Monday, March 13, 2006

Lóðaþráhyggja og harmleikur gærdagsins

Ég er hætt að gera axlarlyftur með handlóðum. Ég er nefnilega haldin þráhyggju. Hún þróaðist eftir að samkennari minn lenti í því óhappi að fá lóð á tána sína. Sökin lá algjörlega í því að handlóðið gaf sig, lóðarbitinn var ekki eins fastur á og við notendur treystum. Kollegi minn fór ekki í mál við vaxtarræktina en haltraði lengi vel á eftir. Eftir þennan atburð fór ég að ímynda mér, þegar ég hélt handlóði uppi yfir hausnum á mér að það gæfi sig og lenti í hausnum á mér og mögulega orsakaði endalok mín. Eftir að þessi hugsun var búin að trufla mig lengi vel og ég þrjóskast við nennti ég þessu ekki og geri núna mínar axlarlyftur í vél.

Í morgun var mjög sorgleg frétt í blaðinu 17 ára strákur mætti endalokum sínum í bekkpressu. Ástæðan var sú að hann var að æfa einn, hafði færst of mikið í fang og gat ekki lyft stönginni upp sem lá á hálsinum hans, mamma hans fann hann.
Hræðileg mannleg mistök og ákaflega meiningarlaus dauðdagi.

8 comments:

Anonymous said...

Veistu Haddý er fræg!
Maggi sjálfur íþróttaálfur missti lóðið sitt á tærnar á Haddý, þau voru ekki af léttara taginu, Haddý tábrotnaði, hún á gott, svona frægur maður!!!!
Það eru ekki allri svona heppnir.

Anonymous said...

Hvaða morbid lið eruð þið að verða þarna fyrir suð-austan eiginlega, Valli dettur um dauð afmælisbörn í freðmýrinni og Brynja sér manninn með ljáinn bregða fyrir þegar hún skoðar spegilinn fyrir framan handlóðin í gimminu. Eru þetta ekki bara hliðaverkanir af rópanólinu eða hvað það er sem þeir setja í vatnið þarna í Sverige til að halda liðinu rólegu og sósíaldemokratísku.

Anonymous said...

Ja hérna en ömurlegt. En af hverju gerið þið ekki bara axlaræfingar með "soft dumbells". Gerðin sem þú skiptir ekki um þyngd á og getur því ekki hrunið af. Fyndið samt að þú skulir vera að minnast á þessa harmleiki í dag af öllum dögum þar sem ég er einmitt að fara í búð á eftir og kaupa handlóð til að hafa í kjallaranum mínum.

Íþróttaálfurinn rokkar feitt.

Anonymous said...

Fórum í ræktina í dag og lyftum lóðum slysalaust. Annars allt gott úr Snægilinu. Hugsum til ykkar.

Anonymous said...

Dreif mig í dag og keypti 3 sett af lóðum, svona mjúk með áföstum þyngdum ;)
Þurfti að mana mig upp í það eftir þessa hræðslusögu.

Lengi lifi litla nornin Nanna.

brynjalilla said...

Hvað er eiginlega rópanól, hljómar eins og própanól en ólíklega með sömu verkun!?

Lóðið sem lentu á tásu samkennara míns, var áfast en ekki nógu vel greinilega! En það var úr stáli sko...hmmm ég þyrfti að fá mér svona mjúk lóð

Brynjavala, drífðu þig bara í baðhúsið, skelltu þér í gufu og heita pottinn!

Bromley said...

Díses, hefði ekki átt að lesa þessar lóðapælingar, er hætt að geta einbeitt mér ef ég lyfti lóðum yfir haus. Blammera það á þig ef ég enda velspikuð (alltaf notalegt að geta fundið afsökun fyrir spikinu hjá öðrum en sjálfum sér)
Ásta

Anonymous said...

Þetta er dæmi um að Darvin vissi hvað han söng þegar hann talaði um " survival of the fittest".