Tuesday, March 07, 2006

Stadsparken og sólin














Við héldum upp á snemmkomið vorið með að fara í "Stadsparken" Það var mjög huggulegt að baða sig í tjörninni og borða ísinn á grasflötinni. Valli er annars enn að jafna sig eftir sólbrunann en þó glittir í fallegan brúnan húðlit undir öllum roðanum. Við lékum okkur lengi í sólinni. Ferðuðumst langar leiðir í lestinni og borðuðum kræsingar í boði Dagrúnar. Það var galsi í strákunum sem voru í því að skvetta vatni á frúna, en það var auðvitað kærkomið því hitinn var alvega að gera út af við okkur!

8 comments:

Anonymous said...

Hey......skemmtilegar myndir af ykkur öllum. Brrrrrrrrr er ennþá svona mikill snjór hjá ykkur. Hvaða winter wonderland er þetta eiginlega sem þið búið í? Mikið eruð þið nú samt skemmtileg að dríbbast út á leikvöll með krökkunum í skíðekulde og alles og hvað þá að nenna að taka af ykkur lúffurnar til að smella af nokkrum myndum;)

Knús knús frá kuldaskræfunni.

Anonymous said...

Það sem ég væri til í að vera komin til ykkar í sólina og vorið.
Frábært að það skuli verða komið svona gott veður hjá ykkur.
Segðu nú Val að liggja ekki svona í sólinni svo hann brenni nú ekki meira.
Eru fuglarnir farnir að verpa?
Knús til ykkar allra og sértakt knús handa Herði Breka og Dagrúnu.
luv
Áslaug

Anonymous said...

Jiii... hvað ég er öfundsjúk út í ykkur að fá svona frábært veður... Ég get svo svarið fyrir það ég hélt ég væri bara að skoða myndir af Beyonce og fjölskyldu... þið eruð orðin svo svört...

Haltu svo áfram að setja svona skemmtilegar myndir á síðuna þína...svooo gaman að skoða þær=)

Jæja farin að finna snjógallan og ryðjast svo í gegnum hríðina á leiðinni í skólann...

Anonymous said...

Halló dúlla ! fyrirgefðu hvað það hefur dregist að svara. Takk fyrir myndirnar allt gott að frétta fórum suður um síðustu helgi vorum með Hansen í orlofsíbúð svaka stuð.Það gerðust stórtóðiðindi Kiddi keypti sér bæði íþróttaskó og tvennar peysur.Hafa börnin fengist til að fara í lopapeysurnar?? Heyrumst síðar er að fara á söngæfingu '

ASTARKVEÐJUR!!! Tengdó

Anonymous said...

æi ég sakna ykkar......

Anonymous said...

Gúddsjí gúddsjí gúddsjí
skrats skrats skrats

brynjalilla said...

Já thad er stud her i "vetrarlandi", thad goda er ad nuna skyn solin og yndislegt ad sja thennan eldhnött risa yfir furutren a morgnana. 11 stiga frost i morgun, logn....lopapeysur og lopasokkar duga vel og i dag liggur vodalega vel a okkur. Skautar og heitt kakó hja stráksa, almenn útivera hjá stelpunni, vinna og skóli hjá gamla lidinu. Pizzu- og ís dagur og helgin framundan....en vid söknum ykkar thad er vist abyggilegt!

Anonymous said...

ÆÆi elskurnar mínar bara að segja góða helgi og ég sakna ykkar!
luv
Stóra Systa