótt hann er að fara um leið og hitinn hækkar. Valli fór í sólbað og brann svolítið en hann mátti alveg við því. Ég hinsvegar lét mér nægja að borða morgunverð úti í sólinni. Það var virkilega notalegt. Börnin voru innipúkar og voru ekki á því að feta í fótspor okkar. Sögðu að þetta væri allt saman misskilningur og voru að velta fyrir sér að sækja um aðra foreldra. Ég skildi ekki alveg hvað þau áttu við en hef ekki miklar áhyggjur af því þar sem ég er svo himinlifandi sæl með að loksins er vorið komið.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
11 comments:
Ja här har äntligen sommaren kommit!! Kraam Mary
það er komið sumar, sól í heiði skín......
bíddu eru svíarnir ekki með miklar efasemdir um geðheilsu ykkar? kannski komið þið bara fyrr heim en áður var haldið........
Þið eruð geðbiluð hahahahahaha. Stórklikkuð og þið getið sagt Dagrúnu og Herði Breka að ég sé með stórt aukaherbergi handa þeim. Það þýðir síðan ekki að væla ef þið fáið flensu á morgun kæru víkingar. Hafið þið samt spáð í því að færa ykkur yfir til Finnlands. Held að þið mynduð fitta vel inn þar.
Lengi lifi píkublómin.
Hæhæ
Já loksins er komið "vor":D
vonandi getum við öll farið í sólbað þegar þið komið í heimsókn án þess að hætta á það að fá lungnabólgu.
koz Alís
Dans gleðinnar
Það er svo margt að una við,
að elska, þrá og gleðjast við,
jafnt orð, sem þögn og lit sem lag,
jafnt langa nótt, sem bjartan dag.
Mér fátt er kærra öðru eitt
ég elska lífið djúpt og heitt,
því allt, sem maður óskar, næst
og allir draumar geta ræzt.
Ég byggi hlátraheima
í húmi langrar nætur.
Af svefni upp í söngvahug
með sól ég rís á fætur.
Og augun geisla af gleði
sem grær í mínu hjarta.
En syrti að ég syng mig inn
í sólskinsveröld bjarta.
Pálmi Gunnarsson / Kristján frá Djúpalæk
Ja, ég held ég taki undir með börnunum ykkar og endurtaki bara það sem ég sagði í gærmorgun. "Það er ekki í lagi með ykkur!"
Veðrið hér uppi í Adolfsberginu er með öðrum og kaldari hætti, ég sé að við hefðum frekar átt að kaupa okkur hús í Almbænum.
Er hér um bil búin að fá nóg af snjómokstri, enda er tvöfalda bílastæðið nú bara einbreitt, rétt nóg til að renna bílnum út úr bílskúrnum á köldum "vor"morgnum. Hinn hlutann er ég búinn að fylla af snjó, sem ég hef mokað samviskusamlega síðustu tvo mánuði. Er ekki enn búin að pakka niður dúnúlpunni og skíðafötunum og sé út um gluggann að Gösta nágranni minn er búinn að kveikja upp í arninum. Ætla að fara að dæmi hans...
sit fyrir framan tölvuna i bikinum, allir ad drepast ur hita herna i skolanum og thad er buid ad akveda ad gefa fri eftir 2 vegna gridarlegrar hitbylgju. Eg aetla ad nota friid til ad sola mig svo eg verdi ordin brunni en alis og vigga thegar eg hitti thaer i norge ym paskana. HAHHAAHAHHARGHNAGHAHAHHAAA
Ha ha fattaði lokst hvernig á að kommenta á þetta blog, ógeðslega er ég nú klár en það er ljóst að þið eruð hins vegar verulega klikkuð, en samt yndisleg. Jóhanna
án efa skemmtilegasta fólk í heimi og jafnframt kannski það skrítnasta. Hlakka brjálæðislega til að fá ykkur í heimsókn. Vona að þessi klæðnaður verði við hæfi þá.
Kveðja Þóra
Ég gæfi mikið fyrir að sjá svipinn á börnunum á meðan á þessu atriði stóð....það hefur án efa verið ómetanlegt atriði !
Post a Comment